Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1994, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 25. MARS 1994 Sýningar Ásmundarsafn Sigtúni, sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Náttúran i list Ásmundar Sveinssonar. Safnið er opið kl. 10-16 alla daga. Gallerí 11 Skólavörðustig 4a Ása Hauksdóttir sýnir lágmyndir. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 til 2, apríl. Gallerí Greip Hverfisgötu 82, Vitastígsmegin Þar stendur yfir sýning á verkum Sigriðar Ól- afsdóttur. Á sýningunni eru geometrísk mál- verk, lágmyndir og klassiskur útsaumur. Sýn- ingin stendur til 6. apríl og er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Gallerí Listinn Hamraborg 20a, Kópavogi Jónína Magnúsdóttir, Ninný, sýnir málverk. Myndirnar á sýningunni eru unnar með bland- aðri tækni á pappír. Sýningin stendur til 20. mars og er opin daglega kl. 13.30-18. Gallerí Borg v/Austurvöll Guðni Harðarson sýnir. Umhverfismál er efni flestra verkanna og nefnist sýningin „Þegar öllu er á botninum hvolft". Sýningin er opin daglega kl. 12-18, um helgar kl. 14-18 og lýkur henni 22. mars. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Tumi Magnússon sýnir „fljótandi uppstilling- ar". Listamaðurinn sýnir smámyndir unnar með oliu á striga. Sýningin er opin á verslunar- tíma á virkum dögum kl. 10-18. Sýningunni lýkur 30. mars. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Sigriður Kristinsdóttir sýnir textílmyndverk. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni á tau. Sýningin stendur til 30. mars og er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnu- daga kl. 14-18. Gerðuberg Guðjón Ketilsson sýnir í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Verkin, sem Guðjón sýnir, eru lágmyndir og gólfverk unnin í tré. Sýning- in er opin kl. 10-22 mánudaga til fimmtudaga og kl. 13-16 föstudaga til sunnudaga. Sýn- ingunni lýkur 20. mars. Götugrillið Borgarkringlunni Fimmtudaginn 18. mars opnaði Sigurður Vil- hjálmsson sýningu sem stendur til 20. apríl. Myndirnar eru sýn listamannsons af landinu, birtunni, fegurðinni og öllum þeim marg- breytileik náttúrunnar sem við höfum I kring- um okkur. Hafnarborg Strandgötu 34 Baltasar og Kristjana Samper sýna verk sín. Á sýningu Kristjönu eru 10 skúlptúrar og sex lágmyndir. Baltasar sýnir sautján málverk og sex teikningar. Sýningin stendur til 20. mars og er opin kl. 12-18 alla daga vikunnar nema þriðjudaga. I kaffistofu sýnir Kristbergur Pét- ursson málverk. Kaffi Mílanó FaxateniH Guðrún H. Jónsdóttir (Gígja) sýnir málverk. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, kl. 9-1 föstudaga og laugardaga og 9-23.30 sunnudaga. Kjarvalsstaðir Þar standa yfir þrjár sýningar. Sýning á verkum eftir Ragnheiði Jónsdóttur, sýning á skúlptúr- um eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur og sýning á verkum eftir Jóhannes Svein Kjarval. Þá stendur einnig yfir Ijóðasýning þar sem sýnd eru Ijóð eftir Ólaf Kárason. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 10-18 og standa sýningar Ragnheiðar, Sólveigar og Ijóðasýningin til 27. mars og Jóhannesar til 8. maí. Listasafn ASÍ Grensásvegi16 Anna Gunnlaugsdóttir sýnir. Verkin á sýning- unni eru unnin á síðustu þremur árum á mas- hónít með akrýl og sandi. Sýningin stendur til 27. mars og er opin kl. 14-19 alla daga vikunnar nema miðvikudaga. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, simi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inn- gangur frá Freyjugötu. Listasafn íslands Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Jóns Gunnars Árnasonar sem lést árið 1989. Sýn- ingin gefur heildarmynd af fjölbreyttum ferli listamannsins í áratugi. Sýningin stendur til 13. mars og er opin daglega nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofan er opin á sama tima. . Gestur P. Reynisson kennari ásamt nemendum á vélstjórnarbraut sem hönnuðu heljarmikið vélmenni. DV-mynd ÆMK Fjölbraut Suðumesja: Iistsýning nemenda Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum „Á sýningunni eru yfir 80 verk frá nemendum í þeim áfóngum sem þeir stunda. Auk þess hafa nokkrir dund- aö við að gera sín eigin verk undan- farna daga sem einnig verða á sýn- ingunni. Þá verður starfsemi skóla- félagsins kynnt gestum og stjórnar- menn munu sitja fyrir svörum," sagði Gestur Reynisson, formaður nemendaráðs Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Nemendur skólans munu halda sýningu á starfi og verkum sínum og er hún opin almenningi. Búist er við miklu fjölmenni á sýningu nem- endanna. Setningin hefst kl. 13 á laugardag og aö lokinni stuttri at- höfn er gestum boðið að ganga um skólann og njóta sýningarinnar. Op- ið verður í Fjölbrautaskóla Suður- nesja bæði á laugardag og sunnudag frá kl. 13-18. Meðal þeirra verka sem verða sýnd má nefna vélmenni, húsgögn, kvik- myndir og málverk, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður boðið upp á kórsöng. „Það koma áreiðanlega margir for- eldrar nemendanna til þess að skoða sýninguna og sjá húsakynni skólans sem fjölmargir hafa ekki séð. Það tekur tvo daga að koma sýningunni upp. Norræna húsið: Biblíuteikn- ingar og far- andsýning Tvær sýningar verða opnaðar á laugardag í Norræna húsinu. Annars vegar er sýning á teikningum eftir norska listamanninn Olav Christo- pher Jenssen og hins vegar sýning á myndum sem danska listakonan Bodil Kaalund gerði við biblíuna. Sýning á verkum Olavs Christo- phers er farandsýning sem kemur hingað til lands í samvinnu við Nor- rænu listamiöstöðina á Sveaborg. Bodil Kaalund vann í tæp sjö ár við þetta mikla verkefni og gerði nokkur hundruð mynda en 160 þeirra prýða biblíu sem kom út í nýrri þýðingu á vegum Hins danska biblíufélags 1992. Höggmyndir SverrisíMexíkó Nýverið var opnuð einkasýning á höggmyndum Sverris Ólafssonar í Nútímalistasafninu í Tlaxcala í Mex- íkó. Sýningin, sem haldin er í boði borgarstjórnar Tlaxcalaborgar, hef- ur hlotið frábærar viðtökur íjölmiðla og meðal annars verið um hana fjall- að í Ríkissjónvarpinu í Mexíkó auk fjölda dagblaða. Nýlega er lokið sýningu á verkum Sverris í Kunstlerhaus Art Gallery í Cuxhaven í Þýskalandi. Þá hefur Sverri einnig borist boð um þátttöku í The Osaka Triennal í Osaka í Japan og í stórri alþjóðlegri höggmynda- sýningu í Rio de Janeiro í Brasilíu síðar á þessu ári. Leirlistarsýning Listakonan Elísabet Haraldsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu í Borgarnesi á laugar- dag kl. 16. Á sýningunni eru leirlist- arverk. Snorri Öm Snorrason leikur á lútu við opnunina. Sýningin stend- ur til sunnudagsins 24. apríl. Á sýningunni eru Ijósmyndir, leir- munir, skúlptúrar og hálsmen. DV-mynd Brynjar Gauti. Ljósmynda- gallerí 1 Hafnarfirði Eina ljósmyndagallerí sinnar teg- undar hefur verið opnað að Strand- götu 39 í Hafnarfirði. „Með þessu framtaki er fólki gefinn kostur á að kaupa ljósmyndir eftir íslenska ljósmyndara. Þeir sem verða hjá mér til að byrja með í opn- uninni era Sigríður Erla, Sverrir Ólafsson, Leifur Þorsteinsson, Ragn- ar Axelsson, Sigurgeir Sigurjónsson og Ólafur Sverrisson,“ segir Lárus Karl Ingason ljósmyndari sem opnað hefur ljósmyndagallerí í Hafnarfirði. Lárus hefur að mestu leyti fengist viðauglýsingaljósmyndun. -em Akureyri: Málverka- sýning í Iist- húsinu Þingi Listamaðurinn Sigurbjörn Jónsson opnar sýningu í Listhúsinu Þingi, Hólabraut 13 á Akureyri, á laugar- dag. Sigurbjörn hefur haldið einka- sýningar í University Press Books í New York árið 1988, Nýhöfn 1990, Gallerí G151991 og Gallerí Borg árið 1993. Núna sýnir Sigurbjöm nýjar myndir sem allar eru til sölu. Hljóðfæraleikararnir Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson og Ami Friðriksson munu skemmta sýning- argestúm. Hafnarborg: Yfirlitssýning Listamaðurinn Henrik Vagn Jens- en opnar á laugardag yfirlitssýningu á verkum sínum í Hafnarborg. Hen- rik hefur fengist við flest svið mynd- listarinnar, svo sem teikningu, mál- verk og skúiptúr. Hann telur að sú reynsla hafi nýst honum vel í grafík- inni sem verið hefur hans aðalvið- fangsefni síðustu fjörutíu ár. Á sýningunni í Hafnarborg eru handunnin grafikverk en sumar að- ferðirnar við gerð þeirra hefur hann þróað sjálfur og lýsir þeim í bók sinni Eget tryk. Guðrún Kristjánsdóttir lærði hjúkrun áður en hún sneri sér að myndlist- inni. Lágmyndir og málverk Guðrún Kristjánsdóttir opnar myndlistarsýningu í Gallerí Sólon íslandus, Bankastræti 7, á laugardag kl. 14. Á sýningunni verða lágmyndir úr tré og málverk. Viðfangsefni verk- anna er íslenskur sjóndeildarhring- ur. Guðrún útskrifaðist sem hjúkrun- arfræðingur árið 1971 og vann við hjúkrun í allmörg ár. Hún stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur samhliða hjúkrunarstörfum. Á ár- unum 1977-79 stundaði hún nám í Frakklandi. Síðastliðin tíu ár hefur Guðrún eingöngu starfað að mynd- list. Hún hélt sína fyrstu einkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum árið 1986 og hefur haldið átta einkasýningar hér á landi og erlendis. Sýningar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Þar stendur yfir sýning sem ber heitið Hug- mynd - Höggmynd úr vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar. Úrval verka frá ólíkum timabilum I list Sigurjóns hefur verið sett upp. Sérstók leiðsögn um safnið er á sunnudögum kl. 15 fyrir börn og foreldra. Sýningin mun standa fram á vor og er sérstaklega hönnuð með skólafólk í huga. Safnið er opið á laugardög- um og sunnudögum kl. 14-17 og kaffistofan líka. Listasafn Háskóla Íslands í Odda, simi 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum i eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listhúsiö Laugardal Sjofn Har sýnir olíumálverk og tússlitamyndir I sýningarsal sínum. Verkin eru flest frá árinu 1993. Sýningin er opin á verslunartíma List- hússins. ListhúsiðÓfeigur Skólavörðustíg 5 Þar stendur yfir samsýning sjö myndlistar- manna. Hefur sýningin hlotið nafnið Stefnu- mót tveggja erlendra listamanna og fimm hérlendra. Sýningin er opin á verslunartima. Sýningin er sölusýning. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Uppl. I síma 611016. Norræna húsið islensk grafík 25 ára. 31 félagsmaður sýnir 91 verk, unnin með hinum ýmsu aðferðum grafiklistarinnar. i anddyri hússins stendur yfir sýning sem nefnist Finnland - författare - kvinnor. Þetta erveggspjaldasýning - kynning á 28 finnskum kvenrithöfunum frá þessari öld. Sýningarnar standa til 20. mars og eru opnar alla daga vikunnar kl. 13-19. Nýlistasafnið Vatnsstig Þar er nú sýning til heiðurs Jóni Gunnari Árnasyni. Á sýningunni eru verk nokkurra listamanna sem tengdust Jóni, samtíma- manna hans I listinni og nemenda. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og lýkur henni 27. mars. Portið Strandgötu 50, Hafnarf. Rut Rebekka sýnir að þessu sinni myndir unnar annars vegar með oliuþurrpensili á pappír og hins vegar stórar tússteikningar. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarf., simi 54321. Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Aðgangur ðkeypis. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sími 13644 Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónsson- ar. I vetur verður safnið opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga kl. 13-17. SPRON Álfabakka 14 Listaverk eftir Þórdísi Árnadóttur til sýnis i útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka. Sýningin stendur til 22. april og er opin virka daga kl. 9-16. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Áslaug Höskuldsdóttir leirlistarkona opnar sýningu á morgun kl. 14. Hún sýnir kerta- stjaka og vasa og einnig leirmyndir. Sýningin er opin kl. 14-18 daglega og lýkur henni 27. mars. Þjóðminjasafn íslands Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. ísland í augum Hvítrússa Sýningin „ísland I augum Hvítrússa" verður opnuð I húsakynnum MÍR, Vatnsstig 10, á morgun kl. 14. Á sýningunni eru myndverk eftir hvítrússneska listamanninn Arlen Kash- kúrevitsj. Sýníngin verður opin næsta hálfa mánuðinn, á virkum dögum kl. 17-18 og um helgar kl. 15-18. Slunkaríki ísafirði Kristbergur Pétursson sýnir málverk. Sýningin stendur til 20. mars og er opin fimmtud- sunnud. kl. 16-18. Á sýningunni eru málverk unnin á þessu og sl, ári. Listasafnið á Akureyri Þar stendur yfir sýning á portrett-teikningum Jóhannesar S. Kjarvals. Sýningin stendur til 30. mars. Listasafnið er opið alla daga kl. 14-18, lokað mánudaga. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.