Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1994, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 25. MARS 1994 Stjömubíó: Forsýning á Philadelphia Stjömubíó forsýnir stórmyndina Philadelphia á föstudagskvöld kl. 21.00. Óskarsverölaunahafinn Tom Hanks leikur aöalhlutverkið en hann fékk einmitt óskarinn sem besti karl- leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Philadelphia. Stórleikarinn Denzel Washington fer einnig með mjög stórt hlutverk. Myndin hefur hlotiö einróma lof gagnrýnenda í Banda- ríkjunum og Evrópu og aðsókn hefur verið mjög góð. Þykir myndin lýsa lífi eyðnismitaðra á raunsæjan hátt. Vinsæll lögfræðingur, Andrew Beckett, sem Tom Hanks leikur, veröur fyrir því áfalli að vera rekinn frá lögfræðifyrirtæki því sem hann vinnur hjá þegar í ljós kemur að hann er smitaður af eyöni. Beckett ræður sér mjög færan lögfræðing, Joe Miller, sem Denzel Washington leikur, sem á að hjálpa honum að fá vinnuna aftur. Leikstjórinn, Jonathan Demme, segir kvikmyndina Philadelphia fjalla um menn, konur, eyðni, lög- fræöinga, vináttu, barneignir, um það að vera samkynhneigður, gagn- kynhneigður, um ameríska réttar- kerfið, hjartasorgir, hlátur eða með öðrum orðum, hún íjallar um Amer- íku nútímans. íslenskir bíógestir eru vanari því að sjá Tom Hanks í gamansömum hlutverkum en fá nú að sjá hann spreyta sig á hlutverki með aivarleg-' Tom Hanks og Denzel Washington i hlutverkum sínum í Philadelphia. um undirtóni. Hann hefur leikið í myndum eins og Sleepless in Seattle, A League of Their Own, Splash, Big, Nothing in Common og Punchline svo eitthvað sé nefnt. Bíógestir geta meðal annars séð Denzel Washing- ton leika á móti Juliu Roberts í kvik- myndinni Pelikanaskjalið sem sýnd er í Sam-bíóunum um þessar mundir. -em Kvikmyndir BÍÓBORGIN Simi 11384 Pelikanaskjalið Vel heppnaður spennutryllir um víðtækt sam- særi í Washington. Stjörnuleikarar standa vel fyrir sínu. -HK Hús andanna ★★★!/! Bille August hefur tekist að gera áhrifamikla og vandaða kvikmynd, mynd sem hrærir við tilfinningum og læturengan ósnortinn. -HK BÍÓHÖLLIIM Sími 78900 Beethoven 2 ★ 'A Það stendur upp úr annars slakri gamanmynd eru hinir skemmtilegu St. Bernhardshundar sem standa mennskum leikurum mun framar í túlkun. Einnig sýnd í Háskólabiói. -HK Á dauðaslóð * Karatesnillingurinn Steven Seagal sparkar og sprengir I nafni náttúruverndar í slappri frum- raun sinni sem leikstjóri. -GB Aladdin ★★★ Aladdin er einstaklega vel heppnuð teikni- mynd. islensku leikararnir, sem tala inn á myndina með Ladda í broddi fylkingar, ná góðumtökumápersónunum. -HK SAGA-BÍÓ Sími 78900 Mrs. Doubtfire ★★★ Robin Williams er frábær. Hann sýnir allar sinar bestu hliðar sem gamanleikari í tvöföldu hlutverki. Góð skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. -HK HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Listi Schindlers *** Spielberg tvinnar saman helförina og starf- semi þýsks striðsmangara í Póllandi með misjöfnum árangri en veitir óneitanlega eina bestu innsýn til þessa i kafla mannkynssög- unnarsemmáekkigleymast. -GE I nafni föðurins ★★★'/J Áhrifamikil og sterk kvikmynd frá írska leik- stjóranum Jim Sheridan. Daniel Day Lewis og Pete Postlethwaite eru mjög góðir í hlut- verkum feðga sem verða fórnarlömb haturs. -HK Julia Roberts og Denzel Washington i hlutverkum sínum i Pelikanaskjalinu. Sambíóin: Pelikanaskjalið Sambíóin hafa tekið til sýningar spennuþriller Alans J. Pakula, Pelik- anaskjalið sem skartar þeim Juliu Roberts og Denzel Washington í aðal- hlutverkunum. Laganeminn Darby Shaw, Julia Roberts, flækist óvart í morðmál og verður vitni að morðum á tveimur hæstaréttardómurum á stuttum tíma. Derby tekst að ráða gátuna og komast að því hverjir morðingjarnir eru en á sama tíma er hún ekki leng- ur hult. Hringurinn utan um hana þrengist smátt og smátt. Derby endar einsömul á hótelher- bergi í Washington þar sem hún reynir aö fela sig fyrir morðingjan- um. Hún setur allt sitt traust á ókunnan rannsóknarblaðamann, Gray Grantham, Denzel Washington, sem elskhugi hennar, Callahan, hef- ur mikið álit á. Darby trúir Grant- ham fyrir sögu sinni og segir honum nákvæmlega frá því sem hún skrifaði í „Pelíkanaskjalinu" svokallaða þar sem hún fjallaði um morðin á hæsta- réttardómurunum og um manninn sem stendur á bak við morðin tvö. í skjalinu kemur einnig fram hvernig uppljóstrun málsins leiddi inn í innsta hring ríkisstjórnarinnar. Ef Grantham tekst að birta söguna áður en morðingjarnir hafa uppi á Darby eiga þau bæði einhverja von um aö lifa af. Myndin er gerð eftir metsölubók Johns Grisham sem einnig skrifaði The Firm. -em Örlagahelgi ☆☆* Hin endanlega kvennréttindafantasía, þar sem ómögulegur karlpeningurinn fær loks að kenna á því. Óútreiknanleg og þræl- skemmtileg. -GE Leið Carlitos ★★'A Kröftug mynd frá Brian de Palma um fyrrum glæpamann sem gengur erfiðlega að koma undir sig fótunum á heiðarlegan hátt. Stór- leikur hjá Al Pacino. -HK Vanrækt vor ★★'/: Kennarar á móti nemendum í dönskum efri- stéttarskóla ca 1950. Myndin leggur áherslu á léttari hliðar kaldhæðninnar. Kennaratýp- urnarerusérlegavelheppnaðar. -GE LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Leiftursýn ★ ’/i Þokkaleg spennumynd um blinda konu sem fær hálfa sjón og baráttu hennar við að sann- færa lögguna um að hún geti borið kennsl á morðingja. -GB Dómsdagur ★★ Spennandi tryllir um unga menn sem villast af leið i borgarfrumskóginum. Kemur á óvart. -GB Banvæn móðir *'A Heldur billegur sálfræðitryllir um snarklikkaða konu sem á sér þá ósk heitasta að fjölskyldan sameinistáný. -GB REGNBOGINN Simi 19000 Háskólabíó: Iifmitt Háskólabíó hefur tekið til sýninga dramatísku kvikmyndina My life eða Líf mitt. Bob og Gail Jones, Michael Keaton og Nicole Kidman, eiga von á sínu fyrsta bami þegar í ljós kemur að Bob er með krabbamein. Ekki er víst að hann lifi það að sjá barnið. Á meðan Bob er að berjast við sjúk- dóminn ákveður hann aö búa til myndband af lífi sínu sem gjöf til bamsins. Meðan á gerð myndbands- ins stendur kemst Bob að því að hann hefur engan skilning á því hver hann er eða um hvað líf hans hefur snúist fra til þessa. Bob fer í ferðalag sjálfskoðunar og hann finnur huggun og hjálp í að grafast fyrir um sitt fyrra líf. Leikstjóri myndarinnar, Bruce Joel Rubin, stígur hér sín fyrstu skref í leikstjórn en hann skrifaði handritiðsjálfur. -em Michael Keaton og Nicole Kidman í hádramatískri kvikmynd, Líf mitt. Regnboginn: Germinal **!4 Niðurdrepandi stórmynd um eymd, volæði og verkfóll kolanámufólks en góður efniviður skáldsögu Emile Zola og frábær leikhópur heldur henni uppi. -GE Far vel, frilla mín **!/2 Stórglæsileg mynd um róstusamt lif tveggja óperusöngvara sem nær samt aldrei flugi vegna fjarlægðar við persónurnar. -G E Arizona Dream *‘/2 Evrópskur leikstjóri varpar Ijósi á tálsýn drau- malandsins. Góðir punktar inn á milli en heildin ber þess merki að hann hafi látið of mikið eftir eigin duttlungum. -GE Kryddlegin hjörtu ★★★ Heillandi frásagnarmáti i bragðmikilli og dramatískri mynd þar sem ýkjukennd sagna- hefð nýtur sín vel. Athyglisverð og vel leikin kvikmynd i háum gæðaflokki. -HK Píanó ★★★ /i Pianó er einstaklega vel heppnuð kvikmynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótik með öllum sinum öfgum er myndin aldrei yfirþyrmandi dramatísk. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi 16500 Dreggjar dagsins ★★★★ Anthorty Hopkins er maður dagsins i þessari úrvalsmynd um þjóninn Gtevens sem missir af lífsins strætó en vill bæta fyrir mistök sin. -GB Fleiri pottormar ★VI Hugmyndin var góð i fyrstu myndinni en er orðin útþynnt og að láta hunda hugsa eins ogmanneskjurerfullmikiðafþvígóða. -HK Morögáta á Manhattan ★★★ Léttur og leikandi Woody Allen og félagar í þráhyggjuleit að meintum morðingja. -GB i kjölfar morðingja ★★ Bruce Willis í banastuði sem fljótalógga i Pittsburgh í spennandi eltingaleik við band- óðan fjöldamorðingja. Hasar i góðu meðal- lagi. -GB Lævís leikur í dag frumsýna Regnboginn og Borgarbíó á Akureyri samtímis spennumyndina Malice sem hlotið hefur nafnið Lævís leikur í íslenskri þýðingu. Malice var vel tekið í Bandaríkjunum þar sem myndin fór beint á toppinn við útgáfu fyrr í vet- ur. Sömu sögu var að segja frá heims- borginni London enda er atburðarás myndarinnar afar hröö og hörku- spennandi með afar óvæntri fram- vindu og fléttan kemur sannarlega á óvart. í örstuttu máli fjallar Lævís leikur um ástir, svik og launráð þar sem við sögu kemur ungt par, Tracy og Andy, sem Nicole Kidman og Bill Pullman leika, og afdrifarík kynni þeirra af skurðlækninum Jed (Alec Baldwin). Leikstjóri Malice er Harold Becker sem einnig leikstýröi spennumynd- inni Sea of Love með A1 Pacino í aðal- hlutverki. Framleiðendur eru auk Beckers þau Rachel Pfeffer (A Few Good Men) og Charles Mulvehill og handrit myndarinnar skrifuðu Aaron Sorkin ( A Few Good Men) og Scott Frank (Dead again). -em Nicole Kidman leikur eitt aðalhlutverkanna i Lævísum leik. X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.