Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. JULI1994 25 >WÍ<< tónli0i: Ykt rokk í Reykjavík - útgáfutónleikar í kvöld Safnplötuútgáfa Islenskra hljóm- plötnfyrirtækja hefur sjaldan veriö eins öflug og það sem af er þessu ári þrátt fyrir samdrátt í verslun. Þann fyrstajúlí síðastliðinn gafSpor hf. út plötuna Ýkt böst sem inniheldur átján lög af ýmsum stærðum og gerðum. Hlutdeild íslenskra sveita eykst með hverri útgáfu og er hér komin í 13 af 18. í tilefni þessarar útgáfu verða haldnir sérstakir út- gáfutónleikar í kvöld á Tveim vinum og síðan verður endurtekning daginn eftir í Rósenberg-kjallaran- um. Á tónleikunum koma fram 5 hljómsveitir sem allar eiga lög á plötunni. Þessar sveitir eiga það sammerkt að kenna sig við rokk og hafa tónleikarnir því fengið yfirskriftina Ýkt rokk í Reykjavík. Tónleika- sveitirnar Til þess að glöggva lesendur aðeins á þeim hljómsveitum sem fram koma ætla ég að renna yfir liðskipan þeirra í stuttu máli. Fyrsta skal telja hljómsveitina In Bloom sem á lagið Pictures á nýju plötunni. Sveitin er sjö mánaða gömul og hana skipa: Sigurgeir Þórðarson (söngur), Sigurjón Brink (trommur/raddir), Albert S. Guðmundsson (bassi/ raddir), Úlfar Jacobssen (gítar) og Hörður Þór Torfason (gítar). Næsta skal telja Lipstick Lovers sem á lagið On My Way to Paradise á nýju plötunni. Hljómsveitin hefur áður gefið út stóra plötu sem ber nafnið My Dingaling og hana skipa Bjarki Kaikumo (söngur/gítar), Anton M. Gylfason (gítar), Ragnar Ingi (trommur) og Sævar M. Kristinsson (bassi). Þá er það Rask. Hún á lagið Þrá á nýju plötunni. Hljómsveitin hefur áður geflð út eitt lag á safnplötu og hana skipa Sigríður Guðnadóttir (söngur) og Bergur Morthens (gítar). Blackout skipar síðan fjórða sætið í þessari upptalningu. Hún á lagið Days á nýju plötunni en hefur áður gefið út lag á safnplötu. Blackout skipa Jóna de Groot (söngur), Ólafur Kristjánsson (bassi), Leifur „Hamm- er“ (gítar) og Hreiðar Júlíusson (trommur). Síðast en ekki síst skal telja hljómsveitina Dead Sea Apple. Hún á lagið Mist of the moming og hefur ekki gefið út áður. Hljómsveit- ina skipa: Steinarr Logi Nesheim (söngur), Haraldur Vignir Svein- björnsson (gítar), Hannes Heimir Friðbjarnarson (trommur), Carl Johan Carlsson (gítar) og Arnþór nafn vikunnar Islenskar hljomsveitir eiga 13 lög af 18 á plötunni Ykt böst Þórðarson (bassi). Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00 en það verður frítt inn bæði kvöldin. Aðrar sveitir á plötunni eru: Alvaran sem á þama tvö lög (Hvað er að ske og Leikur að vonum), Fantasía sem á einnig tvö lög (Negli þig næst - sérstakt liðsinni Stefán Hilmarsson - og Enn einn hring), Vitrun (Child), Valgerður Guðna- dóttir (Touch Me) og Jet Black Joe (Running out of time). Þar með em íslensku hljómsveitimar taldar upp. Af erlendri grund fáum við að heyra lög með Primal Scream (nýja smáskífan frá Jailbird), íslandsvin- unum í Saint Etienne (Like a Motorway), Erasure (Always), hinni snoppufríðu Misty Oldland (A fair Affair), rokkurunum í Inspiral Carpets (Uniform) og Oasis (Supersonic). Eins og áður segir em þetta heil átján lög á Ýkt böst og í þetta skiptið blandar Spor hf. ísframleiðendum ekki í málið. GBG 4. W Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikur inn fer þannig fram að í hverr i viku eru birtar þrjár léttar spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar sem svara öllum spurningunum rétt hljóta svo geisladisk i verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni em verðlaunin geisladiskurinn Egg ‘94. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað heitir nýr íslenskur danslagasafndiskur frá Smekk- leysu? 2. Hvað heitir söngvari Manna- koma? 3. Hvernig tónlist spilar Snoop Doggy Dogg? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 14. júlí og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 21. júlí. Hér em svo svörin úr getrauninni sem birtist 23. júní. 1. Something Stupid. 2. Kombóið. 3. Rúnar Júlíusson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.