Alþýðublaðið - 05.05.1968, Síða 16

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Síða 16
SfOAt* Hvers konar vor ætlar þetta að verða, hafís meiri en nokkru sinni síðan 1918, stórhríðar þótt komið sé fram í maí hrafn ar og tófur svelta. kreppa og gjaldeyrisvandræði, bankar tómir — og skattaskráin kem ur mánuði fyrr en vanalega. Kosturinn við köld sumur er sá að þá gerir fólk minna að þeim ljóta vana að liggja fá- klætt úti í sólskininu framan í hverjum sem er. | 20. sept. fer fram svokallað 1 ur Ungdomsbiemn í Helsinki, I sem er eins og nafnið bendir I til sýnng á verkum ungra lista | manna. Senda ungir listamenn 1 frá öllum Norðurlöndunum | verk sín á' sýninguna og hafa 1 dómendur frá F í M valið I verk á sýninguna í Helsinki I eftir 3 unga listamenn Krist- ján Guðmundsson (2 verk), Gunnlaug Stefán Gíslason (5) og Jens Kristleifsson (4 verk). Sjást þeir á myndinni frá v.: Jens, Gunnlaugur og Kristján. — Lýsti íslenzka sýningar- nefndin furðu sinni á áhuga- leysi ungra myndlistarmanna að senda verk sín á sýninguna og hefði hún því tekið það ráð að velja verk eftir fáa höf- | unda, þar eð sami listamaður = fær ekki sýnd verk sín nema |j einu sinni á Bienealinum, en § margir mundu hafa sent beztu 1 verk sín á aðrar sýningar. í ís | lenzku dómnefndinni eru: Ein I ar Hákonarson, Bragi Ásgeirs = son og Jóhann Eyfells. tlllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllll vor _ _ daglegi KAlLstur Hugs jónabarátta Góðir fundarmenn. Öllum ykkar ætti nú að vera ljóst, að nauðsynin á félags- stofnun þeirri, sem hér er á dagskrá, er brýn.. Við þurfum að að gæta hagsmuna okkar fyrir hinum ráðandi þröngsýnissjón- armiðum í öðrum byggðarlögum og pörtum þessa lands. Því hefur aldrei verið mótmælt að okkar sveit sé fegurst á íslandi. Að okkar stúlkur séu huggulegastar. Að bærinn okkar sé þrifalegastur. Að peningalyktin úr okkar reykháfum sé betri en önnur og svo mætti lengi teíja. En þrátt fyrir þetta. Ég segi þrátt fyrir allt þetta, höfum við aldrei - og takið nú eftir því sem ég ætla að segja - höf- um við aldrei notið réttar til jafns við önnur og ómerkilegri byggðarlög. Og því segi ég: Það er kominn tími til að við hér í sveitinni tökum í taumana, réttum úr okkur og segjum ein arðlega við Reykjavíkurvaldið: Hingað og ekki lengra, eins og kellingin sagði. Mér er spum: Er nokkur ágreiningum meðal fundarmanna um að við hér í sveit höfum alltaf og ævinlega verið sett hjá og höfð útundan, nema rétt á meðan sýslumaðurinn okkar er að þinga og þingmaðurinn að betla sér atkvæðin okkar? Erum við búin að fá sjónvarp? Ekki aldeilis og ekki sjáanlegt að að fá síldarverksmiðju? Jú reyndar, en mikið gekk nú á og ég veit að þið vitið öll, góðir fundarmenn, hvenær og & hvern hátt við knúðum það mál fram. Félag áhugafólks um síldar- iðnað og mjölframleiðslu, starfar enn hér í bænum og held- ur hugum fólksins opnum og vakandi yfir því velferðarmáli. Erum við búin að fá sjónvarp? Ekki aldeilis og sjáanlegt að það komi á þessu herrans ári, þrátt fyrir vaska framgöngu vors ágæta Sjónvarpsáhugamannafélags. Og má ég enn spyrja háttvirta fundarmenn: Er í rauninni hægt að segja a , við höfum hljóðvarp? Þeirri spumingu þurfum við ekki að svara. Og þá erum við komin að tilgangi þeirrar félagsstofnunar sem nú stendur fyrir dyrum: Tilgangurinn er auðvitað fyrst og fremst sá, að tryggja jafnrétti okkar á við aðra landsmenn í máli, sem skiptir okk ur öllu, sem hreppsbúa í Ytra-Álfaborgarhreppi. Eitt hundrað og áttatíu sálir ef niðursetningurinn á Kví, er talinn með. Ég er ekki staddur hér á þessum stað, til að rægja, balctala, eða ásaka nokkurn mann. En þegar ég tek svona til orða vitið þið eflaust öll við hvern ég á, þótt ég nefni engin nöfn. Samt er mér kunnugt að á vissan bæ í hreppi hér eljki allfjarri. koma ævinlega tvö eintök af Tímariti um Sveitarstjórnar. mál og fjögur eintök af Lögbirtingarblaðinu. Er það nú nokkur tilviljun, að í þau átján ár, sém ég hef verið hreppstjóri hér, hefur hvorugt þessara blaða lagt leið sína á mitt heimilj og er þó augljóst, að ég verð að fylgj- ast með strau^ú tímans í þessum málum, ekki síður en hann nágranni olckar. Við verðum öll að taka höndum saman til að berjast gegn þessari réttleysu og fyrir þeim helga rétti mínum, að fá eitt einfcak af Tímariti um Sveitarstjórnarmál og tvö eintök af Lögbirtingarblaðinu. Ég vona aS við séum öll sammála, þegar ég segi þetta félag stofnað og kýs í stjóm með mér þá.. ..! GADDUR.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.