Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 I l©nlist 'm' Meðal þekktari rappflytjenda á plötunni eru Onyx og Erick Sermon. Rappsafnplata sem vit er í Úr kvikmynd - In the Name of the Father: ★ ★ ★ Mikiö samræmi er í tónlistinni á plötunni og hún er í góðum tengslum við efni myndarinnar. Úrvalsvinna hjá úrvalsfólki. -HK Garth Brooks - In Pieces: ★ ★ ★ In Pieces samanstendur af mörgum smáum bútum og brotum af ýmsum tónlistarstefnum sem mynda sterka heild; einfaldlega góða plötu. -SþS Úr kvikmynd - Philadelphia: ★ ★ ★ Philadelphia er sérstaklega góð og heilsteypt plata af kvikmyndatón- listarplötu að vera og nú er bara að bíða og sjá hvort myndin er eins góð og platan. -ÁT BlindMelon - Blind Melon: ★ ★ ★ ★ Hljómsveitin spilar ögrandi melódíur og rödd Shannon Hoon vekur verð- skuldaða eftirtekt, skerandi en samt melódísk og með afbrigðum kröftug. -GBG Smokin Suckaz Wit Logic - Playin' Foolz: ★ ★ ★ Góðir rapptextar, fullir af ádeilu með fónk- og rokkáhrifum sem hafa góð áhrif á heildarmynd plötunnar. -GBG Atomic Swing - A Car Crash Into the Blue: ★ ★ ★ Plata Atomic Swing er eitt besta byrjendaverk ársins 1993, einkennandi viö plötuna eru óhefðbundnar hljóma- samsetningar og áheyrilegar laglinur. -GBG INXS - Full Moon, Dirty Hearts: ★ ★ ★ Þessi plata er það besta sem komið hefur frá þessari áströlsku hljómsveit í langan tíma. -GBG Crowded House - Together Alone: ★ ★ ★ Þeir sem hafa ánægju af vandaðri melódískri popptónlist ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara. -SþS ægir saman ólíkum sveitum Rapp verður að teljast ein vinsælasta tónlistarstefna unga fólksins í dag. Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvað gott rapp er enda af nógu að taka. Hljómplötu- útgefendur hafa um áraraðir sett saman safnplötur í gróðaskyni og kært sig kollótta um þarfir neytenda. En timamir breytast og mennimir með. Nú nýverið gaf hljómplötu- fyrirtækið Sony frá sér plötuna „Head Full of Hip Hop.“ Á henni er að finna nokkrar mismunandi stefnur innan rappsins en á heildina litið virðist platan harðari en gengur og gerist. Ólíkar stefnur — ólíkar sveitir Eins og áður hefur komið fram í kálfinum, leita rappsveitir nútímans æ oftar í áþreifanleg hljóðfæri í stað þess að vinna allt á tölvur. Þetta á ekki við um allar sveitimar og er að vissu leyti það sem aðskilur þær á plötunni. Harðneskja I orðavali og áherslum spilar einnig stóran þátt í aðskilnaöi mismunandi stefna innan rappsins. Platan ægir saman þessum öflum og úr verður hin mesta veisla Hvaða sveltlr...? Til þess að gera lesendum hægara um vik, verða þær rappsveitir sem plötuna prýða taldar upp hér á eftir. Fyrst skal til telja öllu þekktari sveit- IptUlugagnrýni The Goats -Tricks of the Shade ★ ★Á Hæðin ádeila Þeir segjast langt frá því að vera dæmigerðar Kanar, hafa eitthvað að segja og þeir nota tónlistina til þess. The Goats er að mörgu leyti ekki svo frábmgðin öðrum rappsveitum í hugsunarhætti þegar kemur að bandaríska kerfinu. Ádeilan er löngu komin á það stig að eitthvað nýtt þurfi til að hrista upp í mönnum. Á plötunni Tricks of the Shade er að finna þarft vopn í baráttu blökkumannsins við kerfið. Vopnið er háðsleg ádeila í leikritsformi sem hlustandinn finnur milli laga. í tónlistinni hefur hljómsveitin horfið frá hljóðgervlum og tekið hljóðfæri inn í staðinn (þetta er mjög í tísku þessa dagana). Platan inniheldur 12 lög hvert öðm betra og það er lagið „Typical American" sem nær toppnum. Rappið er harðfylgið i stíl við tónlistina og það er nokkuð ljóst að hljómsveitin steöiir hátt jafnt í pólitíkinni sem og tónlistinni. Guðjón Bergmann Freaky Fukin' Weirdoz - Mao Mak Ma ★★★ ■ ■ Oskrar a mann Ef þú leitar að hljómsveit sem spilar kraftmikið fónkreggae, inniheldur tvo bassaleikara og tvo söngvara og er spröttin úr hinni svokallaðri MTV kynslóð, er hún fundin í „Freaky Fukin’ Weirdoz" (eins og nafnið gefur til kynna). Það em þeir Marco „Mullamann" Minnemann (trommur og slagverk), Rif Rif (gitar), A.K.A. (bassi og söngur) og Gringo (bassi og söngur) sem skipa þessa hljómsveitina sem verður að teljast til þeirra fyrirbæra sem Twilight Zone hefur fært okkur. Nýjasta afurðin heitir „Mao Mak Ma“ og líklega verður maður að líta í dýpri fræði en kvikmyndabók Maltins til að skftja þessa nafngift. Platan er uppfull af kraftmiklu rokki í bland við rapp, reggae og fónk. Þrátt fyrir hálfvitaímynd sveitarinnar eru allir meðlimir fantagóðir spilarar, en það skín mjög vel í gegn eftir smáhlustun. Platan er frábær heild en bestu lögin verða að teljast „Sticky Weed“, „Managa", „Mao Mak Ma“ og frábær endurgerð af Ian Dury laginu „Hit Me With Your Rhythm Stick“. Guðjón Bergmann Snoop Doggy Dogg - Doggy Style ★★★ Fyrirþá sem ekki skilja ensku Rapptónlistin hefur á síðari árum orðið æ umdeildari og þá fýrst og ffernst vegna þess orðbragðs og boðskapar sem fram kemur í textum margra rapparanna. Þá hafa tengsl sumra rappara við hreinræktaða glæpastarfsemi vakið upp spumingar um heilnæmi þess” að láta ungt og óharðnað fólk hlusta á þessa tónlist. Snoop Doggy Dogg er einn ir eins og Cypress Hill með lagið „Cock the Hammer", The Goats með lagið „Typical American", Onyx með frábæra útgáfu af „Slam“, Funk- doobiest með lagið „Bow Wow Wow“, SSL með lagið Mutha Made Em“ og Erick Sermon með lagið „Imma Gitz Mine“. Aðrar sveitir á plötunni eru; Boss, Comptons Most Wanted, Tim Dog, Prime Minister Pete Nice & Daddy Rich, C.E.B., Hoodratz, DMX, South Central Cartel og Da Germ. -GBG umdeildasti og umtalaðsti rappari samtímans og hann tengist öllu því sem að ofan greinir. Þannig bíður hann nú réttarhalda vegna ákæru um þátttöku í morði og þurfti að borga eina milljón dala í tryggingu tO að fá að ganga laus. Það er ekki að sökum að spyrja að sóðakjaftinum í Snoop Doggy á þessari metsöluplötu, enda er varað við orðalaginu utan á plötunni. Það kemur eflaust mörgum á óvart að þrátt fyrir óheflaða ffamgöngu í textum og tjáningu er tónlistin fjarri því að vera agressív á nokkum hátt. Fyrir það mesta er þetta værðarlegt fónk sem ekki myndi stuða nokkum mann ef textamir væra ekki með. Þeir era hins vegar mestanpart samtvinnað bölv og ragn þar sem fk er annað hvert orð. Engu að síður má finna vott af söguþræði í textunum en þeir fjalla meira og minna um Snoop sjálfan og rista ekki djúpt fyrir minn smekk. Það má eiginlega segja að þessi tónlist henti helst þeim sem ekki skilja ensku. Þær gætu metið hana hlutlaust og óháö fordómum á því sem kemur ffam í textunum. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.