Alþýðublaðið - 22.03.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.03.1968, Blaðsíða 10
EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzJun Réttarholtsvegi 3, Sími 38840. SMURT BRAUÐ f SNITTUR-ÖL - GOS Opið frá 9 til 23.30. - Pantið tímanlega í veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. Vinsælar fermingargjafir TJÖLD alls konar PICNIC TÖSKUR SVEFNPOKAR VINDSÆNGUR BAKPOKAR GASSUÐUÁHÖLD FERÐAPRÍMUSAR ..Aðeins úrvals vörur. VE RZLUNIN GEísiRr BÍLAKAUP 15812 - 23900 í Höfum kaupendur að flest- upi tegundum og árgerSum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlega látið skrá bifreið- ' ina sem fyrst, BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðará.. ÍSímar Í5812 og 23900. Æskan og listir Framhald af 5. síðu. ingar með góðum kjörurn, og mun ekki þurfa að hvetja unga fólkið til að sækja þessar sýningar. All- ir hafa yndi af því að sjá góða sjónleiki á sviði. Og hér er gerð lilraur. til að verða við þörf, sem hefir tvær hliðar. Önnur veit að liinum ungu leikhúsg.. Flestar góðar og vandaðar leiksýningar skilja eitthvað eftir hjá áhorfand- anum og gleymast miklu seinna en t. d. kvikmyndir. Unglingarnir geta bætt alin við andlega hæð sína við náin kynnj .if lciklist og leikbókmenntum. Ein hliðin snýr að leikhúsunum sjálfum. Þeim ber nauðsyn til að ala sér upp traustan hóp leikhús gesta. Þv£ er bezt að byrja snemma á því uppeídi. „Kenn hin um unga þann veg, sem hann á að ganga,“ stendur einhvers staðar. — Barnaleikrit Þjóðleikhússins hafa verið mjög til fyrirmyndar. En samt tel ég ekki nægilegt, að unglingum sé gefinn kostur á ódýrum leiksýningum. Þau þurfa fyrirfram fræðslu um mm leikrit, einkum þau, sem af þyngra tag- inu eru og innihaldsrík. Tökum sem dæmi Shakespeare og Brecht, svo að einhver nöfn réu nefnd. Þar þarf oft margt að skýra. Jafn vel sum fslenzk leikrit er stund- um þörf að skýra. Kynna þá höf- unda þeirra og benda á þann grunn, sem þau byggja-it á. T.d þarf að benda á tengsl leikrits annars vegar og hins vigar þjóð- sagna, þjóðarsögu og ♦rúarbragða í leikritum eins og Skugga Sveini, Nýársnótt og Gullna hliðiru. (Það er t.d. bæði skemmtilegt og fróð- legt að kynna sér hin þrjú stig Gullna hliðsins: 1. Þ.jóösöguna, stílfærða af sjálfum Matthíasi. 2. Kvæðið um sama eíni cftir Davíð. 3. Leikritið.) Hér þarf að takast samvinna með leikhúsum og skólum. Leikfróða menn þarf að senda í skó’ana til að fræða og undírbúa leikhús ferð unga fólksins. — Ekki alls fyirr löngu kom Ævar R. Kvaran leikari í skólana hér og tulaði um Shakespeare í sambandi við Shake speare sýningu í Þjóðleikhúsinu og fórst það vel úr ns.ndi, sem vænta mátti af hans haÞu. En slíkt þyrfti að gera oftar. Skólarnir geta líka notað leik- húsferðirnar í tilsdgn í prúð- mennsku og siðvenjum á opin- herum stað, framkomu og jafnvel klæðaburði. Það er því miður eng an veginn öruggt, að hörn og ungl ingor fái viðhiítandi tilsögn í al- mennum umgengisvenjum á heim- iium sínum. Bókmenntir Þá kem ég að hókmeuntum og skáldskap, e.t.v. elztu listgrein ís iendinga. Þar hefir þjóðin um aldaraðir staðið föstum fótum á menningararfi, sem a'ð nokkru ^ leyti er eldri íslandsbyggð. Og | camhcngið í íslenzkum bíkmennt um er óvófengjanlegt. Tóniisí sú i og aðrar listgreinar, sem nú tiðk- ] ast mest eru allar tiitölulega ung | ar með þjóðinni, nýgræðingar, miðað við skáldskap og aðrar bók menntir. Bókmenntakennsla í skóium er ] allmikil, og undanfarið hefir margt verið rætt og i'tað um þessa kennslu, og eru menn ekki á eitt sáttir sem von er til á þvi málþingi. Æ fleiri gagnrýna illhnrt tilhög un íslenzkukennslunnar, bæði kennarar og aðrir. Ég hofi áður ritað um þetta mál, bæði í þetta blað og víðar, síðast í rendibréfi til Helga Sæm. í haust, og mun því verða fáorðari um það en eila. Sífellt ákveðnari verði þær raddir, sem óska þess að tilhögun íslenzkukennslunnar verði breytt: Dregið verði úr málíræðistaglinu, sem leggur undir yig mestan hluta þess rúms, sem þessari kennslu er yfirleitt ætlað. En bók menrtalestur aukinn. Yrði það að ráði yrði e.t.v. nokkur skortur á regluleaa vel menntuðum kenn urum í þessari grein. En úr því rætist vonandi, þegar Kennara- skólinn fer að útskrifa stúdenta. Kandídatar í íslenzku frá Háskóla íslands eru, nú sem stendur, ailt- of fáir í kennarastöðum. En þótt úr þeirri vöntun yrði bætt á næstu árum eða áratugum þá er samt þörf á aðfenginni bók menntakynningu í skólunum til þess að auka fjölbreytni og víkka sjóndeildarhringinn. Þess eru nú orðið sárafá dæmi, að höfundar komi sjálfir í skólana til að kynna verk sín og sjáifa sig persónu- lega. Hversu mikið mundum við, núlifandi menn, ekki telja það dýrmætar minningar, ef við hefð um átt þess kost á æskuárum að iíta augum skáld eins og Jónas, Bjarna og marga fleiri — jafnvel mundi það gleðja okkur í dag að eiga aðeins raddir þeirra á segul- bandi. Ég hygg að skáld og rithöf undar loki sig um of inni. Þeim ] kæmi vafalaust mörgum vel að ] ala sér upp lesendahóp oins og i leikhúsin eru að reyna að gera. | Og þá sjaldan sem skáldin hafa ] birzt í skólum hefir bað verið 1 þakksamlega þegið. Eigi hvað sízt ætti yngri skáldunum að vera þetta kappsmál; þau eiga víst ekki sum allt of stóran les- endahópinn. Ég vil að iokum biðja iesendur þessa greinarkorns að minnast 13053, að það er samið frá leik- mannssjónarmiði. Ssrþekkingu hefi ég enga til að bera nema ef vera kynni í þeirri síðast töldu grcin. Tilgangurinn er aðeins sá, að benda á nauðsyn þess, að nán- ari tengsl komist á milli æskulýðs | ins og iistamanna og listastofn- ana. Einnig ef verða imetti til að ] ýta smávegis við fræðsluyfirvöld- um til að fá þau til að hugsa eitt- i hvað og framkvæma í þessu merka i uppeidismáii. j En gctum við ekki öll orðið sam rnála um það. að iðkun fagurra lista og þekking á þeim sé, að veru- legu leyti, undirstaða fagurs mannlífs. Ragnar Jóhannesson. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Félagasamtökin VERND halda aðalfund laugardaginn 23. marz í Iðnó upp'i kl. 14.30. STJÓRNIN. Lögtaksúrskurður Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans í Hafnarfirði úrskurð- ast hér með lögtak fyrir gjaldföllnum, en ógreiddum fyrir- framgreiðslum upp í útsvör ársins 1968 og fasteignagjöld- um sama árs. Fer lögtak fram á ábyrgð bæjarsjóðs en á kostnað gjaldenda að liðnum 8 dögum frá birtingu úr- skurðar þess, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma, Hafnarfirði 21. marz 1968. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Einar Inginiundarson. Ungur maður óskast strax til framtíðarstarfs við bók- haldsdeild félagsins. Iteynsla við skrifstofustörf nauðsyn- leg svo og enskukunnátta. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrlfstofum vorum, skal skilað til skrifstofu starfsmannahalds fyrir 27. marz n.k. Lögregluþjónssfaða Staða lögregluþjóns á Akranesí er Iaus til umsóknar frá og með 1. maí n.k. Laun samkv. Iaunasamþykkt Akranes- bæjar. » Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára, ef þeir hafa ekki gegnt slíku starfi áður. Umsóknir, ásamt ljósmynd af umsækjaiula og meðmæU, ef til eru, skulu sendast bæjarfógetanum á Akranesi fyrir 18. apríl n.k. Bæjarfógetinn á Akranesi, 20. marz 1968. Jónas Thoroddsen. Jarðarför mannsins míns og föður okkar FINNS KJARTANSSONAR, Krókatúni 1, Akranesi, fer fram frá Akranes-kirkju laúgardáginn 23. marz kl. 14. Bióm og kransar eru afbcðnir, en þeir sem vilja minnast hins iátna láti Sjúkrahús Akraness njóta þess. Jónína Jóhannsdótt'ir og börn. 10,22. rnarz 1967 AL^ÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.