Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. febrúar ÍÞRÖTTABLAÐ (3) "i Brunkeppni frestaö - Peggy nær orugg um sigur y Fleming, sem er heims- tum hefur að tveimur dög ■ sigur í listhlaupi á vetr- var hrunakeppninni, sein 'estað vegna veðurs. ur hennar, sem er austur-þýzka stúlkan Gabrielle Seifert. Austur- ríska stúlkan Beatrice Schuba er í þriðja sæti og fjórða er H>na Maskov, Tékkóslóvalda, sem er Evrópumeistari í greininni. Mask- ova er af flestum talin bezt í svokölluðum skyldugreinum, sem eru síðasti þáttur keppninnar, en það nægir henni varla nema í þriðja sæti. Yngsti keppandi Vetrarleik- anna. rúmenska stúlkan Beatrice Hustiu, sem aðeins er 11 ára er í 31. sæti, en alls eru keppendur 32 í listldaupi kvenna. Staðan eftir keppnina í úag er sem hér segir: Peggy Fleming, USA 1062,1 G. Seifert, Au.-Þýzkal. 984,9 B. Chuba, Austurríki, 960,0 H. Maskova, Tékk. 943,2 A. Noyes, USA 941,9 Z. Almassy, Ungv. 910,2 BRUNINU FRESTAÐ. í gær átti brunkeppni karla að ' Á þessari mynd sjást tvær franskar skíðakonur í Grenoble. hefjast kl. 10 f. h. að íslenzkum tíma, en vegna veðurs var keppn- inni frestað. Það snjóaði efst í brautinni, en við endamarkið var þoka, þannig að ógjörningur var að keppa. Nú hefur verið ákveð- jð, að brunkeppnin hefjist í dag kl. 10 f. h. ÆFINGAR í STÖKKBRAUT- INNI. í gær fengu keppendur í nor- rænnj tvíkeppni að æfa sig i stökki í brautinni í Autrans. — Bandaríkjamaðurinn George Krogh kom mest á óvart, en hann stökk 81,5 m. Bandaríkjamenn hafa aldrei átt skiðastökkvara í fremstu röð. Næstlengsta stökkið átti Austurríkismaðurinn Manfreð Quick, en hann stökk hálfum m. skemmra en Bandaríkjamaðurinn. Beztur Norðmanna var Gjert Andersen, en hann stökk 76,5 m. Næstbeztur Norðmanna var Markus Svendsen, sem stökk 73 m. V.-Þjóðverjinn Franz Kell- er, sem flestir álitu sigurvænleg- astan í tvíkeppninni stökk lengst 79,5 m. HÖRÐ KEPPNI í ÍS Tékkar eiga eitt sterkasta ís- hokkílið heims og í gær léku þeir við Vestur-Þjóðverja í Grenoble. Leiknum lauk með sigri Tékka, sem skoruðu 5 mörk gegn 1. Sigur Tékka var alörei í hættu í gær, en leikur þeirra var þó í lakara lagi og sigurinn fullstór miðað við tækifæri. Annars var áberandi að Þjóðverjar gerðu sér aldrei neinar vonir í ieiknúm og lögðu alla áherzlu á að forðast „burst.” Bezti maður tékkneska liðsins var Pospisals. Það vantaði tvo af beztu mönnum liðsins. Sovétríkin sigruðu Austur- Þýzkaland með miklum yfirburð- um eða 9 mörkum gegn engu. í fyrstu lotu sigruðu Rússar með 4:0, en síðan 2:0 og loks 3:0. — Austur-Þjóðverjar léku allvel í upphafi, en síðan léku Rússar sér að Austur-Þjóðverjum og skotum rigndi á rnark þeirra. Svíar sigruðu Bandaríkjamenn naumlega eða með 4 mörkum gegn 3. Bandaríkjamenn sóttu mjög í lok leiksins og litlu mun- aði, að þeim tækist að jafna met- in. Bandaríska iiðið var óheppio, þar sem bezti maður liðsins, Craig Falkman meiddist og gat ekki leikið með. Keppnin um ólympíutitilinn mun vafalausf standa milli Rússa, Tékka og Svía. HEIMSFRÆGIR GESTGJAFAR Framhald af 1. síðu. píuleikunum staðið í ár: svo vel þekkj ég Frakka. Það eru engir betri lieim að sækja. Og ég vil hvetja íslendinga til að fylgj- ast vel með leikunum í blöðuiu og sjónvarpi. Ekki sízt verður ánægjulegt að fylgjast með þeim í sjónvarpinu, sem á tvímæla- laust eftir að færa okkur nær umheiminum í íþróttalegum efn um sem öðrum. Persónulega hef ég enga trú á því að sjónvarp ið dragi menn af leikvöngunum; auðvitað sitja sumir heima fyrir bragðið, en það kveikir í öðr- um...” GA.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.