Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1994, Síða 6
22 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1994 IÍd^IEM Háskólabíó: Vegur Carlitos verið neinn sakleysingi heldur liö- tækur krimmi. Það fyrsta sem hann tekur eftir er að allt er við það sama á strætum Spánska Harlems þar sem hann bjó, nema hvað þeir eru horfn- ir sem hann starfaði með. Þykir hon- um kominn tími til að breyta um lífs- stíl en smágreiði sem hann er beðinn um breytir áformum hans. Auk Als Pacino leika stór hlutverk í myndinni Sean Penn, Penelope Ann Miller, Luis Guzman, James Reb- horn og Viggo Mortensen. „Þetta er rómantísk kvikmynd," segir Brian De Palma. „Auðvitað eru átakaatriði og myndin er spennandi en fyrst og fremst er þetta kvikmynd um mann sem á sér draum og fær tækifæri til að byija nýtt líf.“ Brian De Palma hefur komið víöa við á þeim tuttugu og fimm árum sem hann hefur verið viðloðandi kvik- myndir en þekktastur er hann fyrir sakamálamyndir í anda Hitchcocks gamla. Má þar nefna Carrie, Blow- out, Dressed to Kill og Body Double, en hann hefur einnig leikstýrt góðum dramatískum kvikmyndum á borð við Casualties of War og gangster- myndirnar Scarface og The Unto- uchables. Síðasta kvikmynd sem hann gerði á undan Carlito’s Way varRaisingCain. -HK í Carlito’s Way liggja leiðir þeirra A1 Pacino og Brian de Palma á ný en þeir gerðu saman hina umtöluðu Scarface fyrir rúmum tíu árum. A1 Pacino leikur Carlito Brigante, sem er kominn heim eftir að hafa verið ranglega dæmdur og setið í fimm ár í fangelsi. Carhto hafði samt ekki Al Pacino leikur glæpamann sem setið hefur fimm ár í fangelsi. Sam-bíóin sýna þessa dagana hina vinsælu gamanmynd Mrs. Doubtfire, þar sem Robin Williams fer á kostum í hlutverki eiginmanns sem eiginkon- an hefur kastað út úr húsi. Þar sem hann fær ekki að hitta börnin sín tek- ur hann á það ráð að klæða sig upp sem bresk barnfóstra og fær starf við að passa börnin sín. Robin Wiliiams er fyrir miðri mynd en honum á hægri hönd er Sally Field sem leikur eiginkonu hans. Stjörnubió og Laugarásbió sýna um þessar mundir nýjustu kvikmynd Bruce Willis, í kjölfar morðingja (Striking Distance). Þar leikur hann lögreglumann sem er að eitast við fjöldamorðingja. Hann er viss um að sá hafi drepið föður hans sem einnig var lögreglumaður. Meðleikarar Willis i myndinni eru Sarah Jessica Parker og Dennis Farina. Þjálfuð í drápum Bandaríkja- menn eru iðnir við að endurgera franskar kvik- myndir. Yfirleitt fara þeir aftur í tímann í leit að efni en það er að bera í bakkafull- an lækinn að taka eina vinsæl- ustu frönsku kvikmynd síðari ára, Nikita, og endur- gera hana. Nikita er einstök sakamála- mynd sem býður upp á frumlegan söguþráð og Kaninn breytir honum nánast ekki neitt, nema færir söguna vestur um haf. Bridget Fonda fetar í fótspor Anne Parillaud en hefur ekki erindi sem erfiði og nær aldrei tökum á hlutverkinu. Hún á sinn stóra þátt í að gera myndina nánast tilfinninga- lausa. Þrátt fyrir marga vankanta og kunnuglega sögu er The Assassin nokkuð spennandi. THE ASSASSIN - Útgef. SAM-myndbönd. Ueikstjóri: John Badham. Aðalhlutverk: Bridget Fonda og Gabriel Byrne. Bandarisk, 1993 - sýningartími 104 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK M Sægarpurinn Charles Bron- sonerloksfarinn að leika hlutverk sem passa við aldur hans og er hlutverk Wolf Larsen í The Sea Wolf dæmi um slíkt. The Sea Wolf er gerð eftir margkvikmynd- aðri skáldsögu Jacks London sem allir ævintýraþyrst- ir strákar hafa lesið sér til ánægju. Bronson fer með hlutverk sægarpsins illvíga sem heldur áhöfn sinni í heljar- greipum. Leikur hans er máttlaus vantar þann kraft sem einkennir per- sónuna. Sagan er góðra gjalda verð, en myndin nær aldrei flugi. Greinilegt er að litiU metnaður liggur á bak viö gerð myndarinnar, sem er aö vísu sjónvarpsmynd og verður hún fyrir bragðið, langdregin. THE SEA WOLF - Útgef. Skifan. Lelkstjóri: Michael Anderson. Aðalhlutverk: Charles Bronson og Christopher Reeve. Bandarísk, 1993 - sýningartimi 97 min. Leytð öllum aldurshópum. -HK ** ......-.....Qþ Mömmustrákur í yanda Sam Neill hefur í mörg ár leikið með ágætum árangri í bandarísk- um kvikmyndum, nú síðast í Jur- assic Park. Hann hefur samt aldr- ei gleymt uppruna sínum, en hann er nýsjálenskur og varð fyrst þekktur í áströlskum kvik- myndum. Af og til fer hann til Eyjaálfunnar og leikur þar í kvik- myndum. Þekktastar kvikmynda hans þaðan undanfarin ár eru tvímælalaust Dead Calm og Piano. Áður en Sam Neill lék í Piano lék hann í áströlsku kvik- myndinni Death in Brunswick sem er gamansöm sakamálakvik- mynd um veikgeðja kokk sem lendir í miklum vandræöum. Carl hefur ávallt verið í strangri vörslu móður sinnar, sem lítur á hann sem litla dreng- inn sinn, og hefur hann aldrei losnað undan áhrifum hennar. Carl er kokkur. í byriun myndar- innar ræður hann sig á heldur skuggalegan dansklúbb og kemst fljótlega að því að þar er ekki allt sem sýnist, auk þess sem eldhús- ið er algjör svínastía. Fljótlega kynnist hann hinni grískættuðu Sophie sem afgreiðir á barnum. Það tekst með þeim vinskapur og Carl verður ástfanginn en það er maðkur í mysunni; Sophie er lof- uð klúbbeigandanum. Óvart verður Carl aðstoðar- kokkinum Mustafa að bana. Þá kemur til sögunnar eini vinur hans, Dave, sem starfar sem lík- grafari. Hann er ekki lengi að koma líkinu fyrir en Mustafa átti vini sem sætta sig ekki við að fé- lagi þeirra hverfi sporlaust. Það mæðir því mikið á Carl, sem eins og fyrri daginn er ráðalaus, og ekki bætir fyrir honum afskipta- semi móður hans. Death in Brunswick er áhuga- verð kvikmynd. Sagan er frumleg og vel skrifuð en úrvinnslan alls ekki nógu góð. Það hefði auðveld- lega verið hægt aö gera góða svarta kómedíu úr efninu, og kannski hefur það veriö ætlunin í byrjun, en það vill nú svo til að stjarna myndarinnar, Sam Neill, er einnig aðalgalli hennar. Neill hefur margoft sýnt að hann er liðtækur leikari en gamanleikari er hann ekki og myndin líður fyr- ir það. Viðbrögð, sem ættu að vera kómísk, verða stirðleg í leik Neills. Death in Brunswick er þrátt fyrir allt nokkur tilbreyting vegna þess að hún er öðruvísi. DEATH IN BRUNSWICK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: John Ruane. Aöalhlutverk: Sam Neill, Zoe Carides og John Clarke. Áströlsk, 1991 -sýnlngartimi 104 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK DV-listinn Engar breytingar eru 6 eistu sætunum þessa vikuna en fjórar nýjar kvikmyndir koma inn á tistann og fer Fire in the Sky hæst. í henni segir frá dutarfuilu hvarfi manns í fimm daga. Á myndinni eru D.B. Sweeney og James Gamer. 1. (1) LastActionHero 2. (2) Passenger57 3. (3) Cliffhanger 4. (3) TheAssassin 5. (7) TheCrush 6. (5) TheVanishing 7. (-) FireintheSky 8. (6) Fallingdown 9. (-) ClosetoEden 10. {-) Bodysnatchers 11. (9) Alive 12. (10) BornYesterday 13. (•) AThousandHeroes 14. (8) MadDogandGlory 15. (13) GroundhogDay Oeðlileg ásr Nick Eliot stendur á tíma- mótum. Hann fær gott starf og góða íbúð. í næsta húsi býr hin bráðþroska fjórtán ára Dari- en sem hrífst af Nick og leitar eft- ir vinskap hans. Nick verður það brátt ljóst að stúlkan ætlar sér meira en að verða vinur hans. Ailir tilburðir hennar beinast í þá átt að gera hann aö elskhuga sínum og þegar Nick lætur ekki að stjórn snýst ást hennar upp í hættulega áreitni og hefnd þegar af- neitunin er algjör. Margt í fari Darien minnir á þá frægu Lohtu sem Stanley Kubrick gerði ódauðlega í samnefndri kvikmynd. The Crush gengur upp er spennandi og óhugnaðurinn aldrei langt undan, þökk sé ágætum leik hjá nýhðanum Alicia Silverstone. THE CRUSH: - Útgef. Skifan. Leikstjórl: Alan Shapiro. Aðalhlutverk: Cary Elwes og Alicia Silverstone. Bandarisk, 1993 - sýningartími 90 min. Bönnuð börnum innan 16 ára._ -HK i ★★ Afdrifarík neitun Með nafninu Fatal Proposal er verið að vitna í tvær myndir en sem betur fer er nafnið aðeins for- hhðin. Þegar myndin er skoð- uð kemur í ljós að hún heitir Stalking Laura og er byggð á sönnum atburðum Laura er ung stúlka sem verður fyrir áreitni vinnufélaga síns. Richard er dagfarsprúður maður sem breytist við kynni sín af Lauru. Þegar hann er rek- inn lætur hann svo ummælt að það komi sá tími að verðleikar hans verði metnir en sjálfsagt átti engin von á þeim atburðum sem fylgdu í kjölfarið. Stalking Laura er ágætlega gerö mynd en hefði veriö betri ef betri leikarar hefðu verið í aðalhlutverkum. FATAL PROPOSAL - Útgef. Myndform. Leikstjóri: Michael Switzer. Aðalhlutverk: Rlchard Thomas og Brooke Shields. Bandarísk, 1993 - sýningartimi 114 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. -HK um fiöldamorö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.