Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1994, Blaðsíða 4
44 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994 l@nlist_______________________________________________________________________dv Safnplötuútgáfa: Ringulreifað Löngum hafa hljómplötuútgef- endur gefið út safnplötur. Það hefúr verið gert í ýmsum tilgangi, jafnt til að kynna nýja íslenska tónlistar- menn sem og erlenda og svo auðvitað til þess að halda lífi í þeim rótgrónu. Þetta ár mun ekki verða neitt öðruvísi hvað þessi mál varðar og eru safnplötumar strax famar aö streyma inn á markaðinn. Hljómplötuútgáfan Spor hefur verið dugleg hvað þessi mál snertir og er nú að gefa út aðra og þriðju safnplötu sína á þessu ári. Plötumar heita Algjört Kúl og Ringulreif en reif virðist vera vaxandi tónlist- arstefna á íslandi þar sem þetta er önnur platan í þeim geira á þessu ári. íslenskt Á plötunni Ringulreif er að fmna leifar tríósins Todmobile sitt í hvom lagi. Andrea og Þorvaldur hafa stofnaö saman hljómsveitina Úr kvikmynd - In the Name of the Father: ★ ★ ★ Mikið samræmi er í tónlistinni á plötunni og hún er í góðum tengslum við efni myndarinnar. Úrvalsvinna hjá úrvalsfólki. -HK Garth Brooks- In Pieces: ★ ★ ★ In Pieces samanstendur af mörgum smáum bútum og brotum af ýmsum tónlistarstefhum sem mynda sterka heild^infaldlega góða plötu. -SþS Úr kvikmynd - Philadelphia: ★ ★ ★ Philadelphia er sérstaklega góð og heilsteypt plata af kvikmyndatónlist- arplötu að vera og nú er bara að bíða og sjá hvort myndin er eins góö og platan. -ÁT Blind Melon - Blind Melon: ★ ★ ★ ★ Hljómsveitin spilar ögrandi melódíur og rödd Shannon Hoon vekur verö- skuldaða eftirtekt, skerandi en samt melódisk og með afbrigðum kröftug. -GBG Smokin Suckaz Wit Logic - Playin' Foolz: ★ ★ ★ Góðir rapptextar, fullir af ádeilu með föiik- og rokkáhrifum sem hafa góð áhrif á heildarmynd plötunnar. -GBG Atomic Swing - A Car Crash into the Blue: ★ ★ ★ Plata Atomic Swing er eitt besta byijendaverk ársins 1993, einkennandi við plötuna eru óhefðbundnar hijóma- samsetningar og áheyrilegar laglínur. -GBG Freaky Fukin' Weirdoz - Mao Mak Ma: ★ ★ ★ Kraftmikið Funkreggae í anda MTV- kynslóðarinnar með fantagóðum spilur- um. Platan er frábær heild. -GBG Crowded House -Together Alone: ★ ★ ★ Þeir sem hafa ánægju af vandaðri melódískri popptónlist ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara. -SþS Hijómsveitin Suede er ein fjölmargra á safnplötunni Algjört Dúettinn 24/7 sækir nafn sitt i 24 klukkustundir dagsins og Tweety og eru hér með sitt fyrsta lag undir því nafni sem er á ensku og heitir So Cool. Þetta eru þó engin nýmæh þar sem hljómsveitin Bong, Móeiður og Eyþór, hefur leikið þennan leik áður og er nú með fjórða lag sitt á þessari plötu og ber það nafnið Furious. Þetta eru einu íslensku sveitimar á plötunni. íslenskuleysi Ringul- sjö daga vikunnar. plötunni Ringulreif. reifsins er hins vegar bætt upp á plötunni Algjört Kúl með sjö islenskum lögum. Algengasta nafn plötunnar virðist vera Eiður Am- arson bassaleikari en hann spilar í fjómm af þessum sjö lögum sem verður að teljast nokkuð gott. Nýjar sveitir á plötunni eru hljóm- sveitimar Vitrun, Blackout og Fantasía (sem átti athyglisverðasta Nýjustu smáskífu hans er að finna á lagið í Landslagskeppninni ekki alls fyrir löngu). Valgerður Guðnadóttir er einnig þama með lagið I Don’t Know how to Love Him úr uppsetningu Versló á Jesus Christ Superstar og Selma Bjömsdóttir kemur einnig inn með nýtt lag sem ber nafnið Kikn’ Af Kikki (hvað svo sem það þýðir). Richard Scobie er einnig með lag pEftugagnrýni Ýmsir- Eva Luna ★★★ Hæfirvið- fangsefninu Egill Ólafsson á aö baki langan og farsælan feril sem tónlistarmaður, bæði sem söngvari og tónskáld. Hann var ein aðaldriffjöðurin í þremur hljómsveitum, Stuðmönnum, Spilverki þjóðanna og Þursa- flokknum. Á þeim vettvangi sýndi hann oft á tíðum hæfileika á breiðum grundvelh. Til að mynda er varla til ólíkari ferill hjá Stuðmönnum, þar sem léttleikinn og húmorinn var ávallt í fyrirrúmi, og Þursaflokknum þar sem tekist var á við ramm- íslenskt efni sem tengt var nútím- anum. Þessi tónlistarlega breidd kemur einnig fram á tveimur góðum plötum sem hann hefúr gert undir eigin nafrii. Það ætti því engum að koma á óvart sem fýlgst hefúr með Agli að hann skuli færa út kvíamar og nýta krafta sína í þágu leikhússins, sérstaklega þegar haft er í huga að meðfram tónlistinni hefúr hann starfað sem leikari með góðum árangri. Tónlist og söngtextar Egils við leikgerð hinnar þekktu skáldsögu Isabel Allende, Evu Lunu, er eins og við mátti búast fúllskapað og vel heppnað verk. Lögin í sýningunni, sém byggjast að mestu á nokkrum melódískum stefjum, eru grípandi og flutningur í flestum tilfellum sérlega góður, en af flutningsmönnum er á engan hallað þótt Edda Heiðrún Backman sé tekin út úr fyrir frá- bæran flutning. Eins og gefúr að skilja eru suöur- amerísk áhrif mikil í tónlistinni en þó má einnig gréina áhrif frá þekktum söngleikjatónskáldum og má þar nefna Kurt Weil. Sú heiilandi heildarstemning sem er yflr þeim sextán lögum sem eru á geisla- plötunni er ekki síst að þakka Ríkaröi Emi Pálssyni sem útsetti lögin. Eftir hans handbragð verða þau að sjálfstæðu leikhúsi sem veitir mikla ánægju. Hilmar Karlsson Therapy? - Troublegum ★★★★ Besta rokk síðan...? Árið 1991 kom út plata. Platan hét/heitir Nevermind og var ástæða þess að hijómsveitin Nirvana skaust upp á stjömuhimininn. Nú, áriö 1994, hefUr ný hljómsveit tekið völdin. Rokktríóið Therapy? hefur nú gefið út aðra plötu sína sem ber nafnið Troublegum. Andrew James Caims (gítar), Fyfe Ewing (trommur og Michael McKeagan (bassi) kippa hreinlega undan manni fótunum með gífurlega kraftmiklu rokki og heiftar- legum textum sem þó bera með sér töluverða merkingu. Fyrsta lag plötunnar, Knives, er óður til sjálfsmorðshugleiðinganna, hvaðan sem þær koma, en þessu er svo snúið til betri vegar í laginu Hellbelly þar sem textinn gengur út á að þú sért „Jesús án þjáninganna.. .“. Einfaldleiki heitanna, innsæi textanna og þyngd spilamennskunnar mynda einstaka heild. En jafnframt því að vera góö getur platan verið hálfyffrþyrmandi og þess valdandi aö erfitt getur verið að halda hana út í heilu lagi. Platan venst hins vegar ekki einungis heldur gagntekur hlust- andann sem ekki veit hverra veðra er von. Nafliið Therapy? ber með sér ákveðna ímynd sem hljómsveitin stendur óafvitað undir í tónsmíðum og textagerö. Án þess að gera lítið úr öðrum lögum plötunnar verð ég að gefa lögunum Knives, Trigger, Nowhere, Screamager og Hellbelly hæstu einkunn. Ætii platan Troublegum sé ekki stærsta sprengja rokkheimsins frá árinu 1991. Guðjón Bergmann SaintEtienne-TlgerBay ★★★ Magnaður seiður Breska lffjómsveitin Saint Etienne átti eina af betri plötum síöasta árs að mati margra erlendra sem inn- lendra gagnrýnenda. Og þegar svo vel hefúr tU tekist er næstu plötu ávailt beðið með nokkurri eftirvæntingu. Og nú er hún komin og það er ekki á plötunni og ber það íslenskt nafh, Gaukurinn, en það lag kemur aðeins á óvart miðað við fyrri afrek söngvarans. Síðast en ekki síst er hljómsveitin Þúsund andlit með nýtt lag sem ber nafnið Fullkominn. Erlent Á Ringulreifinu er að finna 14 lög með erlendum flytjendum. Þetta eru sveitirnar MAXX, D.J. MIKO, STAXX, 24/7, D.J.BOBO, 2 Brothers on the Floor, Caballero, Doop, Double You, D.J. Fusion, Mount Rushmore, Beverly, Urban Jungle og 2 Unlimited Megamix. Safiiplatan Algjört Kúl státar af örlítið meiri fjölbreytni í lagavali erlendis frá. Þar má fmna hljóm- sveitir eins og Suede, Saint Etienne, Boo Radleys, Manic Street Preachers, Depeche Mode, Rozalla og fleiri. Það sem kemur mest á óvart er hversu ný lög eru á plötunum og er það hljómplötu- útgáfunni til hróss. Safnplötumar Algjört Kúl og Ringulreif era þó langt frá því að vera síðustu safhplötur ársins og látum við því hér staðar numið í upptalning- unni. GBG hægt að segja annað en að Saint Etienne standist álagið að fullu. Tiger Bay er kannski ekki fyllilega jafhingi So Tough en er engu að síður afbragðsgóð poppplata. Hún krefst töluverðrar þohnmæði til að upp ljúkist með öllu sá margbrotni fjölbreytileiki sem í tónlistinni býr. Þetta er ekki einföld né léttmelt tónlist, nema kannski að hluta til, og ef það hjálpar einhveijum að skilja má segja að sumpart minnir tónlist Saint Etienne á það sem Todmobile var að gera undir það síðasta. Tónlistin er sem sagt undir þó nokkrum dansáhrifúm, takturinn þéttur og tölvuvæddur að miklu leyti, en ofan á sigla melódískar fléttur og ekki ósvipað og Todmobile er Saint Etienne undir mjög svo sterkum klassískum áhriflim. Inn á milli er svo skotið afskaplega fallegum einfoldum ballöðum. Margbreytileiki tónhstarinnar er þó margfalt meiri en hægt er að lýsa á prenti. Þannig má nefha að sum lögin minna mig sterklega á kvikmyndatónhst a la víðáttumiklar kúrekamyndir þar sem myndavélin skimar yfir sléttuna sem teygir sig svo langt sem augað eygir. Suðræn áhrif koma líka fyrir og margt fleira. Tiger Bay er eiginlega tónlistarlegt samsafh af öhum mögulegum stílum og stefnum þar sem höfúndunum tekst að sameina aht inni í einum ramma án þess að úr verði kaos. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.