Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 7. MAÍ1994
33
SNORRI
SMIÐUR
Snorri smiöur er í
vondu skapi! Það er
ekki nóg með að
hann hafi slegið á
puttann, heldur er
hann líka búinn að
týna öllum nöglun-
um sínum! Hvað
getur þú fundið
marga nagla?
Sendið svarið til:
Barna-DV.
Elsku amma!
Ég er 14 ára stúlka og á vinkonu sem er
mjög skemmtileg, en hún skrökvar svo
mikið. Ég veit aldrei hvort ég á að trúa
henni eða ekki. Við erum ekki mjög vin-
sælar í skólanum. Þegar við erum að
tala við einhvern annan breytist hún og
verður svo merkileg með sig og verður
leiðinleg við mig. Ég er bara ég sjálf þeg-
ar ég tala við aðra. Ég veit ekki hvað ég
á að gera.
Svo er ég hrifm af strák. Hann er einu ári eldri en ég. Þegar
ég sé hann þá hugsa ég um hann, horfi á hann og mig langar
svo að tala við hann. En þegar ég sé hann ekki eða hann er
ekki nálægt mér þá er ég ekkert að hugsa um hann. Ég veit
ekki hvort ég er ástfangin eða ekki.
Jæja, ég vona að þú getir hjálpað mér og svarir mér fljótt.
Ein ringluð.
Kæra vina!
Það er leiðinlegt að vinkona þín skuli hegða sér svona. Eina
ráðið sem ég get gefið þér, er að þú talir alvarlega við hana í
einrúmi. Segðu henni hvað þér finnst. Þér líki ekki hvernig
hún breytist þegar aðrir eru nærri og þú þolir alls ekki þessa
ósannsögli. Vonandi hugsar hún sinn gang og breytist til
batnaðar. Annars er hætta á að vinskapurinn slitni.
Þú ert hrifin af stráknum, en ekki alvarlega ástfangin. Þá
værir þú ekki í nokkrum vafa! Ef þú ert ástfangin þá hugsar
þú líka um piltinn hvort sem hann er nærri eða ekki, þig
dreymir hann dag og nótt! Njóttu þess bara nú að vera í góðra
vina hópi því þú ert svo ung að árum!
Bestu kveðjur.
Þín amma.
FALLEGIR
LITIR
Svona litakort er auð-
velt að gera og þau
eru bæði falleg og
nytsamleg!
Taktu pappírsörk,
ferhyrnda og brjóttu í
tvennt og síðan aftur
í tvennt. Klipptu eftir
brotalínum, þannig
að þú fáir fjórar ræm-
ur. Þá getur þú byrjaö
að brjóta litblýantana
saman eftir
teikningunum. Litaðu
síðan hvern blýant
fyrir sig og límdu á
kort.
Góða skemmtun!
KARAMELLUR
1 bolli síróp
1 tsk. smjör
1 bolh sykur
1 bolli rjómi
Vi-1 bolli saxaðar hnetur eða
möndlur.
Blandið öhu saman í pott og sjóðið í 45 mín. Hrærið
stöðugt í. Þegar deigið er farið að þykkna er það
prófað með því að láta dropa drjúpa í bolla með
köldu vatni. Hnetunum hrært saman við. Hellið
deiginu á smurða plötu í 2 sm þykkt lag. Skerið í
sundur í ferkantaða bita þegar það er hæfilega stíft.
VeQið karamehunum inn í sellofanpappír eða vax-
borinn pappír þegar þær eru kaldar.
Verði ykkur að góðu!
FELUMYND
Tengdu saman punktana frá 1 tfi 2, 2 tU 3,
3 tfi 4 o.s.frv. Þá kemur felumyndin í ljós.
Hvað sýnir hún?
Sendið svarið til: Barna-DV.
Björgvin Ingi, Ártúni, Eyjafjarðarsveit,
teiknaði þessa faUegu mynd.
VEISTU SVARIÐ2
1. Hvar á forseti íslands heima?
2. Hvemig er fleirtalan af hús?
3. Hvaða litir em í gangbrautarmerki? ®
4. Hvað þýðir orðið SUNNA?
5. Hvaða karlmannsnafn er þetta: RÓMA? (Stafa-
röðin er ekki rétt!).
6. Hverjir eru þrír síðustu stafirnir í stafrófmu?
7. Hvað er sjö sinnum átta mikið?
8. Kanntu brandara? Sendu þá einn!
Sendið svörin tU: Barna-DV.
Þetta er
þyngdarafte orka,
held ég!
Á þeeeu eafni
fræðumet við
um orku!
Og hérna ejáum við
kjarna orku!
VISINDASAFN
©KFS/Distr. BULLS
Heyrðu! Hvað varð eiqinleqa af Oúffa?
Mikki frændi! Hann er
eteineofnaður _______
þarna! \
etaðinní
©1994 The Walt Oisnoy Company
All rlghts reserved
Ui
H
w
tí