Alþýðublaðið - 09.02.1968, Side 1

Alþýðublaðið - 09.02.1968, Side 1
BRUNKEPPNINNI FRESTAÐ [N sjá opnu VETRARÓLYMPÍULEIKARNIRIGRENOBLE ......... niwiiwimb—i'i 'uw ....... „FRAKKAR ERU KUNNASTIR FYRIR OSTA, VÍN OG FRJÁLSAR ÁSTIR, EN SÉ SKYGGNZT UNDIR YFIRBORÐIÐ, KEMUR ÝMISLEGT FLEIRA I LEITIRNAR." Albert Guðmundsson: Frakkar eru frábærir gestgjafar. F ■ AIR munu þeir Islendingar, er gjörþekkja til franskra staðhátta en Albert Guðmunds- son, stórkaupmaður og knatt- spyrnukappa. Tengsl hans við Frakkland eru kunnari en frá þurfi að segja, og í tilefni vetr ar - ólympíuleikanna í Grenoble leituðum við á hans fund og báðum hann segja okkur sitt- hvað af landi og þjóð. jp :]í ^ — „Frakkar eru kunnastir fyrst osta. vín og frjálsar ástir, segir Albert Guðmundsson, en sé skyggnzt undir yfirborðið kem ur ýmislega fleira í leitirnar. Til dæmis er það eftirtektarvert, hve þjóðin er gegnsýrð íþrótta- anda, og fáir munu þeir Fraklt- ar, sem ekki hafa haft nokkur kynni af íþróttum. Frakkland er líka auðugt af glæsilegum í- þróttamannvirkjum og á víð- kunna verkfræðinga og húsa- meistara. Auk þess eru Frakk ar heimsfrægir gestgjafar og þess sér áreiðanlega staðj nú á Ólympíuleikunum í Grenobie.” — „Ég hef þó nokkrum sinn- um komið til Grenoble, sem er 3-400.000 manna borg við rætur Alpafjalla á Suð-austur Frakk- landi. Ég keppti þarna að vísu aldrei, en kom þangað með sýn ingarflokkum. Borgin er einstak lega þrifaleg og vel umgengin, auk þess er hún á margan hátt mjög nýtízk. Grenoble hefur til þessa ekki verið nein sérstök miðstöð franskra vetraríþrótta framar ýmsum öðrum stöðum, en mér þykir trúlegt, að hún verði það héðan í frá, því að í sambandi við vetrarleikana nú munu hafa verið reist mörg og fögur íþróttamannvirki, sem eiga sér trúlega langa framtíð fyrir höndum. Nú, staðurinn er vel í sveit settur, skammt í indæl- ar skíðabrekkur, góð aðstaða til skautaiðkanna og þetta frjálsa og- hressandi fjallalofts- lag, sem er íþróttunum svo eig inlegt.. .” T % * — ‘‘Frakkar eru miklu meiri skíðamenn en margir íslending- ar virðast halda, enda geta þeir sótt í snjó allt árið. Þeir eiga heimsmeistara á skíðum bæði í karla- og kvennaflokkum, og ég gæti trúað, að þeir eignuðust þá að minnsta kosti þrjá á þess um vetrarleikum. En aðalíþrótt Frakka er auðvitað knattspyrnan þó að það sé víst ekki ætlunin að fara út í þá sálma hér. . “ „Um úrslitin að þessu sinni vil ég engu spá, en mér segir hugur um, að Austurríkismenn komi til með að standa sig sér staklega vel. Þeir eru úrvals- skíðaþjóð, enda aldir upp við prýðilega aðstöðu, áuk þess sem þeir eru að eðlisfari þrautgóðir og þolnir. Ég hygg, að Norð- mönnum veitist örðugt við þá að glíma, ekki sízt í stökkgrein um. Annars er það eftirtektar- vert, hve Austurríkismenn eiga aihliða góða skíðamenn, og næsta fáar þjóðir, sem komast með tærnar...” * * —„Ég vil heldur engu spá um frammistöðu okkar manna, en er hins vegar eindregið þeirrar skoðunár, að við íslendingar VERÐUM og EIGUM að vera í leikum sem þessurn, ’þó að ekki keppum við til verðlauna við stórþjóðirnar. Ég mundi telja það prýðilegan árangur, ef okk ar fólk yrði meðal fimmtíu hinna fyrstu hvert í sinni grein, — það er að segja svona einhvers staðar í miðið. Sérstaklega vænti ég góðs af Kristni Bene- diktssyni og á von á því að hann skili minnisverðum ár- angri í ár. ..” ❖ ❖ * — „Að lokum vil ég segja þetta: Ég veit, að vel og höfð- inglega verður að vetrarólym- Framliald á 3. síðu. Á þessarl mynd sézt borgarstjórinn í Grenoble, Hubert Dubedout (í miði) kynna borgarstjórann í Innsbruck, AIois Lugger til vinstri fyrir Courtiade, en sá síðastnefndi er einn af forystumönnum Vetr- arleikanna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.