Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994
29
DV
Mannaskipti í Pláhnetunni og ný ptata í smíðum:
tónligt:
*»•?•**
Markvissari og rokk-
aðri hljómsveit en áður
Hljómsveitin Pláhnetan er í
óðaönn að taka upp plötu um þessar
mundir í nýju hljóðveri Félags
íslenskra hljómlistarmanna. Það er
nýkomið í gagnið og Pláhnetan fær
heiðurinn af að vígja það. Og milli
þess sem tekið er upp spilar hljóm-
sveitin víða um land. Síðustu vik-
urnar er hún búin að koma við á
Akureyri, ísafirði, Vestmannaeyjum
og Selfossi.
„Maður nær því varla að taka upp
úr töskunni. Hendir bara því óhreina
í þvottavélina og er s vo rokinn af stað
aftur," segir nýjasti liðsmaður Plá-
hnetunnar, Jakob Magnússon bassa-
leikari. Hann tók við starfi Friðriks
Sturlusonar þegar hann hélt utan til
náms.
„Við höfum haft nóg að gera í
vetur,“ bætir Sigurður Gröndal
gítarleikari við. „Þótt hljómsveit-
imar séu ekki jafh áberandi á þess-
um árstíma og á sumrin þýðir það
samt ekki að þær séu í fríl Við höfum
spilað um flestar helgar í vetur, á
skólaböllum og almennum böllum."
Pláhnetan tekur sér samt frí frá
dansleikjahaldi um skeið í apríl
vegna plötuupptökunnar. Eftir er að
syngja öll lög nýju plötunnar og síðan
þarf Stefán Hilmarsson söngvari að
fara til Dyflinnar á írlandi í lok
mánaðarins vegna Evrópusöngva-
keppninnar. Hann er höfúndur text-
ans við Nætur, Júróvisjónlagsins
okkar í ár.
' - • ■■' ■//// i&m m
íferfP . * I Sr'" - ,i /•
Hljómsveitin Pláhnetan hefur verið á ferðinni í allan vetur og er fullbókuð fram á haust. DV-mynd ÞÖK
Meira rokk
„Við ætluðum að hafa tíu lög á
plötunni en sennilega verða þau
ellefu eða tólf,“ segir Sigurður. „Það
viKunnar
er éilltaf erfitt að skera niður svo að
við höfum þau sennilega öll með.
Menn eru oft að tala um að þeir ætli
nú að vera rokkaðri en á næstu plötu
á undan og svo verður ekkert úr
neinu. Lögin hljóma að minnsta
kosti mun rokkaðri en á plötunni
sem kom út í fyrravor. Gítarinn er
meira ráðandi en áður og við höfúm
ekkert verið að nostra viö lögin.
Annars er Jakob ágætur að dæma
um muninn á nýju plötunni og þeirri
fyrri því að hann er nýkominn í
hópinn."
Jakob samsinnir því að nýju
Pláhnetulögin séu rokkaðri en þau
gömlu. „Þau eru kraftmeiri og
beinskeyttari en á gömlu plötunni.
Enda er hljómsveitin búin að spila
sig saman núna,“ segir hann. „Þegar
Pláhnetan vann að fyrri plötunni var
hún nýstofnuð og hún er mun
samspilaðri núna.“
„Við kynntumst 1 stúdíóinu,"
segir Sigurður. „Við Golli þekktum
Stefán og Friðrik og við vissum
ekkert hvaða viðtökur hljómsveitin
myndi fá. Þess vegna tókum við enga
áhættu. Nú þekkjum við hver annan
og þess vegna er mun þægilegra
að vinna við nýju plötuna en þá
fyrri.“
Stuttur fyrirvari
Jakob Magnússon var búinn að
leika með hljómsveitinni SSSól frá
stofnun, fyrir sjö árum, þegar hann
hætti skyndilega um síðustu áramót.
Hann segist hafa verið orðinn leiður
og langað í tilbreytingu. Eitthvert
kvöldið spurðu Pláhetumenn hann í
gríni hvort hann væri nokkuð á
lausu því að þeir væru að leita að
bassaleikara í stað Friðriks. Þremur
dögum síðar sagði Jakob upp í
Sólinni og var samstundis ráðinn í
Pláhnetuna.
„Ég hætti ekki til að leita mér að
nýjum verkefnum eins og ég las í
einhveiju blaði,“ segir Jakob sposk-
ur á svip. „Ég var einfaldlega orðinn
þreyttur á að spila sömu lögin aftur
og aftur og ég var heldur ekki sáttur
við þá stefhu sem Sólin átti að feta
sig í á næstu plötu sinni. - Heitir það
ekki tónlistarlegur ágreiningur? -
Aðalatriðið í mínum huga var að fara
að gera eitthvað nýtt og þess vegna
skipti ég um hljómsveit."
Jakob segist kunna vel við sig með
nýjum samstarfsmönnum. „Andinn
í Sólinni var alls ekki slæmur en
núna softiar maður brosandi á kvöld-
in og vaknar brosandi á morgnana,“
segir hann. „Það er mikið grínað í
Pláhnetunni."
„Við erum saman í hóp í fjóra til
fmun daga í einu og við verðum að
halda móralnum léttum," segir
Sigurður Gröndal. „Við látum allt
flakka hver við annan og segjum það
sem okkur finnst. Enginn þarf að
setja sig í neinar stellingar og þykjast
vera eitthvað annað en hann er. í
sumum hljómsveitum sem ég lék
áður með þurfti ég sífellt að falla inn
i einhverja fyrirfram ákveðna mynd.
í Pláhetunni komum við bara til
dyranna eins og við erum klæddir.
Ekkert er ákveðið mörg ár fram í
tímann. Núna ætlum við til dæmis
bara að gera plötu og spila til hausts.
Þá skoðum við málin. Við erum í
þessari vinnu til að hafa gaman af
henni og ég held að þannig viðhorf
skili sér út í salinn til fólksins sem
er komið til að skemmta sér með
okkur." -ÁT
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikur inn fer þannig fram að í hverr i
viku eru birtar þijár léttar spum-
ingar um tónlist. Fimm vinnings-
hafar, sem svara öllum spumingum
rétt, hljóta svo geislaplötu í verðlaun
frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni
er það geisladiskurinn Prince And
The New Power Generation sem er í
verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Númer hvað er nýjasti „NOW“
diskurinn?
2. Hvað heitir nýja platan með
Kristin Hersh?
3. Hvað heitir nýjasta plata The
Breeders?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
14. apríl og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 21. apríl.
Hér em svörin úr getraiminni sem
birtist 17. mars:
1. Björk Guðmundsdóttir.
2. Love & Liberte.
3. Grisk.
Að þessu sinni er það geisladiskurinn
Prince AndThe New Power Generation
sem er í verðlaun.