Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Síða 4
48 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994 t@nlist Roxette segir: Crash! Boom! Bang i Nýjasta plata dúettsins kemur út í dag hér á landi Marie Fredriksson og Per Gessle, liösfólk Roxette dúettsins, eru komin fram á sjónarsviðið á ný eftir að hafa haldið sigfrá sviðsljósunum að mestu leyti á síðasta ári. Fimmta stóra platan frá dúettinum kom út í lok síð- ustu viku víðast hvar erlendis og kemur í verslanir hér á landi í dag. Platan heitir því furðulega nafni Crash, Boom Bang sem reyndar er ekkert furðulegt þegar maður hefur hlustað á texta titillagsins. Fyrir nokkrum vikum kom eitt lag plöt- unnar, Sleeping in My Car, út á smágeisla til að kynda undir fyrir útkomu stóru plötunnar. Það hefur tekist með ágætum og hefur lagið komist hátt á lista víða um Evrópu og til að mynda á topp tíu hér á landi. Roxette parið var aldeilis ekki aðgerðalaust á síðasta ári þótt það tæki sér að mestu leyti frí frá sviðsljósunum. Þau tóku til dæmis upp Unplugged sjónvarpsþátt fyrir MTV músíksjónvarpsstöðina og urðu fyrst tónlistarmanna utan enska málsvæðisins til að fá boð um að gera slíkan þátt. Þá kom út með þeim lagið Almost Unreal. Það hljómaði í kvik- myndinni Super Mario Bros sem kol- féÚ reyndar. Lagið varð aftur á móti mjög vinsælt síðastliðið sumar. Þá - 'notaöi Marie tækifærið í fríinu til að eignast bam (og hver veit nema fríið hafi einmitt orðið til vegna þess!) og Per kvæntist æskuást sinni, Asu Nordin. Það samband er þegar farið að gefa ávöxt að því leyti að þau hafa samið saman lag! Svíar í heimspoppinu Dúettinn Roxette var helsta skraut- fjöður Svía í heimspoppinu þegar hann tók sér frí á síðasta ári. Síðan þá hefur margt gerst. Ace of Base frá Gautaborg hefúr til að mynda komið fram á sjónarsviðið og sett mikinn - svip á vinsældalista í Evrópu og Bandaríkjunum með lögunum AU That She Wants, The Sign og fleirum. Og þá er annar dúett kominn til sög- unnar sem gerði það gott í dans- tónlistinni á síðasta ári og virðist ætla að halda áfram sigurgöngu sinni á þessu. Þetta er dúettinn Stakka Bo. Roxette ber þó óumdeilanlega ennþá höfuð og herðar yfir aðrar hljómsveitir og dúetta i Svíþjóð. Árangurinn síðan önnur plata Dúettsins, Look Sharp sló í gegn fyrir fimm árum, hefur verið sérlega glæsilegur. Sú plata, Joyride og v Tourism hafa selst í meira en tuttugu milljóna eintaka upplagi og lög af þeim náð gífurlegum vinsældum. Þar má nefna The Look (sem varð upp- haflega til að vekja athygli á dúett- inum utan Sviþjóðar), Dressed For Success, Listen To Your Heart, Joyride, Fading Like A Flower, Almost Unreal sem fyrr var nefnt og How Do You Do. Að ógleymdu temalagi kvikmyndarinnar Pretty Woman, It Must Have Been Love. Það lag kom út á plötu með lögum úr myndinni og hún seldist í níu milljón eintökum. Lagið var raunar endur- gerð It Must Have Been Love (Christ- mas for the Broken Hearted) sem sló rækilega í gegn með Roxette í Svíþjóð um jólin 1987, rúmu ári áður en dúett- inn sló í gegn á heimsvísu. Allir draumar uppfylltir Samstarf Pers Gessles og Marie Fredriksson hófst árið 1986. Bæði höfðu gert það gott hvort í sínu lagi en ákváðu að slá saman í púkk til að gera ennþá betur en fyrr. Það tókst. Plötur dúettsins fara um viða veröld og sjálf hafa þau lagt á sig ómælt erfiði til að fylgja plötunum eftir. Hljóm- leikaferðin Join The Joyride var far- in til að fylgja eftir plötunni Joyride. Sú ferð hófst í september 1991 og lauk ekki fyrr en í júlí árið eftir. Þá hafði Roxette komið fram á 108 tónleikum ^K^tugagnrýni Roxette dúettinn, Per Gessle og Marie Fredriksson. Plötur þeirra hafa selst í meira en tuttugu milljónum eintaka. Ljósm. Kevin Davies í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Alls er talið að um sautján hundruð þúsund manns hafl komið á tónleikana. Ferðin tókst sem sagt eins og best veröur á kosið hjá heimsnöfnum poppsins. Ekki er ætlunin að fylgja plötunni Crash! Boom! Bang! eftir með sama hætti og Joyride. Per Gessle og Marie Fredriksson eru orðin hálffertug. Þau eru búin að helga líf sitt tónlistinni hingað til og nú vilja þau fara að taka lífinu með meiri ró en áður og eyða dálitlum tíma með sínum nánustu. Flestir sem hella sér út í tónlistarlífið af fullum krafti ala með sér þann draum að slá í gegn. Fá heiminn til að leggja við hlustimar. Það hefur Roxette dúettinum tekist. Árangur síðustu fimm ára er til vitnis um það. Draumar Marie Fredriksson og Pers Gessles hafa vafalaust allir ræst. Þau þurfa ekki að sanna sig lengur og geta því óhrædd notið ávaxta erfiðisins. Soundgarden - Superknown ★ ★ ★ Eins manns hljómsveit? Hljómsveitin Soundgarden hefúr aukið mjög fylgi sitt á síðustu árum og virðist nú vera að ná toppnum. Nýverið gaf hún út plötuna Super- known og hefúr hún tyllt sér á toppa vinsældahsta um allan heim. Það eru þeir Chris Comell (söngur, gitar), Kim Thayil (gítar), Ben Shepard (bassi, bakraddir) og Matt Cameron (trommur) sem skipa hljómsveitina. Platan Superknown inniheldur 16 lög og má segja að hún sé ofskipuð lögum. Það er án efa Chris Comell sem heldur sveitinni uppi i lagasmíð- um. Lögin Let Me Drown, Like Suicide, The Day I Tried to Live og Spoonman, sem er að mínu mati eitt besta rokklag síðari ára, eru auk annarra öll eftir hann. Tilraunir hans með laglínur og takt gefa hljómsveitinni nýjan og ferskan blæ sem hrífúr hlustandann. Cameron og Shepard eiga einnig ágætis lög á plöt- unni en svo virðist sem Kim Thayil neiti að sleppa pönktímabilinu og svo virðist sem hann dragi sveitina með sér niður í svað lagleysu. í heild hefði platan sem sagt mátt vera styttri en nýja ímynd hljómsveitarinnar má rekja til tilraunastarfsemi Comells sem virðist hvergi nærri hættur. Guðjón Bergmann ZZTop - Antenna ★ ★ ★ Gæða blúsrokk Antenna sýnir að ZZ Top er í fullu fjöri og heldur stöðu sinni fyllilega sem ein áheyrilegasta blús-rokk- hljómsveit samtímans. Á plötunni er ýmislegt sem stenst fyllilega saman- burð við það besta sem sveitin hefúr sent frá sér til þessa. Það lag á Antenna sem mesta athygli hefur vakið til þessa er Pincussion. Þótt það sé góðra gpda vert eru önnur lög á plötunni mun áheyrilegri og verðskulda svo sannarlega að verða gefm út á smáskífum. Þar má nefna PCH, Girl In A T-Shirt og Cherry Red. Þremenningamir í ZZ Top, Dusty Hill, Frank Beard og Billy Gibbons, eru allir orðnir hálffimmtugir að aldri. Þótt plötur þeirra hafi vissulega verið misjafnar að gæðum á liðnum árum er staða þeirra í rokkinu nú orðin slík að þeir hafa ekkert lengur að sanna. Þeir geta því með góðri samvisku látið líða alllangan tíma milli platna sinna. Fyrir vikið er enn meira gaman að fá nýja ZZ-Top plötu í heymartólin en ef þremenningamir stæðu í einhverri karamellufram- leiðslu. Ásgeir Tómasson Morrissey-Vauxhall and I ★ ★ ★ ★ Meistara taktar Morrissey er eitt af stóra nöfn- unum í potti síðustu ára. Hann slð í gegn með hljómsveit sinni The Smiths fyrir einum tíu árum eða svo og hefur síöan þá vefið einn helsti gúrúinn í bresku poppi. Ekki held ég ' að áhrif hans minnki með útkomu þessarar nýju sólóplötu hans, Vaux- hall and I, því hér er shkur kjörgrip- ur á ferð að mér er til efs að Morrissey hafi gert betur á ferlinum og er þó mörgu góðu til að jafna. Vauxhail and I er tvímælalaust besta og jafnasta sólóplata Morrisseys til þessa og platan hlýtur að verða í hópi þeirra bestu þegar árið verður gert upp. Sem fyrr er yfirbragðið á tónlist Morrisseys ffemur drungalegt og stundum allt að því þunglyndis- legt. Hann hefur löngum verið þung- ur á bárunni og stundum virkað allt að því svartsýnismaður í tónlist sinni. Samt verður ekki ffam hjá því gengið að yfír öllum þessum dapur- leika er ákveðinn sjarmi sem skín mjög í gegn á þessari plötu. Morriss- ey sannar það óumdehanlega hér að hann er meistari þunglyndismelódíunnar. Samt er undirtónninn hér tiltölu- lega bjartur á köflum, mikið um bjarta gítarhljóma bæði rafmagnaða og órafmagnaða, sumir svo bjartir að engu er líkar en Shadows sálugu séu mættir á svæðið. En það sem gerir þessa plötu að stórvirki sem hún er, em fyrst og fremst öll þessu frábæra lög sem em hvert öðm betra þó svo lagið The More You Ignore Me, The Cleser I Get hafi enn sem komið er heyrst mest. Reyndar er ég ekkert viss um að mörg fleiri muni heyrast í útvarps- stöðvunum sem eltast alla daga út og inn við vinsældalögin því þetta er fjarri því að vera vinsaældapopp, þetta er miklu betra en það, sannkallað Listapopp með stóm L-i. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.