Alþýðublaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 7
Að brúa bilið milli heyrnar daufra og hinna heyrandi Frá aðalfusidi Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra AÐALFUNDUR Foreldra- og styrktariélags heyrnardaufra var haldinn í Heyrnarleysingja- skóla íslands laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. sept. síðast- liðinn. — Félagið er landsfélag og voru mættir til fundarins for- eldrar heyrnardaufra barna víða ■ að af landinu. Fundarstörf voru í höfuðdráttum þrenns konar: Fyrirlestrar sérfræðinga og fræðslukvikmynd, umræðuhópar foreidra og kennara og venju- leg aðaiiundarstörf. Fundurinn á laugardag hófst með erindi Brands Jónssonar skólastjóra, en hann sagði frá kynnisför, sem hann fór til Norðurlanda, einkum til að fræð- ast um húsakost og aðbúnað allan, sem sérskólar heyrnar- daufra búa þar við, en bygging nýs skólahúss hér og bættur að- búnaöur í hvívetna er nú brýn nauðsyn, bæði vegna mikilla þrengsla og lélegs aðbúnaðar eins og nú standa sakir, en þá einkum vegna gífurlegrar fjölg- unar nemenda á næsta ári. Þá ræddi skólastjóri um það, sem efst er á baugi í mennta- málum heyrnardaufra í þessum löndum, m. a. það, hvort þeir ættu að stunda nám í sérskólum eða vera í skólum með heyrandi börnum. Gat skólastjórinn þess m. a. að Svíar legðu nú niður alla framhaldsskóla, sem sér- staka hjálp í almennum skólum. Áherzla er þó lögð á, að grund- völlur að menntun þessara barna sé lagður i sérskólum og sum heyrnardauf eða heyrnarlaus börn verði þess aldrei umkomin að stunda nám, í alm. skóla. — Sagði fyrirlesarinn, að Norð- menn hefðu einkum lagt á þetta mikla áherzlu. Stefán Skaftason, sem starf- að hefur um árabil í Svíþjóð, sem aðstoðaryfirlæknir á heyrn- ardeild, en síðastliðið hálft ár við heyrnarstöðina í Árósum, kom víða við í erindi sínu á sunnudag. Rakti hann helztu or- sakir heyrnarskerðingar og heyrnarleysis. Gat hann þess meðal annars, að sýktist móðir af rauðum hundum 10—12 fyrstu vikur meðgöngutímans væri fóstrið í hættu. Gæti orðið um heyrnarleysi, blindu eða hjarta- galla að ræða hjá baminu. — Meðal annarra orsaka heyrnar- skerðingar væru taugaskemmd- ir, sem oft væru ættgengar, heilahimnubólga, hettusótt, langvarandi eyrnabólgur, bólg- ur í kjálkaholum, súrefnis- skortur vegna erfiðrar fæðingar, notkun sterkra lyfja s. s. strep- tomycin, skemmdir vegna mik- 'ils hávaða o. fl. Ráðin, sem læknisfræðin beit- ir í baráttunni við heyrnar- skerðingu, eru þrenns konar — sagði læknirinn. Lyfjameðferð, skurðaðgerðir og heyrnartæki. Það væru einkum svonefndar leiðsluskemmdir, sem oft væri hægt að lækna með skurðaðgerð, en stafaði heyrnardeyfan af skemmd i innra hluta eyrans, væri vart um aðra hjálp að ræða en heyrnartæki. Læknirinn ræddi svo allýtar- lega Um hjálp við fólk með skerta heyrn og nauðsyn þess að endurhæfing heyrnardaufra barna hæfist svo snemma sem þroski þeirra leyfði. Ræddi hann fyrirkomulag þessara mála í Svíþjóð og Danmörku og taldi höfuðnauðsyn, að hér yrði kom- ið á fót heyrnarhjálparstöð fyrir allt landið í sambandi við sem fullkomnasta háls-, nef- og eyrnadeild við eitthvert sjúkrahús hér. Kom það fyrir oftar en einu sinni á þessum fundi, hvílík höf- uðnauðsyn væri að koma upp slíkri stöð til heildarstjórnar og þjónustu í þessum málum fyrir landið allt. Mörgum fyrirspurnum var beiiit til fyrirlesaranna á fund- inum og allmiklar umræður urðu um ýmsa þætti þessara mála, einkum uppeldislega hlið þeirra og málnámið, en þessir þættir voru einnig ræddir í umræðu- hópum. Hluti fundarmanna sá fræðslukvikmynd í boði Zonta- klúbbs Reykjavíkur og sjónvarps- ins. í skýrslu formanns kom fram að félagar eru nú yfir 60 talsins en styrktar og ævifélagar um 370. Af starfsemi félagsins þetta fyrsta ár þess má nefná: Brandur Jónsson skólastjóri samdi erindi að beiðni félagsins og flutti í útvarp, þetta erindi birtist svo allmikið aukið í tímaritinu Menntamál. Herdís Haraldsdóttir kennari tók saman fræðslurit fyrir for- eldra heyrnardaufra barna og er það nú í prentun. Félagið útvegaði og dreifðí meðal félagsmanna tveimur heftum af tímaritinu Heimili og skóli, en þar birtist erindi Sig- p urjóns Björnssonar sálfræðings um uppeldisvandamál heyrnar- daufra barna. Sumarnámskeið fyrir heyrnar'- dauf börn var haldið fyrir at- beina félagsins og í samvinnu við Heyrnleysingjaskólann. — Námskeið þetta var að Reykholti í Biskupstungum og þótti gefast það vel, að ákveðið er að slík námskeið verði haldin árlega verði þess nokkur kostur. Fé- lagsmenn sáu kvikmynd frá þess- ari starfsemi. Félagið sýndi viðleitni í að auka bóka- og tækjakost Heyrn leysingjaskólans, einnig að koma nemendum þaðan til náms í myndlistardeildum í borginni. Hafinn var undirbúningur að samningu orðasafns fyrir heyrn- ardaufa. Skíðaferð var farin með eldri j nemendum skólans. Á starfsárinu var haldinn I einn almennur félagsfundur auk aðalfundar, stjórnarfundir urðu 33, en auk þess voru haldn- ir fundir með ýmsum aðilum. í aðalfundarlok var sam- þykkt starfsáætlun félagsins fyrir næsta starfsár og auk þess eftirfarandi ályktun: 1. — Megintilgangur allrar kennslu heyrnardaufra hefur alltaf verið að brúa, svo sem verða má, bilið milli þeirra og hinna heyrandi. Fundurinn tel- ur höfuðnauðsyn að koma heymardaufum börnum, sem mest á meðal heyrandi jafnaldra, einkum í þeim greinum, sem þau hafa tækifæri til að standa jafnfætis öðrum börnum, s. s. í verklegum greinum. Fundur- inn telur, að þar scm örar fram- farir hafi orðið hin síðustu ár í framleiðslu hvers konar heyrnarhjálpartækja, beri að athuga gaumgæfilega möguleika einstakra barna, með skerta heyrn, á því að stunda nám í almennum skólum, en jafnframt leggur fundurinn áherzlu á, að forsenda þess er sérfræðileg menntun viðkomandi kennara og ein heildarstjórn allra þess- ara mála fyrir landið allt, enda sé hún í höndum sérfræðtnga. 2. — Fundurinn fagnar því, að nú er að koma skriður á byggingu nýs skólahúss fyrir fyrir Heymleysingjaskólar n, og bendir jafnframt á að vegna fyrirsjáanlegrar f jölgunar ! nem- enda næsta ár mega framkvæmd- ir þessar ekki með nokkru móti dragast á langinn. Jafnframt harmar fundurinn að fjárveit- ingavaldið skuli ekki hingað til hafa séð sér fært að búa betur að skólanum en raun ber vitni og væntir að á því megi verða gagngjör breyting. 3. — Fundurinn beinir þeirri áskorun til allra þeirra, sem vinma að málefnum heyrnar- daufra, að þeir hafi sem nán- ast samstarf sín á milli. Ekk- ert er eðlilegra en menn greini á um leiðir að marki, ep það má ekki verða til þess að hver reyni að troða skóinn niður af öðrum til ósegjanlegs tjóns fyr- ir þá, sem vinna á fyrir. — Fundurinn beinir þeirri á- skorun til almennings að hann Framhald á bls. 10. Myndin er af Gunnari og Val Gíslasyni í hlutverkum sínum. Galdra-Loftur / fimmta sinn NÚ mun vera liðin rúmlega hálf öld síðan Galdra-Loftur var fyrst sýndur á leiksviði hér í Reykja- vík og mun láta nærri að alltaf hafi verið ný uppfærsla á leikn- um á 10 ára fresti hér í höfuð- borginni síðan því að þetta mun vera í fimmta skiptið, sem Galdra Loftur er sviðsettur í Reykjavík. Mikil hrifning var þegar leikur- inn var frumfluttur þann 26. des ember árið 1914 og svo hefur jafn an verið þegar þetta stórbrotna og jafnframt vinsæla leikrit Jó- hanns er sýnt. Leikurinn var sem kunnugt er frumsýndur í Þjóðleik húsinu fyrir skömmu, með Gunn ari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverkunum. 6. október 1967 — ALÞÝGUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.