Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 37 Skák Stórmótið í Unares: Karpov hefur aldrei staðið sig betur Hefur Karpov farið svona mikið fram eða var sigur hans í Linares einung- is tilviljun? Einhvern veginn hefði mátt ætla að Anatoly Karpov, sem óumdeilt var sterkastur virkra skákmanna í áratug, stigahæstur allra um árabil og þar að auki einhver farsælasti mótaskákmaður allra tíma, hefði fyr- ir margt löngu náð tindinum. Þetta afsannaði hann eftirminnilega á mótinu í Linares, 42 ára gamall. Kunnugir segja að frammistaða hans jafngildi árangri upp á 2975 Elo-stig og geri aðrir betur. Karpov lét sér ekki nægja að láta sigurinn falla að stöfum með dún- mjúkum jafnteflum, eins og hann gerði svo oft hér í eina tíð. Nú vildi hann hafa forskotiö gott - tefldi til sigurs gegn Beljavskí og afgreiddi hann í 20 leikjum. Með þessu gefur FIDE-heimsmeist- arinn Karpov heimsmeistara PCA- samtakanna - Garrí Kasparov - langt nef og vekur skákunnendur enn til umhugsunar. Hefur Karpov farið svona mikið fram að fullkomin óvissa ríki nú um það hvort K-anna sé verðugri heimsmeistari? Eða var sigur hans í Linares einungis tilvilj- un? Líklega verður þessum spurn- ingum ekki svarað nema Karpov og Kasparov leiði saman hesta sína í alvöru heimsmeistaraeinvígi í sjötta sinn. Karpov hlaut 11 vinninga af 13 mögulegum en Kasparov og Sírov deildu 2. sæti með 8,5 v. Næstur kom Bareev með 7,5 v., Lautier og Kramn- ik fengu 7 v., Anand, Topalov og Kamsky 6,5, Ivantsjúk 6, Gelfand 5,5, Illescas 4,5, Judit Polgar 4 og Beljavskí rak lestina með 2 v. Greinilegt var að Kasparov var ekki sáttur við aö horfa á „gamla fórnarlambið" hlaupast á brott með sigurinn. Hann lagði allt undir í síð- ustu skákunum en fór of geyst - tap- aði fyrir Kramnik og svo Lautier í lokaumferðinni. Kasparov fær stóran plús í sára- bætur fyrir áræði og dirfsku og raun- ar má slíkt hið sama segja um ungu mennina Kramnik (Rússlandi) og Sírov (Lettlandi) sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þegar þeir tefldu saman í næstsíðustu umferð varð úr hreint ævintýri. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Alexei Sírov Drottningarpeðsbyrjun. 1. Rf3 d5 2. d4 Bf5 3. c4 e6 4. Rc3 c6 5. Db3 Db6 6. c5 Dc7 7. Bf4 Örlítil glenna. Ef 7. - Dxf4 8. Dxb7 og Ha8 fellur. 7. - Dc8 8. e3 Rf6 9. Da4 Rbd7 10. b4 a6 11. h3 Be7 12. Db3 0-0 13. Be2 Be4 14. 0-0 Bxf3 15. Bxf3 Bd8 Skynsamleg áætlun. Svartur stefnir að því að losa um taflið með framrás e-peðsins. 16. a4 Bc7 17. Bg5 h6 18. Bxf6 RxfB 19. b5 e5 20. b6 Bb8 21. a5 exd4 22. exd4 Bf4 23. Dc2 Dd7!? 24. g3 Þeir eru ákveðnir í því að hleypa taflinu upp; Sírov með síðasta leik sínum og nú Kramnik, því að varla leikur svartur nú 24. - Bb8 og lokar drottningarhrókinn inni. 24. - Dxh3 25. Bg2 Dh5 26. gxf4 Rg4 27. Hfdl Betra en 27. Hfel Dh2+ 28. Kfl Dxf4 og d4 er einnig í uppnámi. Nú er aftur meira álitamál hvort fórn svarts stenst. 27. - Hae8 28. Hd3 Dh2+ 29. Kfl f5!? Á hinn bóginn myndi svarta sóknin fljótlega fjara út eftir 29. - Dxf4 30. Dd2. 30. Dd2 HfB 31. f3 Hótar 32. fxg4 fxg4? 33. Bxd5+ og vinna drottninguna. Hógvær leikur sem 31. - Kh8 er Sírov ekki að skapi. 31. - He4!? 1 A & A á 1 á A á A A A I A tgr it g <á? ABCDEFGH Ef nú 32. fxe4 fxe4 hefur svartur afar hættulega sókn. Einnig gefur 32. Rxe4 fxe4 33. Hc3 Hxf4 svörtum við- unandi færi því aö hvítur er bundinn í báða skó. En Kramnik hefur ekki hugsað sér að leggjast í vörn... 32. Rxd5! cxd5 33. c6 Hvítu peðin ryðjast fram. Ef 33. - Hxc6 34. fxe4 fxe4 35. Hh3 og vinnur. 33. - Hxf4 34. cxb7 He4!? Hvítur svarar 34. - Hf8 á sama hátt. 35. Hcl! Kh7 36. b8=D Önnur vinningsleið er 36. Hc8! Dg3 37. b8 = D Rh2+ 38. Kgl Hel+ 39. Dxel Rxf3 + 40. Hxf3 Dxel + 41. Kh2. 36. - Dxb8 37. fxg4 Dh2 Annars sleppur kóngurinn til gl og öllu er lokið. 38. Hf3 Hxg4 39. b7?? Svona er skákin - afraksturinn hverfur á augabragði. Á hinn bóginn gefur 39. H£2 Hfg6 40. Bxd5 hvítum vinningsstöðu. 39. - Hfg6 40. Hc2 Hxg2! 41. Dxg2 Hxg2 42. Hxg2 Dhl+ 43. Kf2 Dbl - Og hvítur gafst upp. Umsjón Jón L. Árnason Áskorenda- og opinn flokkur að hefjast Nk. laugardag, 26. mars, kl. 14 hefst keppni í áskorenda- og opnum flokki á Skákþingi íslands og lýkur 4. apríl. Tefldar veröa 9 umferðir, 2 klst. á 40 leiki og síðan 1 klst. til að ljúka skák- inni. í áskorendaflokki eiga þátttökurétt tveir efstu menn úr opnum flokki 1993, unglingameistari íslands og skákmeistari kvenna sama ár, sex efstu menn svæðismóta og loks skák- menn með 1800 Elo-stig eða meira. í opnum flokki gefst öllum kostur á að taka þátt. Teflt er í Faxafeni 12 og skráning er á mótsstað klukku- stundu áður en tafl hefst. Alþjóðlegt mót í Kópavogi Laugardaginn eftir páska hefst al- þjóðlegt skákmót í Digranesskóla í Kópavogi og stendur í níu daga. Þátt- takendur verða um tuttugu, þar af a.m.k. átta erlendir keppendur. Mót- ið er öðrum þræði hugsað til þess aö gefa íslenskum skákmönnum tæki- færi til að krækja í áfanga að alþjóð- legum meistaratitlum. Taflfélag Kópavogs hefur veg og vanda af mótshaldinu. Það verður með svip- uðu sniði og alþjóðlegt mót Taflfé- lagsins Hellis í haust sem þþtti sér- lega skemmtilegt á að horfa. Stigahæstur keppenda verður ung- verjinn Zoltan Almasi, heimsmeist- ari undir 18 ára en hann hefur 2610 stig. Þá er von á enska stórmeistar- anum Mark Hebden, grísku stór- meisturunum Grivas og Skembris (sem vann Timman eftirminnilega í einvígi í fyrra) og alþjóðlegu meistur- unum Bjarke Kristensen, Dan- mörku, og Emms, Wells og Kumaran frá Englandi. íslensku stórmeistar- arnir Jón L. Árnason og Hannes Hlíf- ar Stefánsson eru skráðir til leiks svo og Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Gíslason og Tómas Björnsson en aðr- ir hafa ekki gefið endanleg svör um þátttöku. Öðlingamót Miðvikudaginn 23. mars kl. 19.30 hefst svonefnt „öölingamót'1 Taflfé- lags Reykjavíkur í Faxafeni sem ætl- að er fertugum skákmönnum og það- an af eldri. Tefldar verða 7 umferöir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími 90 mín. á 30 leiki og síðan 30 mín. til að ljúka taflinu. Teflt á miðvikudags- kvöldum og öllum öðlingum heimil þátttaka. Bridge Undankeppni íslandsbankamótsins 1994: Sveit Glitnis sat eftir Undankeppni íslandsbankamóts- ins 1994 var spiluð á Hótel Loftleiðum um sl. helgi og urðu úrslit nokkuð hefðbundin. Eina undantekningin var sú að sveit Glitnis náði ekki inn í úrslitakeppnina en hún hefir sem kunnugt er fyrrverandi heimsmeist- ara innanborðs auk annarra þraut- reyndra bridgemeistara. Þær sveitir sem náðu að komast í úrslitakeppnina, sem spiluð verður um bænadagana að hefðbundnum hætti, eru þessar: Sveit VÍB, sveit DV, sveit Magnús- ar Magnússonar, sveit Hjólbarða- hallarinnar, sveit Bíóbarsins, sveit Tryggingamiðstöðvarinnar, sveit Metró, sveit Landsbréfa, sveit S. Ár- manns Magnússonar og sveit Spari- sjóðs Siglufjarðar, núverandi ís- landsmeistara. Umsjón Stefán Guðjohnsen Sveit Landsbréfa vann sinn riðil á sannfærandi hátt, meðan mikil spenna ríkti milli sveita í öðrum riðl- um. íslandsmeistararnir frá Siglu- firði urðu í öðru sæti eftir harða bar- áttu við sveit Icemac, sem skipuð er ungum og upprennandi spilurum. Icemac vann Siglfirðingana naum- lega en tapaði illa fyrir sveit Lands- bréfa. Það tap gerði vonir þeirra um úrslitasæti aö engu. Viö skulum skoða eitt spil frá þeirri viðureign. V/0 * K10763 V G6 ♦ Á + KD874 * - ¥ ÁD109853 ♦ D984 + G2 * ÁD8542 ¥ K ♦ KG63 + 105 * U9 * 742 * 10752 -I. Á nco Með Hlyn Garðarsson og Gunnlaug Karlsson í n-s en fyrrverandi heims- meistara, Jón Baldursson og Guð- mund Pál Arnarson, í a-v gengu sagnir á þessa leið : Vestur Norður Austur Suður 4 hjörtu dobl 5hjörtu! 6spaðar pass pass Ég býst viö að á flestum borðum heföi vestur opnað á fjórum hjörtum og síðan hefði norður doblað eða sagt fjóra spaða. Hins vegar býst ég ekki við að margir hefðu fundið fimm hjarta sögnina á spil austurs eins og Jón Baldursson gerði við doblinu. Hann setur suður gersamlega upp að vegg og hver getur láð honum að stökkva í hina vonlausu slemmu. Við hitt borðið spiluðu Sævar Þor- björnsson og Sverrir Ármannsson fjóra spaða og unnu fimm. Það voru 11 impar og stór áfangi í 25-2 vinn- ingi Landsbréfa. Einn sagnhafi fékk að vinna sex spaða en erfitt er að geta sér til um hvemig það tókst. lag Horaa- fjarðar Aðalsveitakeppni félagsins er nú lokið eftir jafna og spennanöi keppni og sveit Borgeyjar hafði sigur á endasprettinum. Lokast- aða efstu sveita varð þannig: 1. Borgey 146 2. Hótel Höfn 138 3. Gunnar P. Halldórsson 131 4. Skrapsveitin 129 Sveit Borgeyjar skipuðu Ágúst Sigurðsson, Baldur Kristjánsson, Helgi H. Ásgrímsson, Ólafur Magnússon og Sigurpáll Ingi- bergsson. Jafnramt var reiknaö- ur Butler og stóðu Ágúst Sigurðs- son og Baldur Kristjánsson í Bor- geyjarsveitinni sig best, fengu 263 impa í hagnað, Gunnar P. Hall- dórsson og Jón Níelsson fengu 159 impa og Árni Stefansson og Jón Sveinsson fengu 139 impa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.