Alþýðublaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 1
ÞESSI mynd er frá því á 15. öld, málverk eftir þýzkan málara, og sýnir Maríu og Jesúbarnið í fjárhúsinu þá nótt fyrir langalöngu er kristnir menn trúa að felsarinn hafi verið borinn hér á jörð. María situr með banið og húsdýrin standa við stall, en þrír litlir englar horfa fullir lotningar inn um gluggann á fjárhúskofanum. Höfundur myndarinnar er Stefan Lodher. Hún er máluð á tré, og sýnir vel þá tilfinningarfku stefnu í málaralist sem ríkti í Köln um þessar mund ir. Hún ber einnig vitni stekari trúarlegri kennd listamannsins. Með þessari mynd sendir Alþýðublaðið öllum lesendum sínum einlægar jólaóskir. Rðuð jól syðra, en hvít fyrir norðan ALLAR Iíkur benda til þess, að jólin sunnan lands veröi rauö, að minnsta kosti fram á annan dag- jóla. Hins vegar er líklegra að ijólin fyrir norð an verði hvít. Þessi spádómur er byggður á upplýsingum veð urstofunnar á Þorláksmessu. í gaer, Þorláksmessu, var ríkjandi norð-austlæg átt um allt landið, bjartviðri á Suð- urlandi og hiti 2—4 stig. en á Norðurlandi var slydda eða slyddurigning, hiti 1—3 stig. Búizt var við, að þegar liði á daginn í gær færi veður kóln andi fyrir norðan og tæki að snjóa. Úti fyrir Vestfjörðum var hvassviðri af norðaustri á Þorláksmessu. í dag, aðfangadag jóla, á að vera dregið til sunnanátlar um allt land og eru líkur til að komin verði rigning iá: sunn anverðu landinu um það leyti sem jólahelgin gengur í garð. Veðurfræðingar treystu sér ekki í gaer að spá um, hve lengi hlýindin kynnu að hald- ast sunnanlands. Hins vegar eru ekki líkur til. að sunnan- áttin nái að taka upp snjóinn norðanlands, en búizt við, að veður verði gott þar á aðfanga dag. Niðurstöður að þessum upp lýsingum gefnum eru þær, að jólin verði rauð sunnanlands, að minnsta kosti framan af, en Norðlendingar haldi hins vegar hvít jól að þessu sinni. Islenzk kvikmynda- gerð fær aukið fé ÞAÐ virðist vera vaxandi áhugi á kvikmyndageijð á íslandi og náð'i sá áhugi inn í sali Alþingis nú fyrir skömmu. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1968 voru sam þykktar þrjár f járveitingar í þessu skyni, samtals 700.000 kr. og hefur slíkt aldrei komið fyrir áður. í fyrsta lagi var samþykkt að veita 100.000 kr. tU að taka heiin ildarkvikmyndir um merka íslend inga á vegum menntamálaráðu neytisins. Mun eitthvað hafa ver iff gert af þessu áffur, en verður hægt aff gera meira á komandi ári. Þá (vfar veitt 250.000 kr. til kvikmyndatöku vcgna kynningar á sjóvinnu í sjónvarpi, og er það á vegum Siiávarútvegsmálaráffu- neytisins. Er ætiunin aff gera sjónvarpskvikmyndir, sem kynni hin ýmsu störf sjómanna í þeim. tilgangi aff vekja áhuga æskufólks á þeim. Loks var veitt 350.000 kr. til heimildarkvikmyndar um ísland á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hafa slíkar myndir veriff tekn ar af flestum effa öllmn banda- lagsríkjum og eru þær ekki hern affarlegs efflis. Þessi mynd er tek in af erlendum kvikmyndatöku- Framhald á bls. 14. JÓLAHALD Á HVERAVÖLLUM Sjá - bls; 3 |t ■' ■ ífc!! . Tveir sækja um Umsóknarfrestur um embætti útvarpsstjóra er útrunhinn. Uinsækjend-ur eru Andrés Björnsson, lektor, og Rúrik Har- aldsson, leikari. Menntamálaráðuneytiff, 23. desember 1967.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.