Alþýðublaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 8
P©t©r Anthonisen hefur 4§ niillléiiir dansl ekkert lát á framkvæmcfym Eians á sjötugs PETER Anttoonisen kom til Skag- en í Ðanmörku árið 1916 og átti þá ekki eyrisvirði milli toand- anna. Nú er hann vellauðugur út- gerðarmaður og framleiðandi með 40 milljónir danskra króna í velt- unni. Þeir kalla toann ýmist síld- arkónginn eða forstjórann. Hann er ræðismaður íslands 1 Skagen. Hann er þjóðsagnapersóna í Dan- mörku. Peter Anthonisen er nú sjötug- ur að aldri. Andlitið er veðurbit- ið, líkaminn þrekbyggður og hold- mikill. Það er sagt að menn fái á tilfinninguna við að sjá hann, að hann hafi tvöfaidað þrótt sinn á hverjum tíu árum lífs síns. Þeg ar um fisk, peninga og viðskipta- hæfileika er að ræða, standa fáir á Skagen toonum á sporði. Peter Anthonisen er talinn ó- venjulega heilsteyptur maður. — Hann hefur orðið fyrir miklum á- föllum í einkalífi sínu. Hann missti konu sína, einkadóttur og einkason. Hann sökkti sér æ 4 meira niður í vinnu til að gleyma sorgum sínum og það hefur sézt á framkvæmdum toans á undan- förnum árum, sem hafa fremur aukizt en minnkað með árunum. Skrifstofur hains eru í rauð- og hvítmáluðu timburhúsi niður við höínina. Yfir inngöngudyrun- um stendur smáum stöfum: P. Anthonisen. Þar situr hann í skrif stofu sinni, sem er innréttuð á nýtízkulegan hátt. Palisander-við- ur og svart leður eru mest áber- andi í skrifstofunni. í sýningar- skáp úr gleri stendur líkan af fiskiskipi og á bókahillu liggur stífur stráhattur, sem ber merki mikillar notkunar. — Anthonisen stendur á miðju gólfinu, iþegar toann tekur á móti gestum og hin mikiiúðuga persóna hans smækk- ar alla hluti í kringum hann. Eft- ir að hann er setztur, situr hann beinn í stóhium, rödd hans er ró- leg, þegar hann talar, andlitssvip- urinn óútreiknanlegur og framan af eru svörin stutt og snubbótt. íbúðarhús sitt í Skagen. íslenzka PETER Anthonisen fyrir framan ræðismannsskiitið er fyrir ofan hann. Bindisnálin er stór öngull og stráhatturinn er þekktasta höfuðfatið á Skagen. 4 ANTHONISEN á heimili sínu. Málverkið fyrir ofan hann er eftir Michael Ancher. Það keypti hann á uppboði fyrir 40 þúsund dansk ar í samkeppni um boðin við listaverkasafnið í Skagen. ANTHONISEN á hreinsunarstöð sinni. Hann hcldur á íláti með síldarlýsi. 3 29. ágúst 1967 — ALÞYÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.