Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 4
26 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 ^ «• Þúsund andlit Þau eru orðin þrjú árin sem eru liðin siðan hljómsveitin Þúsund andlit kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hljómsveitin hefur raunar starfað með hléum og tekið eilitlum breyt- ingum á þessum árum. Nú er starf- semin hins vegar komin í fullan gang - nýkomin út plata og dansleikjahald fyrirhugað langt fram á haust og jafnvel lengur. „Við byrjuðum að spila að nýju í apríl. Fórum þá í hljómplötu- upptökuna og síðan að æfa fyrir sumarið," segir Sigrún Eva Ár- mannsdóttir, söngkona Þúsund and- lita. „Þá höfðum við ekki starfað af krafti síðan í hittiðfyrra. í fyrra tókum við okkur frí nema hvað við sendum frá okkur lög á safnplötum rétt til að minna á að við værum ennþá til.“ Þau lög er einmitt að finna á plötunni sem heitir eftir hljóm- sveitinni. Á plötunni eru tíu lög. Helmingurinn var hljóðritaður i vor. Hin lögin eru frá ýmsum tímum, hið elsta frá haustinu 1991. Það er lagið Vængbrotin ást sem var valið athyglisverðasta lagið í Landslags- keppninni þaö ár. „Ef við berum eldri lögin saman við þau nýrri held ég að þau nýju séu dálítið dansvænni en hin,“ segir Sigrún Eva. „Þúsund andlit er lika fyrst og fremst danshljómsveit. Auk okkar eigin laga flytjum við alls konar tónlist, gamalt diskó, rokk, hippamúsík og þess háttar. Það eina sem lögin þurfa að uppfylla er að danstakturinn sé góður. Sé hann til staðar koma lögin til greina á prógrammið. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í Þúsund andlitum síðan hljómsveitin kom fyrst fram. Eiður Arnarsson hefur leyst Amold Ludvig af hólmi sem bassaleikari og í stað Tómasar Tómassonar gítarleikara er Ari Einarsson mættur til leiks. Aðrir liðsmenn Þúsund andlita eru Birgir Jóhann Birgisson hljómborðsleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Sigrún Eva og Cecilía Magnúsdóttir sem sér um bakraddir. „Bakraddasöngkonurnar voru reyndar tvær hér áður fyrr og 'við ætluðum að hafa það þannig áfram,“ segir Sigrún Eva. „Söngkonan sem við vorum búin að fá varð hins vegar ólétt svo að við urðum að frnna aðra. Þegar hún varð líka ólétt gáfumst við upp! Jú, jú, vissulega er það munaður að hafa sérstakar bakraddasöng- konur í hljómsveitum en útkoman er bara miklu flottari svoleiðis." Að sögn Sigrúnar Evu var starfsemi hljómsveitarinnar fyrst að komast á fullt skrið um síðustu helgi. Plötuupptakan tók drjúgan tíma og síðan fóru fimm vikur í æfingar. Framundan er síðan þrotlaust dansleikjahald um hverja helgi í allt sumar og fram á haust. Jafnvel lengur. „Það er ekkert afráðið ennþá með veturinn,“ segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, „en ég reikna alveg eins með því að við höldum áfram og forum þá að huga að næstu plötu.“ Hljómsveitin Þúsund andlit: Fyrst og fremst danshljómsveit að sögn Sigrúnar Evu Ármannsdóttur söngkonu. DV-mynd RaSi. Hljómsveitin Urmull: Tólf laga plata á lokastiginu. DV-mynd Anna Soffía ^lt^tugagnrýni Pláhnetan - Plast ★ ★ ★ Með gítarinn í gangi Plötunni Plasti er fyrst og fremst ætlað að örva aðsókn að dansleikjum Pláhnetunnar í sumar. Og sem slík stendur hún fyrir sínu. Lög eru flest kraftmikil og vel danshæf. En þó er ég ekki frá því að fimmmenningamir njóti sín best þegar mesti vígamóður- inn rennur af þeim. Þar af leiðandi eru lög eins og Hér og nú, Þú getur hlaupið og Ég vissi það hreint ekkert síðri en hin sem fá mestu athyglina í útvarpsþáttum, lög eins og Hux, Upp og niður og fleiri. Þessi rólegu eru kannski ögn seinteknari en hin en þau koma væntanlega til að lifa lengur. Aðalmunurinn á Pláhnetuplöt- unum tveimur er sá að á þeirri síðari er gítarinn hrokkinn í gang. Sigurður Gröndal fær aö þenja hljóðfærið óspart að þessu sinni og hefur senni- lega aldrei verið betri en einmitt nú. Eða kannski hefur hann alltaf þurft að halda aftur af sér og því ekki notið sín sem skyldi. En um leið og gítarinn er kominn í forgrunn hjá Pláhnet- unni stendur hún nær Sálinni hans Jóns míns en áður, hvort sem það hefur verið viljandi eður ei. Og að lokum örfá orð um textagerö Stefáns Hilmarssonar. Aldrei þessu vant er ekki ætlunin að hallmæla henni heldur fagna þvi að hann er bersýnilega farinn að kynna sér bragfræði og þar með væntanlega taka textasmíðina alvarlegar en hingað til. Batnandi mönnum er best að lifa! Ásgeir Tómasson Megas-Drög að upprisu Tílþrifamikil tónleikaplata Megas hefur farið mikinn undanfarin misseri þó svo hann hafi ekki sent frá sér plötu með nýju efni. Hann hefur gefið út tvær safnplötur með úrvali af verkum sínum; önnur mjög ítarleg stúdíóplata en hin tónleikaplata sú sem hér er til umfjöllunar. Hún er nokkurs konar ands var við tónleikaplötunni Drög að sjálfsmorði sem Megas tók upp á sínum tíma þegar tilvistin var ekki upp á það besta. Og samlíkingin nær svo langt að plöturnar tvær eru teknar upp á sama stað, í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Annars er ekki til mikils að bera þessar plötur saman; sú fyrri tekin upp við fátæklegar tækniaðstæður og bölmóðurinn ætlaði allt að sliga. Rokksveitin Urmull í hljóðveri „Við höfum tvisvar spilað í Reykjavik. í bæði skiptin í afmælum. Við skulum bara segja að við sérhæfum okkur i að koma í afmæli og spila,“ segja liðsmenn rokk- hljómsveitarinnar Urmuls frá Vestfjörðum. Þeir hafa að undan- fómu unnið að sinni fyrstu plötu sem verður gefin út í október. Um það leyti sem platan kemur út verður hljómsveitin tveggja ára. Hún hefur lítið látið fara fyrir sér utan Vestfjarða og spilar í tömum að sögn fimmmenninganna. Urmull er þó að spila í Húnaveri um þessa helgi á landsmóti Sniglanna. „Svo spilum viö eitthvað heima þegar okkur vantar pening og verðum svo á ferðinni í október til að kynna plötuna," segja þeir. Á plötunni verða tólf lög, öll eftir Símon Jakobsson bassaleikara. Hjalti Ágústsson söngvari semur textana. Auk þeirra tveggja eru í Urmuli þeir Jón Geir Jóhannsson trommuleikari og gítaristarnir Stefán Freyr Baldursson og Guð- mundur Halldórsson. Þeir segjast vera nánast alætur á rokk. Þó hafi þeirra eigin tónlist lést dálítið með tímanum. „Við spilum okkar eigið efni aðallega, svo tökum við uppáhaldslögin okkar og Faith ef Símon er ígóðu skapi,“ segja þeir. Og áhrifm. Hvert eru þau aðallega sótt? Þeir reka upp hlátur: „Alveg vissum við að þessi spuming kæmi,“ segja þeir. „Við erum undir áhrifum frá Bone China og Dos Pilas. Þeir sýna okkur hvemig við eigum ekki aö vera,“ segir einn. „Við erum undir áhrifum frá Smiths upp í Slayer og öllu þar á milli,“ svarar annar og einhver nöfn til viðbótar era nefnd sem hugsanlegir áhrifavaldar. Og við aö hlusta á tónlist Urmuls fer ekki á milli mála að fimmmenningarnir hafa úr ágætis fyrirmyndum að moða. Plötu- upptökunni lýkur í júli og það er sem sagt á hreinu að í það minnsta ein íslensk rokkplata verður á mark- aðinum í haust. Þessi er hins vegar tekin upp við mjög fullkomnar tækniaðstæður af mjög færu fólki greinilega og nú geislar lífsgleðin af skáldinu og með- reiðarsveinum og méyjum þess. Byrjunin er ein sú áhrifamesta sem heyrst hefur á íslenskri plötu, Kór úr Joshua eftir Hándel, í mögnuöum flutningi. Siðan taka við gullkorn Megasar hvert á fætur öðra í góðri stígandi þannig að undir lokin er kominn galsi í mannskapinn og Megas tekur eitt lag eftir undirleikara sína, Ný dönsku drengina; lagið Horfið til himins. Og merkilegt nokk þá bregður svo við að áheyrendur láta til sín heyra með fógnuði i upphafi lagsins sem þeir gera að öllu jöfhu ekki í öðrum lögum á plötunni. Reyndar er það kannski stærsti galli plötunnar, eða áheyr- enda öllu heldur, hvað þeir láta lítið til sín taka og lítið í sér heyra. Kurteislegt klapp í lok hvers lags er afskaplega klén frammistaða þegar meistari Megas er annars vegar. Platan er hins vegar afbragð þegar á heildina er' litið; líklegast besta innlenda tónleikaplatan til þessa, og eiga Megas, Ný dönsk, aðstoðarmenn og stúlkur hæstu einkunn skilda fyrir verkið. Sigurður Þór Salvarsson Þúsund andlit — Þúsund andlit ★★★ Hin ýmsu andlit Þúsund andlita Þúsund andlit er hljómsveit sem einbeitir sér að hressilegri, danshæfri popptónlist. Gamlar ryþmablúslykkjur era teknar til endurskoðunar og færðar í nútíma- búning með ýmsum krúsidúllum. Trommu„lúpur“ og lifandi ásláttur skiptast á og í sumum tilfellum er hvort tveggja notað samhliða. Mikil áhersla er lögð á þétt og ágengt bassa- og trommusamspil. Allt fellur þaö eins og flís við rass, fagmennskan er í fyrirrúmi og hljóðfæraleikur allur vandaður. Lögin eru flest fremur einföld í sniðum þótt greinilegt sé að kunnáttusamir lagasmiðir eins og Birgir Jóhann Birgisson og Ari Einarsson séu að verki. Það er meira verið að höfða til fótanna en höfuðsins. Þetta er að mestum hluta dansmúsík eða partímúsík, flutt með stæl, eins og svaladrykkur með sólhlifum á sumardegi. Samt er ekki beinlínis hægt að kalla þetta gleðipopp. Til þess er undiraldan of þung, mollhljómar of áberandi og textamir sumir of örvæntingarfullir. Reyndar verða textamir seint taldir til bókmenntaaffeka enda sennilega íkki ætlunin. En það er visst ósam- ræmi milli texta sem eru fullir tilfinningahita þótt frekar óvandaðir séu og tónlistar sem er svo tæknilega fullkomin að hún jaðrar við að vera kaldhreinsuð. Flutningur söng- konunnar Sigrúnar Evu er þó mjög lifandi og breiðir yfir þessa galla ásamt slungnum bakröddum. Ég gæti trúað að mikið fjör fylgi hljómsveitinni á böllum. En vont er að sjá textana á prenti. Á geisladisknum Þúsund andlit fylgja með nokkur af eldri lögum hljómsveitarinnar og finnast mér þau sum hver betri lagasmíðar en hin nýrri. Eitt af þeim nýrri er Heim, rólegt lag, fallega sungið með góðri hljómborðsútsetningu og smekkleg- um en sparsömum gítarleik. Unga manninum á mínu heimili fannst hins vegar lagið Geggjað flottast. Þar er gælt nokkuð við teknópopp en er „ekki eins gróft“ eins og sá tólf ára sagði. Hlauptu, hlauptu er lag sem minnir um sumt á Mannakom og er íslenskasta lagið hjá Andlitunum. Annars stíla þau meira á popp með alþjóðlegu yfirbragði, ef svo má segja, og gera það bara vel. Ingvi Þór Kormáksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.