Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1994, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1994, Síða 3
FIMMTUDAGUR 9. JUNI 1994 25 » I HL^y/ ' m ílllllsÍlllftV 1 t' V» *T ■■ m*, f Hljómsveitin Saint Etienne. tónli0t: Sungið á leiðinni að búðarborðinu Eftir plötuútgáfuna var ráðist í að gefa út nýjar smáskífur en því miður gengu lögin Join Our Club og Avenue ekki eins og best var á kosið. Eftir þessar misheppnuðu útgáfur kom hins vegar sprengja sem átti eftir aö ryðja veginn svo um munaði. Smá- skífan Your in a Bad Way ruddist fram á sjónarsviðið í feb. 1993 ogfékk kaupendur til að syngja á leið sinni að búðarborðinu. í kjölfarið fylgdi platan So Tough sem fékk fádæma góðar undirtektir og komst hæst í 7. sæti breska breiðskifulistans. Þetta árið kom síðan þriðja plata ' hljómsveitarinnar á markaðinn og ber hún nafnið Tiger Bay. Platan inniheldur 12 lög og þegar hafa lögin Pale Movie og Like a Motorway (sem er uppáhaldslagið hennar Sarah Cracknell eins og sténdur) gert það gott erlendis. Næsta smáskífa plöt- unnar heitir Hug My Soul og telur undirritaður að það geti náð töluvert hátt á listum jafnt hérlendis sem erlendis. ísienskar upp- hitunarhljómsveitir Enginn hljómsveitarmeðlima hef- ur komið til íslands og þau vita því ekki við hverju má búast. „Það eina sem mér hefur verið sagt er að íslendingar drekki mikið vodka,“ sagði Sarah í stuttu spjalli sem undirritaður átti við hana fyrir stuttu. í síðustu viku var hjómsveitin stödd í hljóðveri að taka upp B-hliðar og bónus lög á fyrirhugaöar smáskif- ur sveitarinnar. Saint Etienne á listahátíð - spilar á morgun í nýja Kolaportinu > i i i vikunnaf Hljómsveitin er nefnd eftir kirkju í París í Frakklandi en nýja platan hennar, Tiger Bay, er nefnd eftir bresku sjávarþorpi. Sjálf heita þau Bob Stanley, Sarah Cracknell og Pete Wiggs en þau munu spila í Kolaportinu á morgun í boði Lista- hátíðar Reykjavíkur. Við skulum fræðast aðeins nánar um þessa popp- uðu danshljómsveit sem enginn virð- ist geta haldið vatni yfir, hvort sem er hér eða erlendis. „Þegar maður reynir of mikið...“ Hljómsveitin var stofnuö árið 1990. Það voru poppspekúlantamir Bob og Pete sem hófu sögima með endurgerð af gamla Neil Young laginu, Only Love Can Brake Your Heart. Saint Etienne bast hljómplötufyrirtækinu Havanly og brátt bættist Sarah í hópin með það sem Mickey Most kallaði „stjömugæði." Sarah, sem er kænni en margir, veit sem er að sá sem öskrar tapar rökræðunum. Hún lifir því eftir þeirri einföldu Tao speki, „Þegar maður reynir of mikið virkar það ekki.“ Smáskífan Nothing Can Stop Us Now komst í sæti ógleymanlegra laga eins og Primal Scream laginu Higher than the Sun og laginu Unfinished Symphony með Massive Attack. Platan Fox Base Alpha kom síðan út árið 1991 og var tilnenfd til Mercury tónlistarverðlaunanna. Platan fékk góða dóma jafnt hjá gagnrýnendum sem og almenningi og það er kannski sá staðall sem Saint Etienne hefur náð á undan mörgum samtímasveitum sínum því sölutölur og skrif gangrýnenda fara sjaldnast saman. Upphitunarhljómsveitir fyrir Saint Etienne á tónleikunum annaö kvöld eru allar íslenskar. Fyrsta má telja til leiks „stuðdiskóboltann" Pál Óskar Hjálmtýsson sem kom sá og sigraði með plötu sinni Stuð fyrir jól. Hljómsveitin Scope með Svölu Björgvinsdóttir mun einnig stíga á stokk en þau eiga lag á safnplötunni Trans Dans 2 sem Skífan gaf út fyrir stuttu. Síðast en ekki síst er að telja dansdrungasveitina Ólympíu þar sem Sigurjón Kjartansson er í fararbroddi(gottefhannerekkiehm - en sú hljómsveit treður upp í fyrsta skipti á þessum tónleikum. Þaö má sem sagt búast við miklu á þessum fyrstu tónleikum hljóm- sveitarinnar Saint Etienne í Kola- portinu á morgun. Enginn ætti að ganga vonsvikinn á dyr nema hann fái ekki miða! Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverr i viku eru birtar þrjár léttar spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það geisladiskurinn Ian Mccullough - Mystero, sem Japis gefur út, í verölaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvaðan er hljómsveitin Crash Test Dummies? 2. Hvað heitir nýi diskurinn með Jah Wobble? 3. Hvernig tónlist er á safn- diskinum Chill out Classics? Rétt svör sendist DV merkt. DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 16. júní og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 23. júni. Hvaðan er hljómsvertin Crash Test Dummies? Hér em svörin úr getrauninni 2. Hym. sem birtist 26. maí: 3. Blúsý báðum megin. 1. Laugardalshöll. Tónlistargetraun DV og Japis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.