Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 33 Hvaöa tveir hundar eru alveg nákvæmlega eins? Sendið svariö til: Barna-DV. Nafn: Birna Björnsdóttir Fædd: 3. mars 1983 Heimili: Hjallalundur 7 D, Akureyri Foreldrar: Ásta G. Kristjánsdóttir og Björn Rúnar Magnússon Systkini: Magnús Vilhelm Besta vinkona: Aðalbjörg Jónsdóttir Besti matur: Grjónagrautur og slátur Áhugamál: Skautar og handbolti Skemmtilegast: Að leika við Öbbu Leiðinlegast: Að vera skilin út undan Nafn: Kolbrún Agnes Guðlaugsdóttir Heimili: Gautland 11, Reykjavík ''Fædd: 13. janúar 1981 Foreldrar: Hafrún Káradóttir og Guðlaugur Hilmarsson Systkini: Þorsteinn Smári, 11 ára, og Gunnar Ingi, 5 ára Ahugamál: Gítar, dans, fótbolti, badminton og fleira Bestu vinir: Elísabet, Rake. Þóra, Gyða og fleiri Krakkar! Munið að senda ljósmynd með í KRAKKAKYNNINGU! V- Berghnd og Edda voru góðar vinkonur. Það var kominn vetur og þær ætluðu á skauta. Lítil tjörn var rétt hjá húsinu hennar Berglindar. Berglind hafði hringt til Eddu um morguninn og spurt hvort hún vildi koma á skauta. Edda svaraði játandi og núna sátu þær í snjónum og voru að fara í skautana. Svo fóru þær út á tjörnina. Fyrst datt Berglind og það fannst Eddu mjög fyndið. En svo datt Edda sjálf og þá hlógu þær báðar. Edda og Berglind léku sér allan daginn. Þá kallaði mamma Berghndar á þær og sagði þeim að koma að borða. Þær fengu pönnukökur og mjólk og svo fór Edda heim til sín. Um kvöldið fóru Edda og Berghnd snemma að sofa. Þær voru svo þreyttar og þær dreymdi skauta alla nóttina! , ,, . Katnn Dilja Jonsdottir Skjólvangi 5, 220 Hafnarfiröi. Einu sinni voru tvö börn sem hétu Tóta og Kalli. Þau bjuggu í stóru húsi með pabba sínum og mömmu og kisunni Doppu. Dag einn kom pabbi niður stigann með stóran kassa. Tóta og Kalh hlupu strax til hans og biðu spennt eftir að hann opnaði kassann. Pabbi lagði kassann á eldhúsborðið og sagði aö í honum væru gömul leikföng sem hann hefði átt þegar hann var lítOl. Tóta og Kahi tíndu allt upp úr kássanum. Það sem þeim fannst fallegast var lítil lest á járn- brautarteinum. Pabbi sagði að hún hefði verið uppáhalds leikfangið hans þegar hann var lítih og að þau mættu vel leika sér að henni. Tóta og Kalli urðu mjög glöð og byrjuðu strax að setja lestina saman. Síðan léku þau með jár- brautarlestina allan daginn. „ Edda Andresdottir, 6 ara, Einigrund 21, 300 Akranesi. RETT RÖÐ í hvaða röð tekur þú pinnana upp, þannig að þú takir ávallt þann efsta? Sendið lausnina th: Barna-DV. SAGAN MIN Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðar og getur að sjálfsögðu unnið til verð- launa. Utanáskriftin er: BARNA-DV, ÞVERHOLTI 11, 105 REYKJAVÍK. Tengdu punktana frá 1 til 2,2 til 3,3 til 4 o.s.frv. Þá kemur felumyndin í ljós! Hvað sýnir hún? Sendið svarið th: Barna-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.