Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1994, Síða 8
28 MÁNUDAGUR 7, MARS 1994 íþróttir Kríslján vann Jóhannes Kristján Helgason sigraöi á stigamóti í snóker um helgina. Jóhannes er efstur eftir fimm mót meö 157,200 stig en Kristján er næstur með 106,050 stig. ÖruggthjáKim Kim Magnús Nielsen vann Magnús Helgason, 3-0, í úrshtum á skvassmóti um helgina hjá Veggsport. Þrtrvaramennleyfðir Ákveðið hefur verið að hðin sem leika til úrshta á HM í knatt- spyrnu í sumar mega skipta inn á þremur varnarmönnum. Rang- stöðureglur verða óbreyttar. Weissfiog sigrar enn Gullverðlaunahafinn frá Lihe- hammer sigraöi með yfirburðum á skíðastökksmóti í heimabikarn- um um helgina en stokkið var af 90 metra paUi. Weissfiog stökk 93 og 94 metra. Esper Bredesen, Noregi, varð áttundi. DiCentaósigrandi Manuela Di Centa frá ítahu vann öruggan sigur í 30 km skíða- göngu kvenna um helgina i heimsbikarnum. Di Centa kom í mark mínútu á undan Lyubovu Yegorovu frá Rússlandi en þriðja varð Stefania Belmondo frá ital- íu. Smirnov vann Dæhlie Vladimir Smirnov frá Kazak- hstan vann sigur í 15 km skíða- göngu karla í heimsbikarnum um helgina. Annar varð Björn Dæ- hlie frá Noregi og þriðji Anders Bergström frá Svíþjóð. Smirnov kom í mark 22 sekúndum á undan Dæhlie. Góður tími í maraþoni Kenichi Suzuki irá Japan vann sigur í maraþonhlaupi i Japan um helgina og kom í mark á 2:11,05 klst. sem er frábær tími. Harkansexásvellinu Skautafélag Reykjavíkur vann nauman sigur, 8-7, eftir fram- lengingu, gegn Skautafélagi Ak- ureyrar í fyrri leik hðanna um íslandsmeistaratitilinn í ísknatt- Ieik. Síöari leikurinn fer fram um næstu helgi á Akureyri. Drengjamet Magnúsar Magnús Aron Hallgrímsson, Selfossi, setti nýtt drengjamet í stangarstökki um helgina á ís- landsmóti unglinga 15-18 ára í Baldurshaga. Magnús stökk 4.00 metra og sigraði einnig í hástökki þar sem hann stökk 2.03 metra. Nánar síöar á unghngasíöu DV. Heimsmet hjá Jackson Bretinn Cohn Jackson setti í gær heimsmet í 60 m grindar- hlaupi innanhúss og hljóp á 7,30 sek. Eldra metið var 7,36 sek. BlikarunnuFjölni Breiðabhk vann Fjölni, 15-20, í úrshtakeppni 2. deildar karla í handknattleik um helgina. Stað- an í leikhléi var 6-8. Sigurbjörn Narfason skoraði 7 mörk fyrir UBK en Stefán Steins- en 5 fyrir Fjölni. OgÍHvannFram naumt ÍH vann nauman sigur á Fram í úrshtum 2. deildar í handknatt- leik í Hafharfirði í gærkvöldi. Lokatölur uröu 23-22. Staðan í leikhléi var 14-13. Jón Þórðarson skoraöi 10 mörk fyrir ÍH og Ólafur Magnússon 4. Daði Hafþórsson skoraði 7 mörk fyrir Fram og Ragnar Kristjáns- son 5. -SK -----------------:------------ Bikarglíma Reykjavikur: Skarphéðinn glímdi best og sigraði Skarphéðinn Orri Björnsson, KR, með verðlaunagripinn fyrir sigurinn á bikarglimu Reykjavíkur um helgina. DV-mynd ÞÖK Skarphéðinn Orri Björnsson, KR, varð sigurvegari í bikarghmu Reykjavíkur sem fram fór um helgina. Skarphéðinn vann aha and- stæðinga sína og hlaut sjö vinninga. í öðru sætí í karlaflokki varð Jón Birgir Valsson, KR, með sex vinn- inga og Helgi Bjamasson, KR, varð þriðji með 5 vinninga. Jóhanna Jakobsdóttir, Armanni, sigraði í flokki kvenna 16 ára og eldri en í öðru sæti varð Sólrún Ársælsdóttir, Ármanni. írena Lilja Kristjánsdóttir, KR, vann í flokki 12-13 ára og þar varð Elín Friðriks- dóttir, KR„í öðru sæti. í flokki 12-13 ára drengja sigraði Björn Helgi Karlsson, Armanni, Þórhahur Andri Jóhannesson, KR, varð í öðru sæti og þriðji varð Guðmundur Svavarsson, KR. Júlíus Jakobsson, Ármanni, sigraði í flokki 10-11 ára en Ævar Ingi Pálsson, KR, varð annar. 32 glímumenn skráðu sig th keppni í 4. bikarglímunni en aðeins 18 mættu til leiks. Fráfarandi handhafi ghmubikars Reykjavíkur, Ingi- bergur Jón Sigurðsson úr Armanni, meiddist fyrir mótið og ghmdi þvíekkiaðþessusinni. -SK íslandsmótið 1 karate um helgina: Ásmundur og Anna urðu íslandsmeistarar Anna Marcos, Karatefélagi Reykjavikur, sigurvegari i karate kvenna. Anna Marcos sigraði í kvenna- flokki í fyrsta skipti en Ingibjörg Júhusdóttir úr Þórshamri, sem hafði tith að verja, hafnaði í öðru sæti. Edda Blöndal frá Þórshamri varð í þriðja sæti. Ásmundur Isak Jónsson úr Þórs- hamri og Anna Marcos frá Karatefé- lagi Reykjavíkur urðu íslandsmeist- arar í karla- og kvennaflokki á is- landsmótinu í karate sem haldið var um helgina. Þetta var annað árið í röð sem Ás- mundur ísak verður íslandsmeistari en hann var einnig kjörinn karate- maður ársins 1993 um síöustu ára- mót. í öðru sætí varð Grétar Hah- dórsson, Karatefélagi Reykjavíkur, og í þriðja sæti lenti Árni Þór Jóns- son úr Þórshamri. Þórshamar bar sigur úr býtum bæði í karla- og kvennaflokki í hóp- kata og hefur reyndar verið ósigr- andi í þessum flokki undanfarin ár. -JKS Ásmundur isak Jónsson, Þórs- hamri, sigurvegari í karate karla. Ottoson vann Vasagönguna Jan Ottoson frá Svíþjóð sigraði í Vasagöngunni sem fram fór í Finn- landi um-helgina en um er að ræða mestu þrekraun skíðagöngumanna enda gengnir 90 km. Ottoson kom i mark á 4:06,19 klst. en Sture Sieverts- en,Noregi,varöannará 4:06,39 klst. -SK Leikmenn viðurkenna að hafa tekið ólögleg lyf - þýska knattspymusambandið hefur kært sleggjukastarann Edwln Klein Þýska knattspymusambandið hefur kært þýska sléggjukastarann Edwin Klein en hann fer ófógrum orðum um þýska knattspymu- menn í nýútkominni bók sem nefn- ist „Rautt spjald á þýska knatt- spymusambandið". í bókinni segir Klein að flestir ef ekki ahir knatt- spymumenn í Þýskalandi éti ólög- leg lyf og hann hefur einnig lýst því yfir að leikmenn Stuttgarts hafi notað ólögleg lyf th þess að koma sér sem fyrst í leik aftur eftír meiðsli er höið varðmeistari 1992. Fleiri íhuga að kæra Klein. Man- fred Ommer nokkur, sem Klein vitnar nokkrum sinnum í í bók- inni, íhugar nú málaferh. Ommer segir: „Klein segir ekki nema hálf- an sannleikann. Ég sagði að Stutt- gart hefði þurft að skha meistarat- itlinum og ahir leikmenn liðsins fæm í 4 ára leikbann ef reglur þýska frjálsíþróttasambandsins giltu hjá knattspymusambandinu. Klein greinir hins vegar ekki frá því í bókinni að ég lagði mikla áherslu á að fyrst yrði að sanna umsögn Daums, þjálfara hðsins, á sínum tíma að anabohca og clenb- uterol væri notað tíl lækninga hjá Stuttgart." í viðræðuþættinum Stem TV við- urkenndi Peter Geyer að hann hefði árum saman tekið inn cap- atagon (örvandi lyf), yfirleitt 2 töfl- ur fyrir leik, og sumir leikmenn, sem sphuðu með honum, aht að 7 töflur fyrir leik. Geyer segir einnig að mörg önnur lyf hafi verið í spil- inu. Öll eru þau á hsta yfir ólögleg lyf. Peter Geyer sphaði 256 leiki fyrir TeBe Berlín, Dortmund og Braunschweig á ámnum 1974 tíl 1984. Þýska blaðið Bhd segir að það hafi rætt um lyfjamál við nokkra atvinnumenn sem viðurkenna að þeir hafi tekið reglulega capatagon en vhja ekki að nöfn sín verði nefnd í fjölmiðlum. -SK/-ÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.