Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1994, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1994, Page 6
26 MÁNUDAGUR 7. MÁRS 1994 íþróttir FH-ingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum með viðeigandi hætti í búningsherberginu að leik loknum. Þetta er í fimmta sinn sem FH-ingar vinna sigur í bikarkeppninni og hlupu leikmenn með bikarinn í Krikann úr Laugardalshöllinni. DV-mynd GS Úrslltaleikur bikarkeppninnar í handknattleik karla: Bikarinn í Fjörðinn - reynslan og stórgóður leikur FH-inga skópu sigurinn gegn KA, 30-23 Upphafstnínútur bikarúrslita- leiksins á miUi FH og KA gáfu til- efni til að búast við því aö jafn leik- ur væri fyrir höndum þar sem áhorfendur troðfylltu Laugardals- höllina. Smám saman blasti allt önnur sýn við áhorfendum því FH-ingar tóku leikinn í sínar hend- ur og KA-liðiö, sem lék sinn fyrsta úrshtaleik í bikamum í sögu fé- lggsins, átti ekkert svar við stórleik FH-Uðsins. Yfirburðir Hafnarflarð- arUðsins komu æ meira í ljós og það sýndi lengstum aUar sínar bestu hUðar. Vegna yfirburða FH- inga var leikurinn fyrir vikið ekki spennandi en umgjörð hans var glæsUeg, stemningin ólýsanleg, gerist varla betri og fyrir þær sakir verður þessa leiks minnst. FH-ingar beittu 6-0 vöm aUan leUdnn og virtist þessi vörn koma KA-Uðinú í opna skjöldu. Það var sama hvaö KÁ-Uöið reyndi í sókn- inni, aUt kom fyrir ekki og FH- ingar breikkuðu biUð á miUi Uð- anna jafnt og þétt. Segja má að það hafi gert út um leikinn með átta mörkum í röð í fyrri hálfleik og sá munur hélst út aUan leikinn. Sókn- ir KA-Uðsins vom hægar og vegna þess var Utill vandi fyrir FH-inga að veijast þeim. FH-ingum óx ásmegin hægt og sígandi. Reynslan, sem þorri leik- manna Uðsins býr yfir, kom þeim í góðar þarfir. Það virtist sem leik- ur þessi væri íyrir þá eins og að drekka vatn en taugaveiklun ein- kenndi leik KA-Uðsins. Þegar þess- ir þættir er lagðir á borðiö þarf varla að spyrja að leikslokum. . Kristján Arason, Hans Guð- mundsson, Guöjón Ámason og AtU HUmarsson vora aUir mjög yfir- vegaðir aUan leikinn og gaf þetta öðrum leikmönnum Uðsins tóninn. Bergsveinn Bergsveinsson var lík- ur sjálfum sér og varði vel frá byij- un til enda. Sóknir FH-Uðsins vom vel útfærðar og gekk flest upp hvað sóknina áhrærir. Það sama má segja um vömina sem var geysUega sterk aUan leikinn. Það öfunda vist fáir KA-menn af að mæta FH- ingum í þeim ham sem þeir vom á laugardaginn. KA-Uðið getur borið höfuðið hátt þrátt fyrir lyktir leiksins. Það mætti einfaldlega ofjarli sínum að þessu sinni. KA lék langt frá því sem það getur best. Pressan á Uð- inu var mikU og þegar á hólminn kom stóðst Uðið ekki álagið. Valdi- mar Grímsson lék með þó meiðsUn háðu honum greiiúlega. Markskot hans bám merki um að hann gekk ekki heiU til skógar. Alfreð Gísla- son var tekinn hörðum höndum og komst ekki upp með að sýna hvað í honum býr. Sigmar Þröstur í markinu varði á köflum vel. KA- Uðið er reynslunni ríkara eftir sem kemur Uðinu til góða í komandi átökumídeUdinni. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.