Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 4
26
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994
: t@nlist
Bíódagar, þeir lifa enn
-tonlistin úr kvikmvnrlinni
uppnarsatriði mynaarinnar pegar tjoisKyidan er a leio i dio.
Morthens sungu saman á sínum
tíma. Einnig eru þarna lög með
Skapta Ólafssyni (Allt á floti), Helenu
Eyjólfsdóttur (í rökkurró, Manstu
ekki vinur og Hvítir mávar), Erlingi
Ágústssyni (Við gefumst aldrei upp),
Ragga Bjarna (Vorkvöld í Reykjavík),
Sigurði Ólafssyni og Sigurveigu
Hjaltested (Blikandi haf), Erlu
Þorsteinsdóttur (Á góðri stund),
Sigurði Ólafssyni (Litli vin) og aö
lokum er þarna lag með Karlakór
Reykjavíkur (Litfríð og ljóshærð).
Eins og sjá má á þessu lagavali er
stemningu ársins vel við haldið, jafnt
með tali og tónum.
Af erlendum
vettvangi
Erlendu lögin eru nokkuð færri og
má þar fyrst nefna hljómsveitina
Kinks.
Þessi mikla rokksveit fyrri tima
kórónar stemningu myndarinnar
meö lögunum You Really Got Me,
Tired og Waiting. Einnig er þama
staddur Roy Rogers og ekki má
gleyma söngnum House of the Rising
Sun sem Animals flytja.
Aðalleikendur myndarinnar eru
Örvar Jensson (Tómas, 10 ára), Orri
Helgason (Nikulás, 15 ára bróðir
hans), Sigrún Hjálmtýsdóttir, óperu-
og dægurlagasöngkona (móðir
drengjanna), og Rúrik Haraldsson
(faðir drengjanna). Auk þeirra eru
rúmlega 600 aukaleikarar sem prýða
myndina enda í henni margar
hópsenur.
Allt í allt ætti geislaplatan
Bíódagar að ná fram stemningu
ársins 1964 og gera myndinni góð
skil.
-GBG
plt^tugagnrýni
f$iANí>muKKtm
íslandsklukkur - Ýmsír flytjendur
★ ★ i
Hrjúfur
undirtónn
Hvemig á að matreiða þjóðararfinn
ofan í ferðamenn? Alþýðutónlistina
sem geymdist með fólki mann fram af
manni. Á aö poppa hana upp, færa í
snyrtilegan, fjölþjóðlegan búning
þannig að fjöldanum liki? Eða reyna
að koma henni til skila sem líkast því
sem menn telja að hún hafi hljómað
áður fyrr á öldunum?
Allnokkrar ferðamannaplötur hafa
komið út á liðnum árum. Plötur sem
sérstaklega era ætlaðar útlendingum
til aö taka með sér heim. Sú sem hér
er til umfjöllunar er sennilega ein hin
þyngsta sem hefur komið út.
Stórkarlaleg eins og hraunið í
Dimmuborgum og minnir eiginlega
meira á heiftúðuga baráttu við
náttúraöfl en reiðsprett um mjúka
sanda í sól og sumaryl. í heildina er
hijúfur undirtónn íslandsklukkum
þótt söngur Voces Thules og fleiri
söngvara á plötunni sé oft
engilblíður.
Það er vissulega gaman að
vönduðum flmmundarsöngnum á
plötunni. Og Útilegumannakórirn
drungalegi skilur eftir i senn
skemmtileg og dapurleg hughrif.
Hann minnir ekki aðeins á íslenska
útilegumenn og sauðaþjófa.
Skeggjaðir kújónar í Dollaramyndum
Sergios Leones standa manni líka
fyrir hugskotssjónum. Ennio
Morricone beitti svipuðum kór til að
hljóðskreyta átakasenur í
Dollaramyndunum frægu.
En þegar í heildina er tekið er of
mikill vetur fyrir minn smekk á
íslandsklukkum. Það hefði mátt mála
í tónum dálítið meira af grængresi og
sól og minna af hrauni og byl. Yfir
flytjendum þarf hins vegar ekki að
kvarta og lagavalið sem slíkt er
fjölbreytt. Aðeins ein athugasemd: Er
ekki hægt að gera plötu með íslenskri
alþýðutónlist lengur nema hin
ótrúlega ofnotaða Maístjama sé höfð
með?
Ásgeir Tómasson
miÉiiamapiTrrjiTiirj.'na
ft/
jjjhfr
kmfím
Pretenders
- Last of the Indipendents
★ ★ ★
Það besta í
mörg ár
Chryssie Hynde er ein af þessum
kraftakonum í rokkinu sem alltaf
koma aftur, sama hvað á gengur. Þeir
vora margir sem vora fyrir löngu
búnir að afskrifa Pretenders en með
þessari nýju plötu gefur Hynde öllum
slíkum spámönnum langt nef og
skipar sér enn og aftur i fremstu röð.
Pretenders er búin að starfa meira og
minna samfleytt í 17 ár og
frumherjamir tveir, sem enn lifa, þau
Hynde og trommarinn Martin
Chambers, era enn kjölfestan í
hljómsveitinni. Með þeim era nú þeir
Andy Hobson bassaleikari og
gitarleikarinn Adam Seymour. Sem
fyrr er Hynde allt í öllu, semur öll lög
og syngur, auk þess að leika á gítar.
Og henni hefúr tekist sérlega vel upp
að þessu sinni því þessi plata er
tvímælalaust ein sú allra besta sem
Pretenders hefúr látið frá sér fara um
langt árabil. Lögin era flest í
dæmigerðum léttrokkuðum stíl
Hynde, glaðlegt rokk, mátulega hrátt,
einfóld lög og melódísk. Yfir þeim er
áberandi bjartur hljómur sem ber
með sér að höfúndurinn lítur björtum
augum á tilveruna um þessar
mundir. Eitt lag sker sig þó nokkuð
úr þessari katagoríu en það er lagið
I’m a Mother sem hljómar eins og
Pink Floyd og gæti alveg sómt sér hið
besta á plötu með þeirri ágætu
hljómsveit. Inni á milli era svo ekta
Hynde-melódíur eins og lagið I’ll
Stand by You sem náð hefur
talsverðum vinsældum hérlendis en
lagið 977 er ekki síðri melódía.
Söngstíll Hynde er alltaf
jafnsérstakur og sjarmerandi, finnst
mér, og hún er jafnvel betri söngkona
í dag en hún var fyrir 17 árum þegar
Pretenders-ævintýrið byrjaði. Last of
the Indipendents er plata sem leynir
á sér; virkar kannski ekkert sérstök
við fýrstu áheyrn en vinnur jafiit og
þétt á við frekari hlustun.
Sigurður Þór Salvarsson
Þann 30. júní síðastliðinn var
frumsýnd ný íslensk kvikmynd í
.j, Stjömubíói. Myndin er eftir Friðrik
Þór Friðriksson og nefnist Bíódagar.
Myndin gerist 1964, fyrir daga
sjónvarpsins, og segir frá lífi
Tómasar, tíu ára drengs úr
Reykjavík. Myndin er ein sú dýrasta
sem gerð hefúr verið á íslandi og er
þegar farin að sópa að sér
útnefningum til kvikmyndaverð-
launa erlendis. í myndinni er að finna
14 lög frá þessu tímabili, jafnt innlend
sem erlend, en Friðrik fékk Bubba
Morthens vin sinn til að semja titillag
myndarinnar.
Samið á tíu
mínútum
„Ég samdi það á tíu mínútum, tíu
> mínútum eftir að ég sá myndina,"
segir Bubbi, aðspurður. Lagið er
samið í ,,60’s fíling", svo við notum
orð meistarans, og er titillag
myndarinnar og fyrsta lag
geislaplötunnar sem er nýkomin út.
Fyrir stuttu var Bubbi hins vegar að
leggja síðustu hönd á nýjustu afurð
sina sem ervæntanleg fyrir jól og má
þar af leiðandi búast við því að hann
fari að spila opinberlega á ný en
plötugerðin hefur tekiö allan hans
tíma upp á síðkastið.
Síðast þegar Bubbi var kenndur
við kvimyndatónlist var það í
kvikmyndinni Skyttunum.
„Maður segir ekki nei við Friðrik,"
segir Bubbi að lokum.
íslenskar perlur
Eins og áður segir er að finna 14
önnur lög á plötunni, jafnt innlend
sem erlend. Af innlendu lögunum
skal fyrst telja lagið Þrek og tár sem
Erla Þorsteinsdóttir og Haukur
Pink Floyd - The Division Bell:
★ ★ ★
Það má auðveldlega hafa gaman af
plötunni, hvort sem menn vilja láta hana
malla í bakgrunni eða sökkva sér niður
í lög og texta, söng og spil. -ÁT
Julio Iglesias-Crazy
★ ★ ★
Crazy er plata sem á alla athygli skilda.
-SþS
Jet Black Joe -You Ain't here:
★ ★ ★ ★
Sveitin sýnir enn aukinn þroska í
tónsmíðum auk þess sem hún
stílhreinsar hljóminn fyrir erlendan
markað. -GB
HörðurTorfa- Þel:
★ ★ ★ ★
Niðurstaðan er 17 lög sem spanna öll
þessi 23 ár og gefa gott yfirlit yfir
þroskaferil tónlistarmannsins Harðar
Torfasonar. -SþS
Ýmsír flytjendur — íslandslög 2:
★ ★ ★
Allt er vandað og nostursamlegt.
Maður fær það á tilfinninguna að
stjómandinn hafi ailtaf fengiö tíu í
smíði. -ÁT
Dos Pilas— Dos Pilas:
★ ★ ★
Dos Pilas eiga hrós skilið fyrir þessa
útsetningu. -GB
Páll Óskarog Milljónamæringarnir
- Milljón á mann:
★ ★ ★ i
Hápunktur plötunnar verðurað teljast
dúett þeirra Bogomils og Páls Óskars í
laginu Something Stupid sem er hvað
þekktast í flutningi BVanks og Nancy
Sinatra. -SþS
J