Alþýðublaðið - 22.03.1968, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.03.1968, Síða 1
Föstudagur 22. marz 1968 — 49. árg. 52. tbl. — Verð kr. 7 RÍKISSTARFSMENN VIUA ✓ / VISITOLUUPPBOT A LAUN Ríkisstarfsmenn vilja nú fá vísitöluuppbót á laun sín, eins og- verkalýðsfélögin fengu í samningunum um síðustu helgi, og kref.i- ast þess jafnframt að skerðing bótanna við lfi-17 þúsund króna grunnlaim nái ekki til þeirra. Hefur fjármálaráðherra nú verið af. hent kröfugerð BSRB um þessí efni, að því er segir í fréttatil- kynningu frá samtökunum, en sú fréttatilkynning er á þessa leið: „Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti á fundi sínum 20. þ.m. með öllum at- kvæðum að krefjast endurskoð- unar á gildandi samningum um kjör ríkisstarfsmanna, sbr. 7. gr. laga nr. 55/1962 um kiara- samninga opinberra starfsmanna. Er þessi krafa gerð með hliðsjón af breytingum á kjörum, sem orðið hafa hjá öðrum. Fjármálaráðherra hefur verið afhent kröfugerð samtakanna vegna ríkisstarfsmanna. Er þar um að ræða samning Alþýðu- sambandsins við vinnuveiíend- ur að því'iundanskildu, að sleppt er skerðingu verðlagsbóta við 16 — 17 þúsund króna grunnlaun. Launakerfi það, sém opinberir starfsmenn búa við er miðað við skiptingu m.a. eftir menntun og ábyrgð, sem mundi fljótlega hverfa á tilteknu svæði launa- stigans, ef skerðingarákvæðin héldust. Hafa þannig opinberir starfsmenn sérstöðu að þessu leyti“. T ogarakonur Við hittum þessar fjörugu stúlkur í gær um borð í A-þýzkum verksmiðjutogara, sem nú liggur í Reykjavíkurliöfn. Þær vinna um borð Iíkt og hérlendar stúikur vlnna í fiskiðjuverum á þurru landi og að sögn þeirra er dvölin um borð í alle. staði prýðileg. Þær sögðust vera á sjónum vegna ævintýralöngunar, og eins til að vinna sér inn peninga til framtíðarlnnar, »r> I?.un þeirra eru allgóð. Þær eru allar lærðar í einhverr'i iðngrein og snúa sér að henni þegar þær fá nóg af sjómennskunni. Sjá bls. 3 í? H3 ÍP Hi ff' H gr ? a kafi i snjo Hálfs metra snjólag eftir úrkomu í fyrrinótt — menn urðu að moka sig út húsunum — eins metra djúpur snjór á Raufarhöfn. úr Mannbjörg er Hildur RE 380 sökk viö Gerpi í fyrrinótt kyngdi niður gífurlega miklum snjó í Vest mannaeyjum og er þar nú meiri snjór en elztu menn muna eftir í Eyjum. Allar götur þar voru ófærar í gærmorgun, og urðu menn að moka sig út úr húsum sínum til að komast til vinnu sinnar. Barna- og gagn- fræðaskólanum var lokað, þar sem börn og ungling- ar hefðu trauðla komizt í skólann fyrir ófærð. í gær- morgun voru bílar fastir um allan bæ, fenntir í kaf. Á Stórhöfða mældist úrkoma í fyrrinótt 44 mm, en það samsvarar um 50 cm snjólagi. Að sögn Páls Bergþórs sonar veðurfræðings var snjórinn í Vestmannaeyjum í gær á milli 50 og 100 cm þykkur. Fréttaritarj blaðsins í Vest- mannaeyjum tjáði blaðinu í gær, að snjóskaflarnir um allan bæ væru mannhæðar háir. Stanz- laust hafi snjóað frá því á þriðju dag, en stytt hafi upp um há- degi í gær. Sagði hann, að snjór inn væri fíngerður og fyki mjög ef hvessti. Ekki var mikið frost í Eyjum í gær. Snemma í gær- morgun mældist frostið —2 gráð ur á Celsíus, en um hádegisbil- ið var orðið frostlaust. Talsverðum erfiðleikum var háð í gærmorgun að koma at- vinnutækjum við vegna snjó- skaflanna. Bílar, sem þurftu að Framhald \ síðu 14 7800 tunnur af saltsíld í djúpiö Vélskipið Hildur RE-380 sökk í gærmorgun 25 sjómílur út af Gérpi. Mannbjörg varð. Sk’ipið var á leið til Noregs og Dan- merkur með saltsíldarfarm, sem það hafði lestað á Austfjarðar- höfnum. Hildur sendi út neyðarkall kl. 1 í fyiTinótt, og tilkynntu skipverj ar að mikill leki væri kominn að skipinu Varðskip hélt af stað Hildi til hjálpar og tok skipið í tog og hélt áleiðis íil lands. Um kl 9.10 í morgun va sýnt, að skipið myndi sökkva, áður en næðist til lands og var þá skip- verjum á Hildi bjargað um borð í varðskipið. Um kli kkustundu síðar sökk Hildur. Hildur RE-380 var 366 lesta furu- og eikarskip, smíðað árið 1943 í Lowestoft á Enf landi. Var skipið upphaflega smí iað sem tundurduflaslæðari. Eigandi Hild- ar er Guðmundur A. Guðmunds- son o. f 1., Kópavogi. Um kl. 15 í gærdag kom varð- Framhald á síðu 14

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.