Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1994, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 33 tórtli0ti DV-mynd ÞÖK Jóhann Torfason myndlistarmaður tók sig til og málaði mynd til dýrðar grúvinu og verður hún notuð á plakati hljómsveitanna Bong og Bubbleflies á meðan á ferðinni stendur. Meðlimir hljómsveitanna Bong og Bubbleflies. Grúvi sé lof og dýrð — tónleikaferð með Bong og Bubbleflies Danstónlistin virðist vera komin til þess að vera. Allt frá því að rapp, hip-hop og fleiri afbrigði dans- tónlistar komu fram á sjónarsviðið hefur því verið haldið fram að þessi tegund tónlistar væri aðeins tísku- bóla sem senn myndi hjaðna. Nú hefur það hins vegar sýnt sig að undir auknum áhrifum annarra tón- listarstefna verður danstónlistin vin- sælli með degi hvérjum. í byrjun eru íslendingar oft lengi að taka við sér en þegar það gerist er það gert með stæl. Þannig hefur þetta einnig verið viKUnnar með stofnun danshljómsveita hér á landi ognúer svo komið að við eigum nokkrar sem eiga mikið erindi inn á erlendan markað. Meðal þessara sveita er að flnna hljómsveitimar Bong og Bubbleflies. Það voru þau Eyþór Arnalds og Móeiður Júníusdóttir sem stofnuðu Bong fyrir um 2 árum en það er fyrst núna sem þau eru virkilega farin að láta á sér bera og má búast við miklu meira frá þeim bænum. Hljóm- sveitin Bubbleflies sló hins vegar eftirminnilega í gegn á síðasta ári með breiðskífu sinni, The World Is still Alive, og voru Bubbleflies meðal annars kosnir nýliðar ársins af nokkrum gagnrýnendum. Nú hafa þessar tvær hljómsveitir sameinað krafta sína og leiðin liggur út á land. Aðeins einir tónleikar á hverjum stað Upphafleg hugmynd að samstarfi þessara tveggja sveita rekur upp- runa sinn til heimkynna Rósenberg- kjallarans sem löngum hefur verið eins konar neðanjarðarmiðstöð transfíkla á íslandi. Hugmyndin þróaðist og nú er svo komið að framkvæmdin er orðin að veruleika því ftrstu tónleikamir eru í kvöld. Allt í allt eru þetta sex tónleikar sem hljómsveitimar þreyta saman. Allt hefst þetta í kvöld, 11. maí, á ísafirði, nánar tiltekið á Hnífsdal. 17. mai verða hljómsveitirnar síðan í Reykjavík og spila í hátíðarsal MH. Þess má geta að hátíðarsalurinn hefur löngum verið rómaður fyrir tónleikahald og ætti því enginn að vera svikinn af þessari uppákomu. Næsti viðkomustaður hljómsveit- anna er Akranes þann 18. maí en þar verður troðið upp í Bíóhöllinni. 20. maí verður svo Vopnafjörður fyrir valinu en tónleikaferðin endar á Akureyri þar sem hljómsveitimar spila í Dynheimum 21. maí og 1929 22. maí. Strætisvagnateiti Til þess að helga samstarfið tóku hljómsveitimar upp lag saman sem kemur út á safnplötunni Reif í staurinn í lok þessa mánaðar. Lagiö heitir Loose Your Mind og var tekið upp á tveimur dögum í stúdíó Gný. Þetta er partílag og var þess vegna ákveðið að gera við það partí- myndband. Hvar er betra að halda partí en í strætisvagni? Hljómsveitirnar fengu lánaðan strætisvagn og bilstjóra (sem verður seint fullþakkað fyrir mikla þolin- mæði og góða útgeislun) og það var ekið af stað. Til upptöku á mynd- bandinu fengu hljómsveitimar með sér margt góðra manna. Kristján Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Fimm vinnings- hsfar, sem svara öllum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það diskurinn Sensation með Burger Habit sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvaða hljómsveitir spila með Björk Guðmundsdóttur í Laug- ardalshöll þann 19. júní? 2. Hvað heitir titillag nýju Waltari plötunnar? 3. Hvemig tónlist spilar ORB? Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 19. maí og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 26. maí. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 21. apríl: 1. U got 2 Know. 2. Phase Shifter. 3. Designer Time. Friðriksson sá um leikstjóm, Rafn Rafnsson var kvikmyndatökumað- ur, Hlynur Óskarsson og Breki Karlsson sáu um framkvæmda- stjórnina, Böddi um leikmyndina, Gunnar Amason og Einar Bjömson um hljóð, auk margra annarra sem lögðu hönd á plóginn. Myndlist og safnplötur Fleiri hafa aðstoðað hljómsveit- imar á einn eða annan hátt og má þar fyrstan nefna Jóhann Torfason myndlistarmann. Að sögn sveitanna tveggja er Jóhann einn mesti mynd- listarmaður landsins. Jóhannn tók sig til og málaði mynd til dýrðar grúvinu og verður hún notuð á plakati sveitanna á meðan á ferðinni stendur. Báðar hljómsveitimar eru önnum kafnar við lagasmíðar sem senn líta dagsins ljós. Bong er með annað lag á safnplötunni Reif í staurinn og ber það nafnið Live in a Life. Bubbleflies gefa hins vegar út sitt fyrsta og síðasta lag á íslensku á lýðveldisplötu Smekkleysu sem kemur út 17. júní og hefur það hlotið heitið Pjakkur. Greinarhöfundur hvetur hins vegar alla sem geta til að sjá þó ekki nema eina af þessum tónleikum því ferð sem þessi verður líklega ekki farin á ný. GBG 1. Hvaða hljómsveitir spila með Björk Guðmundsdóttur í Laugardalshöll þann 19. júní?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.