Alþýðublaðið - 01.06.1968, Page 1

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Page 1
II. BLAÐ LAUGARDAGUR 1. JUNI 19G8. mn w t i t : Austur á Laugar- vatni hefur verið unnið að ýmsum nýjungum og til- raunum í kennslu- starfi síðustu ár. Nú fyrir skömmu brá Björn Bjarman sér þangað aust- ur og ræddi við skólameistarann Jóhann Hannes- son, og nokkra neméndur Mennta skólans á Laugar- vatni. Þessi viðtöl eru birt hér í blað- inu. í H-tíð í rútubíl á II-degi. ÍÞað er dumbungur og drungi í lofti, þegar ég legg af stað með fyrstu H-rútunni áleiðis að Laugarvatni. Bíllinn er Benz, einn úr flota Ólafs Ketilssonar. Umferð er ekki mikil upp að Skiðaskála, einn og einn bíll á stangli og allir á' réttum kanti. Bílstjórinn er ungur og vel ræðinn, segist vera nýkominn úr Homafjarðarreisu með menntskælinga úr M. R. Prýði legur túr segir hann og vötnin varla meiri en smálælcir. Þegar við nálgumst Sandskeið segir, bílstjórinn, að beygjan þar fyrir ofan sé fjári hættu- leg. Vegurinn er slæmur, og við Skíðaskálann hleypur ung stúlka í hvítu og rauðu í veg fyrir bílinh okkar og biður fyrir pakka í Hveragerði. Stuttur stanz í Hveragerði og þar sér varla nokkurt farartæki nema nokkra stráka á slcellinöðr um. Undir Ingólfsfjalli er ríðandi maður með þren.nt, til reiða og hestarnir hlaupa út undan sér, virðast ekki kunna við sig í hægri umferð, að minnsta kosti brosa þeir alls ekki. Þegar við ökum framhjá Laugarbakka bendir bílstjórinn þangað heim og segiK —• Þarna býr fyrrverandi lög regluþjónn úr Reykjavík stór- búi, og hann átti dóttur á kvennaskólanum á Laugavatni i vetur. Og bílstjórinn heldur á- fram: — Veginn héma á milli Tanna staða og Alviðru köllum við Ó- dáðaliraun og það er af því hvergi hefur verið sýnt annað eins dáðleysi við vegagerð og hér. Að vísu var kastað á hann nokkrum hlössum af rauða möl í vor og svo ekki heldur meira. —• í Grímsnesi mætum við manni á iVIoskóvits, hann er með pipu og ekur á sjötíu og ekkert

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.