Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1994, Blaðsíða 8
24 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 Myndbönd Christian Slater ásamt Patriciu Arquette sem leikur á móti honum í True Romance. Christian Slater leikur aðalhlutverkið í True Romance: Dagar villts líf ernis að baki Leikstjóri True Romance, Tony Scott, leiðbeinir Christian Slater á milli atriða. Nýlega kom út á myndbandi True Romance, kvikmynd sem vakið hef- ur athygli og fengið jákvæða dóma. í henni leikur Christian Slater ungan mann, Clarence, sem er mikill aðdá- andi gamalla Kung Fu mynda. Þegar hann er við uppáhaldsiðju sína í kvikmynmdahúsi verður á vegi hans ung stúlka. Er um að ræða ást við fyrstu sýn af beggja hálfu. Stúlkan sem er vændiskona er samt ekki einráð um gerðir sínar. Á bak við útgerð hennar stendur illmenni sem Clarence drepur þegar hann ætlar að ná í eigur unnustu sinnar. Með True Romance má segja að nýr kafli byrji í lífí Christians Slaters. Honum var spáö miklum frama þegar hann var unglingur en fór þá að drekka ótæpilega. Stans- laus partí og sukk fóru bæði illa með hann líkamlega og nærri eyði- lögðu feril hans. Sjálfur segir hann um þetta tímabil að hann hafi í raun veriö mjög ábyrgðarlaus gagnvart leikferli sínum og hann aðeins gert þaö sem hann langaði að gera og haldið að tilboö um góð hlut- verk og frægð myndu koma af sjálfu sér. Það má kannski segja að á tímabili hafi það verið rétt metið hjá Slater að frægðin myndi koma af sjálfu sér. Frægðin kom bara ekki á þann veg sem hann hafði haldið. Hann varð frægur í Hollywood fyrir sukk og að vera tekinn og kærður fyrir ýmsan ósóma. Það var einnig rétt metið að leikferillinn sæi um sig sjálfur en í stað þess að vera upp á við eins og Slater hélt var hann niður á við. Var líkt við Jack Nicholson Christian Slater byrjaði á sviði bam að aldri. Það kvikmynda- hlutverk sem fyrst vakti athygli á honum var í The Name of the Rose þar sem hann lék á móti Sean Connery. Tveimur árum síðar, þá átján ára, lék hann í Heathers og sló rækilega í gegn. Eftir frammistöðu hans i þeirri mynd var hann efstur á lista hjá öllum sem fjölluðu um þá efnilegustu í Hollywood. Þótti leikur hans í Heathers minna um margt á Jack Nicholson og var honum spáð álíka glæsilegum leikferli. En það fór á annan veg, alla vega í þetta skiptið. Frægðin steig Slater til höfuðs og má seeia að hann hafi farið éftir orðum Clarence Worley í True Romance, þar sem hann segist vilja lifa hratt, deyja ungur og skilja eftir fallegt lík. Slater viðurkennir nú að líf hans hafi farið úr böndunum og hámark- inu náði hann þegar lögreglan tók hann drukkinn og uppdópaðan eftir aö hann haföi reynt að stinga lög- regluna af og keyrt á símastaur. Æsifréttablöðin komust heldur betur í feitt í nokkrar vikur á eftir. Ekki urðu kvikmyndimar sem hann lék aðalhlutverk í á þessu tímabili, til að bjarga honum. Þrjár kvik- myndir, The Wizard, Kuffs og Mobsters, kolféllu allar. Tvær kvik- myndir sem hann lék aukahlutverk í, Young Guns H og Robin Hood: Prince of Thives gerðu það aftur á móti gott. Það má því segja að Christian Slater hafi með True Romance byrjað nánast aftur í startholunum. Á meðan gekk allt í haginn hjá meöleikara hans í Heathers, Winona Ryder, sem hefur á þessu tímabili unnið með fyrsta flokks leikstjórum, Martin Scorsese, Tim Burton, Francis Coppola og Jim Jarmusch og er í dag komin í hóp þeirra stóru í Hollywood. Breytti um lífsstíl Foreldar Christians Sláters vinna báðir í kvikmyndabransanum, faðir hans sem er leikari er alveg horfinn úr lífi hans, enda skildu foreldrar hans þegar hann var krakki, en móðir hans sem sér um aö ráða í hlutverk hjá MGM hefur haft mikil áhrif á feril hans og verið honum traustur liðsmaður. Slater hafði leikið í fáeinum kvikmyndum áður en hann hélt til Evrópu til að leika í The Name of the Rose. Og það var í Róm sem hann fyrst kynntist hinu ljúfa lífi sem nærri eyðilagði hann. Það var svo hann sjálfur sem sá að sér og fór í meðferð. í dag er Christian Slater stoltur yfir því að hafa komist yfir erfiðleikana og segist breyttur maður. „Áður fyrr lék ég í Tales from the Darkside: The Movie, eingöngu vegna þess að þar var peninga aö fá. Nú tek ég að mér aukahlutverk í Jimmy Hollywood undir stjóm Barry Levinson og tek yfir hlutverk River Phoenix í Interview With the Vampire í leikstjóm Neil Jordan til þess eins að búa til góð sambönd og fá tækifæri til að vinna með fyrsta flokks leikstjórum. Ég geri mér grein fyrir að þessi hlutverk muni ekki koma til með að hafa nein áhrif á leikferil minn peningalega en vonast til að þau auki álit annarra á mér sem leikara." Fjölskylda í Brooklyn Broadway Bound er lokahluti triólógiu Neils Simons sem hann byggir á eigin lífi. Fyrri myndimar eru Brighton Beach Memories og Biloxi Blues. Allar myndimar þrjár eru gerðar eftir leikritum sem eiga það sammmerkt að vera talin meðal bestu verka Simons. Myndimar þijár byggja aliar mjög nákvæmlega á leikritunum og þvi er sögusviðið ekki stórt. Broadway Bound gerist að mestu leyti innan dyra hjá fjölskyldu einni í Brooklyn. Jonathan Silverman leikur Eugen Jerome, ungan mann sem reynir fyrir sér ásamt bróður sinum með skrifúm fyrir útvarp. Foreldrar hans eiga i miklum hjónabandserfiðleikum og era ekki hrifnir af frumsmíð drengja sinna en þar koma fjölskyldumeðlimimir við sögu. Fjölskyldupersónurnar eru mjög skýrt dregnar ftam og eftirminnilegastur verður afinn með öll sín vandamál, tilbúin og raunveruleg. Hume Cronyn leikur hann snilldariega. Broadway Bound er kannski ekki alveg eins góð og tvær fyrmefhdar myndir en er engu að síður gott dæmi um bestu eiginleika Neils Simons, sem eru hnitmiðuð samtöl og sterk persónulýsing. BROADWAY BOUND - Útgefandl SAM-myndbönd. Leikstjóri: Paul Bogart. Aðalhlutverk: Anne Bancroft, Hume Cronyn, Jonathan Silverman og Jerry Orbach. Bandarísk, 1992. Sýningartími 100 mín. - Bönnuð bömum innan 12 ára. -HK Mín skal hún verða Boxing Helena er fræg kvikmynd, ekki vegna þess hversu myndin er góð heldur vegna þess að hún gerði Kim Basinger næstum gjaldþrota, en hún hafði skrifað undir samning um að leika aðalhlutverkið en rifti þeim samningi. Þessi ákvörðun Basinger er vel skifjanleg. Boxing Helena er einstaklega fráhrindandi kvikmynd, köld, þrátt fyrir ástriðuhitann sem kynntur er 1 henni og aðalpersónumar tvær ná aldrei að vekja áhuga. Myndin ftallar um skurðlækninn Nick Cavanaugh sem haldinn er óstjómlegri þrá eftir Helenu sem á bágt með að þola aðdáun Nicks. Þegar Nick verður vitni að því er Helena lendir i bílslysi fer hann með hana heim til sín í stað þess að fara með hana á sjúkrahús og martröð þeirra beggja byrjar. Boxing Helena er leikstýrt af Jennifer Lynch, dóttur David Lynch, og hefur hún lært ýmislegt af föður sínum en hefur ekki sömu hæfileika til að gera óaðgengilegt efni að heiilandi kvikmynd. CliLT smil jTlTHiNTHC.-. A MUSÍ BOXING HELENA - Utgefandi: Skífan. Leikstjóri: Jennifer Lynch. Aðalhlutverk: Julian Sands, Sherilyn Fenn og Biil Paxton. Bandarisk, 1993, sýnlngartími 101 mín. - Bönnuð bömum innan 16 ára. -HK I m Á mörkum raunveruleikans Joon er áhugaverð stúlka sem sakir geðveilu getur ekki tungengist annað fólk eðlilega. Veikindi hennar og skapbrestir gera það að verkum að bróðir hennar, Benny, er ávallt í vandræðum með ráðskonur handa henni, hún hrekur þær á brott jafhóðum. Nokkuð óvænt tekur furðufuglinn Sam að sér að sjá úm Joon þegar tap í spilum gerir það að verkum að þau verða að hýsa hann. Sam, sem varla er skrifandi en er mjög svo sérstakur persónuleiki, hefur mikil áhrif á Joon og það hefur góð áhrif á hana að vera í návist Sams, en hann gerir sér aftur á móti litla grein fyrir veikindum hennar og stendur því uppi ráðalaus þegar á reynir. Benny & Joon er einstaklega hlý og mannleg kvikmynd, sagan sjálf er kannski ekki ýkja merkileg, en leikararnir þrir, Johnny Depp, Mary Stuart Masterson og Aidan Quinn, gæða persónumar miklu lífi og hjálpa til að gera Benny & June að eftirminnilegri kvikmynd. BENNY & JOON - Útgefandi: SAM-myndbönd. Lelkstjóri: Jeremiah Chechlk. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Mary Stuart Masterson og Aidan Quinn. Bandarísk, 1993, Sýningartimi 94 mín. - Bönnuð börnum innan 12 ára. -HK Ti ‘rjsepz i i * »-v> Hættulegar stelpur í byrjun Bitter Harvest fylgjumst við með ungum manni, Travis Graham, þar sem honum er / tilkynnt að hann erfi ekkert eftir fóður sinn nema jörðina sem þeir feðgar bjuggu á og myntsafn sem talið er verðmætt. Seinna í myndinni er gefið í skyn að Travis hafi verið valdur að dauða föður síns, en eins og annað í söguþræðinum í Bitter Harvest er erfitt aö komast niður á fast og er myndin, þrátt fyrir spennu, raglingsleg þegar llða tekur á, Örlagavaldar 1 lifi Travis era tvær ungar og fagrar stúlkur sem sýna Travis mikinn áhuga. En fljótlega fær áhorfandinn það á tilfinninguna að þær séu ekki allar þar sem þær eru séðar og önnur gæti verið harðsvíraöur bankaræningi og jafnvel báðar. Þær hafa mikil áhrif á Travis og fá hann nánast til að gera það sem þeim hentar. Bitter Harvest er ekki merkileg kvikmynd, langdregin erótísk atriði eru til uppfyilingar á þunnri sögu. Forvitnilegast er aö fylgjast með því hvemig þriðji Baldwin-bróðirinn, Stephen (bróðir Alecs og Williams), stendur sig og verður hann að gera betur ef hann á að ná jafn langt og bræöur hans. Adam Baldwin, sem einnig leikur í Bitter Harvest, er aftur á móti ekkert skyldur þeim. BITTER HARVEST - Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Duane Clark. Aóalhlutverk: Patsy Kenslt, Stephen Baldwin, Jennifer Rubin og Adam Baldwin. Bandarísk, 1993. Sýnlngartfmi 98 mín. - Bönnuó börnum innan 16 ára. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.