Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1994, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1994 íþróttir unglinga________________________pv Ungur handboltasnillingur frá Grænlandi hjá FH: Kristján Arason minn uppáhalds leikmaður - segir Hans Peter - og gamall draumur hefur ræst því hann hefur spilað með Kristjáni Hans Peter Motzfeldt, Kyed, 18 ára Grænlendingur frá Julianeháb kom til íslands fyrir tveim árum - og til hvers? - Jú, þannig er nefnilega að drengurinn var búinn að gæla við þann draum að koma th íslands og æfa og spha með hinu frábæra FH- hði. Nú hefur draumurinn ræst þvi Hans Peter hefur verið á bekknum hjá FH að undanfomu og varð meira að segja bikarmeistari með meistara- flokki FH á dögunum en hann kom inn á í nokkrum leikjum hðsins. DV hafði þvi samband við Hans Peter og spurði hann nánar um dvöl- ina hjá FH og tUdrögin að ferð hans tU íslands. Sá landsleiki íslands á videoi „Fyrir 4 árum fékk ég að sjá video- spólur hjá Guðmundi Þorsteinssyni, handboltaþjálfara í Juhaneháb, og á þessum spólum vora nokkrir leikir íslenska landshðsins í handbolta. Þaö er skemmst frá aö segja að ég varð yfir mig hrifinn af því sem ég sá - og þá alveg sérstaklega af frá- bærum leik Kristjáns Arasonar.“ Kom til íslands fyrirtveim árum „Ég kom svo hingað fyrir tveimur árum og hef ég spUað með yngri Uokkum FH. Dvöhn á íslandi hefur verið ævintýri hkust, mjög skemmti- leg og ekki síður lærdómsrík. Það var mér, til dæmis, ógleymanleg stund þegar ég varð íslandsmeistari með 2. flokki FH á dögunum eftir hörku úrshtaleik gegn Val. Þetta var ein af mínum stærri stundum í lífinu og finnst mér ótrúlegt að ég skuh vera orðinn íslandsmeistari. - Svo vU ég endUega aö það komi fram að FH- strákamir hafa tekið mér frábærlega vel og hef ég eignast mjög marga og góða vini í FH.“ Stefnan tekin á byrjunarliðið „Ég stefni sterkt að því að komast í byijunarhð meistaraflokks FH næsta vetur - en ef það tekst ekki þá bara þar næsta vetur. Auðvitað verður þetta mjög erfitt - en ég mun koma tU með aö æfa svona 6-8 sinn- um í viku hjá 2. Uokki og meistara- flokki. Ég hef nægan tíma því ég ætlaði mér aUtaf 10 ára dvöl á íslandi. Ég stunda nám í Flensborgarskól- anum og mun ég klára þar mitt nám - og gengur það ágætlega. Eg á þó í smáerfiðleikum með íslenskuna - en þetta kemur aUt saman. Það eru ahir boðnir og búnir til að hjálpa mér og er það mikiU styrkur fyrir mig. Heimasfjómin á Grænlandi mun styrkja skólagöngu mína á íslandi." Ætla að flytja heim góðan handbolta „Mín hugmynd er að dvelja hér í um það bU 10 ár, eins og ég sagði áðan, - og ef aUt gengur upp að leika með meistaraflokki FH, sækja þjálfara- námskeið þegar fram hða stundir og fara síðan heim og þjálfa handbolta. Ég sé það alveg fyrir mér að hand- boltinn gæti orðið toppíþrótt í Græn- landi ef vel er haldið á málum. Það sem mest er ábótavant eins og er, er skortur á góðum þjálfurum og einnig mætti byggja fleiri íþróttahús því þau sem eru fyrir eru mjög vel sótt £ af almenningi og veturinn er langur og strangur og því erfitt aö komast að. ð Hér á íslandi eru margir frábærir handboltaþjálfarar - og ég veit að það er mikiU áhugi fyrir því að fá ís- " lenska handknattleiksþjálfara til að ™ halda námskeið í Grænlandi. Von- Umsjón: Halldór Halldórsson andi gæti orðið úr því sem allra fyrst," sagöi Hans Peter að lokum. Vonandi rætast óskir hins græn- lenska pUts um gott gengi í hand- knattleik á íslandi. Áhugi hans fyrir framgangi í þessari skemmtilegu íþrótt í sínu heimalandi er einnig aðdáunarverð og að öllum líkindum ^ eru Grænlendingar að eignast hér V frumheija sem á eftir að stuðla að kröftugri uppbyggingu handboltans í Grænlandi. ^ í lokin er og rétt að geta þess að Hans Peter er trúlofaður henni Ingu Dóru, dóttur Guðmundar Þorsteins- >£| sonar, fyrrverandi þjálfara síns. -Hson Varóskrifað blað Formaður handknattleiksdeUdar FH, Jón Auðunn Jónsson, haföi þetta að segja um veru Hans Peters hjá FH: „Hans Peter var óskrifað blað þeg- ar hann kom hingað en hann hefur tekið geysUegum framfórum og þá alveg sérstaklega í vetur. Hann hefur æft með meistaraflokki í vetur og spUað mest með B-liðinu en er núna kominn á bekkinn hjá A-hðinu - og er farinn að banka á dyr meistara- flokks hvað harðast af yngri leik- S mönnum félagsins - og mér sýnist að hann sé næstur þar inn. Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði ekki í byijunarhðinu næsta vetur. Hans Peter tekur þetta mjög alvar- lega og er búinn að setja sér mark- 4 mið sem hann ætlar sér að ná og er aðdáunarvert hvemig viðhorf hans gagnvart íþróttinni er óg leggur hann sig ahtaf 100 prósent fram meðan á æfingu stendur. í sambandi við væntingar í hans heimabyggð þá kom það sterkt fram hjá þeim Grænlendingum sem voru gestkomandi á Iceland-Cup, að það er fylgst mjög vel með Peter í Græn- landi og era þeir stoltir af honum. Landar hans fjölmenntu á aha leik- ina sem hann spUaði og fylgdust með honum á æfmgum. Hans Peter ætlar sér að klára sitt nám hér og ef hann heldur áfram á þessari braut hvað handboltann varðar þá á ég ekki von á því að ^ hann fari af landinu í bráð. Hans ætlunarverk er að verða stórt nafn í handboltanum og koma síðan heim S sem slíkur og takast þá á við upp- byggingarstarfið. Við erum mjög ánægðir með hann f I á alla lund. Þetta er góður drengur * og er hann hvers manns hugljúfi og hefur falhð frábærlega í hópinn. Þetta var góð sending frá vinum okk- ar á Grænlandi,“ sagði Jón Auðunn. -Hson Á meistaraflokksæfingu hjá FH siðastliðinn fimmtudag. Frá vinstri: Atli Hilmarsson, Kristján Arason, Hans Peter og Bergsveinn Bergsveinsson. Allt eru þetta þekktir landsliðsmenn svo grænlenski pilturinn er því í góðum félagsskap. DV-mynd Hson Viljum hafa Peter áfram segir Geir Hallsteinsson hjá FH Aðdragandinn að komu Græn- lendingsins Hans Peters til íslands var ævintýralegur að sögn Geirs Hahsteinssonar, framkvæmda- Geir Hallsteinsson. stjóra handknattleiksdeildar FH. Kom fyrir tveimur árum „Hans Peter kom hingað til lands fyrir tveimur árum. Það var Guð- mundur Þorsteinsson, handbolta- þjálfari í Juhaneháb á Grænlandi, sem hafði samband viö okkur í FH og sagðist vera með mjög efhilegan leikmann í sínu félagl og kvaöst hafa mikinn hug á að koma honum til FH til þess að hann fengi tæki- færi til að spreyta sig með betri einstaklingum. Guðmundur Þorsteinsson vissi hvemig var háttað með leikmenn FH, til aö mynda aö Kristján Ara- son væri leikmaður og þjálfari hðs- ins - en Kristján Arason var átrún- aðargoð Hans Peters í öllu er varð- ar góðan handbolta. Hans Peter kom síðan í viku heimsókn til FH til að prufa sig áfram - og þaö verö ég að segja að okkur leist strax mjög vel á dreng- inn - og útkoman varð.sú að við vhdum fá hann sem fyrst til ís- lands. Það sem vakti sérstaka at- hygh hjá mér var hvað hann var líkamlega sterkur og boltameðferð- in mjög góð - en hann vantaöi svo- Mtið í grunninn. Islandsmeistari meö 2. flokki Síðasthðin 2 ár hefur hann sem sagt æft með 2. flokki og meistara- flokki og vakið mikla athygh. Hann varð íslandsmeistari með 2. flokki FH um daginn og í úrshtaleiknum gegn Val var hann einn af lykil- mönnum FH-hösins. Peter leikur á miðjunní og er vinstri handar skytta. í vetur hefur hann tekið þátt í nokkrum meist- araflokksleikjum, eins og áður seg- ir, og að mínu mati er hann geysi- legt efiú í toppleikmann og Ijóst að það eru ekki margir hér á landi sem búa yfir svipuðum eiginleikum og Hans Peter. Við hjá FH viljum að sjálfsögðu hlúa vel að honum og reyna í lengstu lög að halda í dreng- inn. Danir hafa áhuga í vetur fékk ég fyrirspurnir um Hans Peter frá danska handknatt- leikssambandinu. Þeir voru aö for- vitnast um hann og töldu að þeir hefðu jafhvel not fyrir hann í danska unglingalandshðinu - og hver veit nema að svo verði eða þá að hann verði meö grænlenska landshðinu - nú eða þá með FH, sem er náttúrlega von okkar. Þetta er ákvörðun sem Hans Peter verð- ur sjálfur að taka þegar að því kem- ur. Eg held að draumur hans, innst inni, sé að taka einhvem tímann að sér þjálfun grænlenska lands- hðsins í handknattleik og leika einnig með þvi,“ sagði Geir. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.