Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1994, Blaðsíða 4
30 FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 I tSnlist '<-T< Reptilicus og The Hafler ‘ Trio taka höndum saman - sendu nýverið frá sér plötu á evrópskan og bandarískan markað Dúettinn Reptilicns og breski tón- listarmaöurinn Andrew McKenzie sendu fyrir nokkrum dögum M sér plötuna Designer Time. McKenzie, sem hefur verið búsettur hér á landi um skeið, kemur reyndar fram undir nafninu The Hafler Trio. Reptilicus skipa sem fyrr Guð- mundur Ingi Markússon og Jóhann Eiríksson. Guðmundur segir að Designer Time sé þegar komin út á megin- landi Evrópu og í Bandaríkjunum. Platan er væntanleg í Hljómalind og hugsanlega fleiri verslanir hér á landi á næstu dögum. „Við gerðum samning við hol- lenska fyrirtækið Stacdplaat og Soleilmoon í Bandaríkjunum,“ segir hann. „Samningurinn hljóðar upp á fimm þúsimd eintök samtals og ég reikna með að tvö þúsund hafi verið framleidd í Evrópu og sama upplag í Bandaríkjunum." Vel og fagmannlega er frá útgáf- unni gengið. Myndir á umslagi eru að sögn Guðmundar fengnar af gömlum plötum sem komu út í Bandaríkjunum um það leyti sem verið var að þróa stereóið. Þetta voru svonefndar „mood“ plötur sem áttu að skapa ákveðið andrúmsloft. Þessum plötum fylgdu heilu rit- gerðimar um flytjenduma og lögin og er þeim sið haldið á Designer Time. Hljóðverk verka sem liðsmenn i hljómsveit- inni. Fyrir ári kom síðan út 25 minútna diskur með einu lagi í fjórum útgáfúm. Hér á landi hefur Reptilicus átt nokkur lög á safn- kassettum og á diski Smekkleysu, World Domination or Death, átti hljómsveitin einnig eitt lag. Þá er fyrirhugað að Reptilicus eigi lag á flnnskum safndiski með norrænni elektrónískri tónlist í þyngri kant- inum. „Við ljúkum síðan á næstunni við nýja plötu sem við höfum unnið að upp á síðkastið með Andrew McKenzie. Hann hefur þá tekið þátt í samstarfinu sem þriðji maður í hljómsveitinni,“ segir Guðmimdur. „ A þessar i plötu er meir i danstónlist en við höfúm fengist við hingað til en ekkert rokk. Þessa plötu ætlar breskt fyrirtæki, sem heitir Touch, að gefa út. Tónlistin, sem við vinnum með, er mun harðari en sú danstónlist sem er vinsælust um þessar mundir. Hún hefur jafnvel verið kölluð tölvupönk." Reptilicus ætlar að halda ótrauður áfram tónlistarsköpun og á döfinni hjá Guðmundi og Jóhanni er að koma sér upp átta rása hljóð- veri til að vinna að tónlistinni. Þá koma þeir einnig fram á átta til tíu tónleikum á ári. „Við höfum enn ekki farið út fyrir landsteinana til að spila en auðvitað vonumst við til að gera það fyrr eða síðar,“ segir Guðmundur. „Þar er markaðurinn fyrir tónlistina okkar.“ -ÁT Guðmundur segir að efnið á Designer Time sé ólíkt því sem Reptilicus hefúr fengist við hingað til. Á plötunni eru fimm lög eða verk sem samtals eru yfir fimmtíu mínútur að lengd. Þau eru öll eingöngu leikin. „Samstarf okkar og Andrews hófst snemma árs 1992 þegar við tókum tónlistina upp í SS húsinu í Laugamesi. Þessar upptökur keyrð- um við síðan gegnum samplera og unnum með ýmsu móti þar til við vorum komnir með það sem er á plötunni," segir Guðmundur. „Það er erfitt að skilgreina það sem við erum að gera þama. Þetta em frekar hljóðverk en beinlínis lög. í einu verkinu er þó danstaktur en að öðra leyti byggjast þau upp á hljóðum og undarlegum rythmum. Reptilicus hefur hingað til fengist mest við harða danstónlist og rokk en The Hafler Trio er mestmegnis í hljóð- pælingum og þeim af allra þyngstu gerð. A Designer Time má segja að við mætumst á miðri leið.“ Guðmundur Ingi Markússon seg- ir að vel hafi gengið að fá útgefendur að plötunni erlendis. Andrew Mc- Kenzie hefur áður gefið út plötur hjá þessum fyrirtækjum og því var auðsótt mál að fá plötuna útgefna. Að sögn Guðmundar hefur Mc- Kenzie sent frá sér tuttugu til þrjátíu plötur sem allar hafa selst í nokkur þúsund eintökum. „Markaðurinn er annars frekar smár fyrir plötur sem þessar,“ segir hann. „Og hér á landi er hann nánast enginn. Þess vegna hefur Reptilicus aðallega gefið sitt efni út erlendis. Viðtökurnar hafa verið ágætar og við höfum fengið viðbrögð víða að, meðal annars frá Brasilíu. Þá höfum við komist á lagalista hjá útvarpsstöð í Belgíu og tvívegis hjá stöð í Króatíu auk þess sem okkur er kunnugt um að útvarpsstöðvar, sem leika hörðustu tegund dans- tónlistar, hafa spilað lög með okk- ur.“ Með Reptilicusi hafa komið út tvær plötur erlendis. Sú fyrri var unnin með Hilmari Erni Hilm- arssyni og Birgi Bragasyni og segir Guðmundur að þeir hafi gengið til ^ptugagnrýni Proclaimers - Hit the Highway ★ ★ Heldur daprast flugið Fyrir nokkrum árum skutust þeir Reid-bræðúr og tvíburar frá Skotlandi upp á stjömuhimininn undir nafninu The Proclaimers. Tónhstin sem þeir léku var glaðvær blanda af skoskri þjóðlagatónlist, poppi og bandarískri sveitatónlist. Plata sem þeir gáfú út á þessum tíma, Sunshine on Leith, þótti glimrandi góð og lög af henni njóta vinsælda enn þann dag í dag. En síðan eru liðin mörg ár eins og skáldið sagði og lítið hefur heyrst til þeirra Reid- bræðra. Þeir eru þó ekki dauðir úr öllum æðum því fyrir nokkru kom frá þeim platan Hit the Highway. Þar taka þeir þráðinn upp að nýju þar sem frá var horfið á Sunshine on Leith en því miður fyrir þá og aðdáendur þeirra vantar mikið upp á að vel megi við una. Tónlistin er vissulega sú sama mestanpart, að viðbættum slatta af gospel eða guðspjallatónlist sem hressir ekki beint upp á selskapinn. Söngurinn og raddirnar eru enn á sínum stað og sama má segja um skosku sveitastemninguna. Meinið er einfaldlega það að lögin, sem þeir bræður semja að þessu sinni, eru einfaldlega ekki nógu góð og hálfgerður þreytublær yfir öllu saman. Einhvem veginn átti ég satt að segja von á meiru eftir öll þessi ár. Sigurður Þór Salvarsson Richard Thompson - Mirror Blue ★ ★ ★ á Ennþá logar eldur . . . Richard Thompson er einn fjölmargra virtra tónlistarmanna í heiminum sem vantar herslumuninn á að ná til fjöldans og slá í gegn. Reyndar hygg ég að hann kæri sig ekki um alheimsfrægð og njóti þess betur að vera virtur en allra manna eign. Hið síðamefnda hlýtur hins vegar að gefa meira í aðra hönd. Plötur Thompsons hafa verið misjafiiar að gæðum. Fyrir tæpum áratug sendi hann frá sér plötuna Across a Crowded Room sem óhætt er að flokka sem frábæra (náði nítugasta sæti breska vin- sældalistans!). Mirror Blue fer nálægt því að jafiiast á við þá fyrmefndu. Á plötunni era þrettán lög sem óhætt er að fúllyrða að era öll vel yfir meðallagi að gæðum. Nú á tímum, þegar laglínan virðist eiga undir högg að sækja, er gaman að heyra þrettán ný lög sem maður er ekki fullviss um aö hafa heyrt einhvers staðar annars staðar að minnsta kosti einu sinni áður. Richard Thompson á rætur í bresku þjóðlagarokki. Það leynir sér ekki á Mirror Blue og er vissulega gott til þess að vita að enn leynist eldur í þeirri stefnu. Um það vitna lögin Shane and Dixie, Beeswing, For the Sake of Mary, King of Bohemia og fleiri góð á Mirror Blue. Ásgeir Tómasson Counting Crows - August and Everything After ★ ★ ★ ít Fundinn fjársjóður Counting Crows er fimm manna bandarísk hljómsveit frá Los Angeles sem vakið hefur feiknarlega athygli að undanfómu bæði vestanhafs og austan. Hljómsveitm hefur til að mynda slegið það rækilega í gegn í Bretlandi að húnþurfti að fjölga tónleikum í fyrstu ferð sinni þangað vegna þess að allir miðar á fyrirhugaða tónleika seldust upp á nokkrum klukkustundum. Fyrsta plata hljómsveitarinnar hefúr einnig fengið afbragðsdóma hvarvetna og hti li.1 X'o' &*. ‘ lofar góðu um að hér sé komin fram á sjónarsviðið hljómsveit sem á eftir að skipa sér á ffemsta bekk á næstu áj árum. Tónlist Counting Crow sver sig mjög í ætt við það sem REM hefur verið að gera á undanfómum árum og sömuleiðis má heyra að fiðsmenn Counting Crows og kannski þá helst lagasmiðurinn, hljómborðsleikarinn Adam Duritz, hefúr einhvem tíma hlustað á Tom Petty And The Heartbreakers. Þá era áhrifin frá kántrírokkinu og suðurríkjarokkinu greinileg og andi Crowded House svífur mjög yfir vötnunum i mörgum lögum. Þar er það kannski orgefið sem setur mestan svip á en því ágæta hljóðfæri bregður oft íyrir i lögum Counting Crows. Það á sér kannski skýringu i því að það er enginn annar en T-Bone U Bumette sem stjómar upptökum á m plötunni en hann er ákafur orgelaðdáandi og hefúr verið iðinn æ við að uppgvötva nýja efnilega ™ tónlistarmenn í gegnum árin. Hér hefúr hann hitt á gullæð þar sem Counting Crow er, þessi fyrsta plata ’ ] hljómsveitarinnar er einstaklega vel heppnað byrjendaverk þar sem allt sameinast í sterkri heild, afbragðs- góðar lagasmíðar, góður flutningur og vandaðar útsetningar. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.