Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1994, Qupperneq 4
V-A
26
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
Ff
Skógarpúkar" huga að útgáfu
- hljómsveitin Fánar með nýtt lag á safnplötu
í upphafl var ekkert. Svo sagði Guð
„Verði ljós“ og þá varð ljós og svo
sögðu þrír strákar „Verði gleðitríóið
Fánar“ en það gerðist ekki fyrr en
1992. Þegar saga Fána er skoðuð
kemur margt skrítið og skemmtilegt
í ljós, svo sem að hljómsveitin er ekki
tríó í dag.
Sagan hefst um vor 1992. Þá var
tríóið stofnað og þeir unnu saman í
eitt ár. Útgáfa var helst til lítil en þó
megnuðu þeir að koma myndbandi á
markaðinn við lagið „Mamma viil
ekki“ og síðar komust 5 tölusett
eintök á útvarpsstöðvamar sem nú
verða að teljast til safngripa. Tríóið
lagði síðan upp laupana og það var
ekki fyrr en þeir Ásgeir Óskarsson og
Haraldur Þorsteins komu að máli við
fyrrum forsprakka Fána, Magnús R.
Einarsson, að tríóið var endurvakið.
Nú er hins vegar svo komið að í
tríóinu eru fleir en þrír og þar af
leiðandi geta Fánar ekki kailað sig
tríó. Núverandi meðlimir eru
Magnús R. Einarsson (gítar/söngur),
Haraldur Þorsteinsson (bassi), Raggi
Sigurjóns (trommur) og Þorsteinn
Magnússon (gítar).
Nafnið afbökun úr
frönsku
Nú þegar saga sveitarinnar er
komin á hreint er ekki úr vegi að
skoða nafnið aðeins. Nafhið Fánar
þýðir nefnilega alls ekki flagg eða
flögg eins og ég eða þú hefðum haldið.
Nafnið er afbökun úr franska orðinu
„faune“ sem þýðir skógarpúkar.
í gegnum tíðina hefur hljómsveitin
náð að halda sínum einkennum þrátt
fyrir mannaskipti. Þegar tríóið var
stofnað var meiningin að spila
Crash Test Dummies - God
Shuffled His Feet:
★ ★ ★
Þa er ekki annað hægt en að láta sér
líka vel viö tónlist Crash Test Dummies
sem er vönduð og áheyrileg. -ÁT
Tori Amos - Under The Pink:
★ ★ ★
Á plötunni fæst gott sýnishom af því
að Tori Amos ræður hvort heldur sem
er við léttpoppað rokk og torræðar
tónsmíðar með skrítnum textum. -ÁT
Elvis Costello — Brutal Youth:
★ ★ ★ 'i
í heildina litið er hér um að ræða eina
af betri plötum Costellos síðustu ár.
-SþS
ZZ-Top-Antenna:
★ ★ ★ Íy
Antenna sýnir að ZZ Top er í fullu Qöri
og heldur stöðu sinni fyllilega sem ein
áheyrilegasta blús-rokkhljómsveit
samtimans. -ÁT
Beautiful South - Miaow:
★ ★ ★
Miaow er plata fyrir fólk sem vill
hlusta á vandað popp og frábæran söng.
-SÞS
Terrorvision- How To Make
Friends and Influence People:
★ ★ ★ "Á
Strax við fyrstu hlustun ber hljóm-
sveitin með sér einkennilegan húmor og
léttleika en jafiiframt þéttleika í spilun.
-GBG
Counting Crows
- August and Everything After:
★ ★ ★ <
Þessi fyrsta plata hljómsveitarinnar er
einstaklega vel heppnað byrjendaverk
þar sem allt sameinast í sterkri heild,
lagasmíðar, flutningur og útsetningar.
-SþS
Kurious - A Constipated
Monkey:
★ ★ ★
Tónlistin á plötunni er biönduð djass-
, fönk- og poppáhrifum og útkoman
veröur til fyrirmyndar í þessum
sístækkandi geira rappsins. -GBG
Núverandi meðlimir em Magnús R. Einarsson (grtar/söngur), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Raggi Sigurjóns (trommur) og Þorsteinn Magnússon (grtar). DV-mynd ÞOK
rythmablús og gamalt og nýtt rokk.
Þetta hefur haldist. Einnig er lögð
mikil áhersla á það innan sveitar-
innar að hafa alltaf gaman af spila-
mennskunni og ná að skemmta
sjálfum sér og öðrum og ekki má
gleyma „grúvinu“.
Fánar gera einnig mikið að því að
taka gömul lög og endurútsetja þau.
Þetta eru ailt vanir menn og ekki við
öðru að búast en vönduðum vinnu-
brögðum.
Björgvin og Brimkló
Þegar menn hafa verið eins lengi í
plMtugagnrýni
bransanum og þeir sem í Fánum eru,
má búast við að leiðir þeirri hafi
mæst af og til á ferlinum. Sem dæmi
um þetta voru Haili og Steini saman
í hljómsveitinni Eik og Halli og Raggi
voru saman í Brimkló. Þegar liðnir
tímar voru rifjaöir upp kom upp sú
hugmynd að fá einn besta rokk-
söngvara landsins til að endurskapa
Brimklóarstemninguna.
Björgvin Haildórsson tók vel i þetta
og hefur nú nokkrum sinnum komið
fram með sveitinni við góðar
undirtektir áheyrenda. Samstarfið
milli Fána og Björgvins hefúr gengið
mjög vel og ekki er enn séð fyrir
endann á því. Á þessum tveimur
starfsánnn sveitarinnar hefúr orðið
til þónokkuð af frumsömdu efni en
aðspurðir um útgáfu stórrar plötu
segjast Fánar vera að íhuga málin.
„Nokkrir utanaðkomandi aðilar hafa
sýnt efninu áhuga. Það er aldrei að
vita hvað verður."
Splunkunýjar
hagfræðikenningar
Með þessum orðum er þó ekki sagt
að engin verði útgáfan með hljóm-
sveitinni því nú um næstu
mánaðamót kemur út lag með þeim
á safhplötunni „Já takk“ sem Japis
gefur út. Lagið sem prýðir þá plötu
heitir „Greidd skuld er glatað fé“ og
má segja að Fánar setji þar fram
byltingarkenndar hugmyndir í
hagfræði.
I sumar heldur hljómsveitin áfram
að skemmta sér og öllum þeim sem
vilja á skemmtistöðum landsins,
núna um helgina verða þeir á Feita
dvergnum. Svo er aldrei að vita,
kannski kemur stór plata . . .
GBG
Sissel — Gift of Love
★ ★ ★
Angurvært
poppí
klassískum
dúr
Sissel Kirkebö er norsk söngkona í
allra fremstu röð. Hún vakti athygli
fyrir örfáum árum fyrir frábærlega
tæra og fallega rödd en hefur enn
sem komið er að mestu haldið sig við
heimamarkað og Skandinavíu. Með
þessari plötu er hins vegar greinilega
ætlunin að vinna lönd á alþjóða-
markaði; platan er sungin á ensku og
lagavalið er alþjóðlegt. Sömuleiðis
hefúr eftimafni söngkonunnar verið
varpað fyrir róða og hún einfaldlega
kynnt undir nafninu Sissel.
Platan ber það með sér að Sissel er
ætlað að hasla sér völl á angurværu
og rómantísku nótunum,
áferðarfallegar og mjúkar melódíur
eru uppistaða laganna á plötunni og
ekki hægt að segja að nokkuð komi á
óvart. Umgjörðin og útsetningar eru
allar í sama angurværa dúmum,
mjúkir strengir og raddþýður
bakraddakór. Sissel syngur sjálf eins
og engiil og á plötuumslagi löcir Neil
Sedaka henni við Barbra Streisand.
Ekki leiðum að líkjast.
Neil Sedaka á líka ein þrjú lög á
plötunni, Miracle Song, Sohtaire og
Breaking Up Is Hard to Do og syngur
hann með Sissel i þvi siðastnefnda.
önnur heimskunn lög sem Sissel
býður upp á em If sem David Gates
og Brad sungu um árið, Dream a
Little Dream of Me, sem Mamas and
the Papas gerðu frægt og Here, There
and Everywhere eftir þá Lennon og
McCartney.
Aðalskrautíjöður plötunnar er
samt ólympíulagið Fire in Your Heart
sem var einkennislag
Liilehammerleikanna. Það er að finna
í tveimur útgáfum á pötunni, annars
vegar þessari opinbera sem Sissel
söng ein og svo er önnur þar sem
ekki lakari söngvari en Placido
Domingo syngur með Sissel. Gift of
Love býður upp á popp í klassískum
dúr, eins áferðarfallegt og hægt er að
hafa það og fyrsta flokks söng;
Sigurður Þór Salvarsson
Underworld - Dub No Bass with
My Head Man
★ ★ "Á
Poppuð sýra
Tríóið Underworld kemur frá
Bretlandi. Það fllar danstónlist, spilar
danstónlist og semur danstónlist.
Tríóið hefúr nú þegar slegið í gegn í
Bretlandi og er á leið út í heim. Það
kemur hingað með Björk, hðsmenn
þess endurhljóðblönduðu nokkur lög
með Björk, þeir era upphitimarhljóm-
sveitin. Fyrir mér er tónlistin öðra-
vísi. Sýran er ekki algjör þótt hún
ráði ferðinni að mestu. Það skiptir
miklu máli. Á skemmtistöðunum er
fólki nokkuð sama hvort tónlistin sé
áheyrileg, en þegar maður kaupir sér
plötu er það nokkurs konar skflyrði
að tónlistin sé áheyrileg. Eins og allir
era strákamir í Underworld að fikra
sig áfram í óendanlegum heimi
hljóðgervlanna og þeim tekst nokkuð
vel til. Þetta skapar þeim ákveðinn
ferskleika og gefúr þeim forskot í
þessum sívaxandi heimi
danstónlistarinnar. Eitt má þó batna
þónokkuð ef vel á aö vera en það er
söngur Karl Hyde. Lengst af er hann
flatur og laglínur finnast varla í
lögum hljómsveitarinnar. Bestu lög
plötunnar verða að teljast „Mmmm
Skyskraper I Love You“ og
„Spoonman". Allt í allt verður
tónlistin að teljast áheyrilega poppuð
sýra og líklega góð fyrir þá sem era
að komast inn í heim danstón-
Ustarinnar, likt og undirritaður.
Hljómsveitin á að teljast til betri
tónleikasveita og verður þvi gaman
að fylgjast með þeim hita upp í
Laugardalshöllinni.
Guðjón Bergmann