Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 1
 t'í FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 /liliiiliifiiiiiiiiiiiiiiliiiiliiiíí Gengið til kosninga í 184 bæjar- og sveitarfélögum: Um 186 þúsund manns á kjörskrá ó v u 3 'Q q- - fyrstu tölur væntanlegar strax um hálfellefu Gengið verður til kosninga í 184 bæjar- og sveitarfélögum, þar af 31 kaupstað og bæ. Kjörfundir hefjast víðast hvar klukkan 9.00 og lýkur klukkan 22. DV-mynd Brynjar Gauti Gengið verður til kosninga í 184 bæjar- og sveitarfélögum laugar- daginn 28. maí. Ellefu sveitarfélög hafa fengið frest til að halda kosn- ingar til 11. júní saman- boriö við 50 sem báðu um frest fyrir fjórum árum. Að kosningunum 11. júní loknum hafa 195 nýjar bæjar- og sveitar- stjórnir verið kjörnar um land allt. Á kjörskrá á landinu öllu eru rúmlega 186 þúsund manns. Flestir eru á kjörskrá í Reykja- vík eða 74.428 manns, 6 prósent fleiri en í kosn- ingunum 1990. Karlar eru 35.834 og konur 38.604. Tölur um fjölda á kjörskrá eru ekki end- anlegar þar sem ýmis kærumál og vafaatriði á enn eftir aö afgreiða. Kjörfundir hefjast víö- ast hvar klukkan 9 og lýkur klukkan 22. A stærri stöðunum hefst talning milli kl. 18 og 19. Má búast við fyrstu tölum strax milli 22 og 22.30. í Reykjavík er kosið í 99 kjördeildum sem skiptast á 13 skóla, Grund, Hrafnistu og Hátún 12. Talning fer fram í borgarstjórnarsal Ráðhússins og hefst upp úr klukkan sex þegar talningarfólk verður læst þar inni. Þar sem einungis tveir framboðs- listar eru í Reykjavík ætti talning að ganga fljótt og vel fyrir sig og má búast við fyrstu tölum fljótlega eftir lok- un kjörstaða. Formaður yfirkjörstjómar í Reykjavík er Jón Steinar Gunnlaugsson. í Kópavogi voru 12.059 manns á kjörskrá þegar hún var lögð fram. Er kosið á tveimur stöðum; í Kópavogsskóla og Kársnesskóla. Talning fer fram í félagsheimili HK í íþróttahúsinu í Digranesi og hefst upp úr sex. Fyrstu tölur eru væntanlegar upp úr hálfellefu. Formaður yf- irkjörstjómar er Jón Ath Kristjánsson. í Hafnarfirði voru 11.444 á kjörskrá þegar hún var lögð fram. Kosið er á fjórum stöðum; í Lækjarskóla, Víðistaða- skóla, á Hrafnistu og á Sólvangi. Talning fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu. Byrjað verður að telja milh kl. 18 og 19 og fyrstu tölur væntanlegar um hálfell- efu. Formaður yflrkjör- stjórnar er Gísh Jónsson prófessor. í Suðurnesjabæ er kos- ið í Holtaskóla í Keflavík og Grunnskólanum Njarðvík og eru kjör- staðir þar opnir kl. 10-22. Þá er einnig kosið í samkomuhúsinu Höfn- um kl. 12-22. Talning fer fram í íþróttamiðstöð Njarðvíkur og er von á fyrstu tölum fyrir klukkan ehefu. Formað- ur yfirkjörstjórnar er Börkur Eiríksson. Á Akureyri er að venju kosið í Oddeyrarskóla þar sem einnig er talið. Talning hefst um kvöld- matarleyti og ættu fyrstu tölur að verða væntanlegar milh kl. 22 og 23. Formaður kjör- stjómar er Ásgeir Pétur Ásgeirsson. Efnisyfirlit kosningahandbókar 1. Reykjavík 18 11. Bolungarvík 20 21. Seyðisfjörður 30 31. Bessastaðahr. 32 2. Hafnarfjörður 18 12. ísafjörður 20 22. Neskaupstaður 30 32. Eyrarsveit 3. Garðabær 18 13. Blönduós 20 23. Eskifjörður 30 33. Sam. sveitarf. 4. Kópavogur 18 14. Sauðárkrókur 20 24. Hornafjarðarbær 30 á Vestfjörðum 32 5. Seltjarnarnes 18 15. Siglufjörður 20 25. Vestmannaeyj. 30 34. Búðahreppur 32 6. Mosfellsbær 19 16. Ólafsfjörður 29 26. Selfoss 31 35. Ölfushreppur 32 7. Akranes 19 17. Dalvík 29 27. Hveragerði 31 8. Borgarnes 19 18. Akureyri 29 28. Grindavík 31 9. Snæfellsbær 19 19. Húsavík 29 29. Sandgerði 31 10. Stykkishólmur 19 20. Egilsstaðir 29 30. Suðurnesjabær 31

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.