Alþýðublaðið - 01.06.1968, Síða 2

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Síða 2
Hvítasunnubíað LAUGARVATN Framhald af 1. síðu. frekar til hægri en vinstri. Bíllinn er með Y-merki. :— Þetta er ljóti ótætis veg- urinn. segir bílstjórinn um leið ina sunnan Seyðishóla, - og -þó er|þetta alveg nýtt. Mjór hrygg Ur undir, rauðamöl þar ofan á og| slétt úr henni og liðónýtir ka'ntar, enda sérðu alls staðar föy eftir bíla, sem hafa hætt sér of tæpt út í kantana. — Við Svínavatn er skipt um bíla. Flotaforinginn Ólafur Ketilsson er þar sjálfur kominn og ekur hann mér síðasta spölinn heim að Laugarvatni, en hinn bíllinn heldur áfram með syfj- aðan Englending einan farþega áleiðis til Gullfoss og Geysis. Hvalbein og hest- haus. Þau áttu von á mér skólastjóra hjónin og frúin tók á móti mér með þeim elskulegheiíum, sem henni eru svo eiginleg, bónd- inn var að tala 1 landsímann. Hún býður mér til stofu og áður en ég veit af er kaffið komið og að vörmu spori erum við farin að spjalla eins og við .höfum þekkzt árum saman. — Þú kennir eittíivað við Menntaskólann? spyr ég. — Nei, ekki í ár en ég hef gert það s.I. ár þ.e.a.s. nema fyrsta árið okkar hérna. Nú er ég einkaritari bónda mins og þó ekki nema að hálfu leyti og er auðvitað á hálfum launum. Mér þótti gaman að kenna og sakna þess hálfpartinn, ungling amir eru skemmtilegt fólk og ánægjulegt að kynnast þeim. Annars er skólinn einsog stórt heimili og maður heldur áfram að.umgangast nemendurna þótt maður sé hættur að kenna þeim. Skólameistari Jóhann Hannes son kemur inn, hann er léttur í hreyfingum og það gustar af j honum. Þegar við höfum heilsast og ég beðið afsökunar á sletti rekuskapnum, spyr ég: — Er þetta „hvalbeinið” þarna í horninu þar sem þú varst að tala í símann? Til skýringar skal þess get ið, að í gamla skólanum á Akur eyri var einkaskrifstofa skóla- meistara kölluð „hvalbein” vegna feiknastórs hryggjarlið- ar úr hval, sem stóð þar á gólf- inu. — Já svo á það nú að heita svarar meistari en annars væri viðeigandi að setja hestshaus upp á vegg og kalla skrifstof- una eftir honum vegna staðsetn ingu skólans, bætti hann við og kímir. — Hérna á dögunum komst ég eftir því, að annakerfið svokall- aða, sem þeir starfa eftir í ménntaskólanum í Hamrahlíð \æri ættað héðan eða er ekki svo? —• Jú víst er það rétt og það var eiginlega nánast fyrir til- viljun, að við tókum það upp. Annars höfum við frá því við byrjuðum þessa skipan skipt vetrinum í þrjár annir og miðað skiptin við stórhátíðim- ar og þetta eru náttúrlega eng in vandræði hvað viðvíkur jól um en dálítið verra með násk- ana, þegar þeir eru snemma á árinu, en það er aftur á móti blessunarsamlega sjaldan eftir því sem ég bezt veit. Ég held þessi skipa'n okkar hafi tekizt bærilega og óneitan lega hefur hún marga kosti. 'Hitt er að vísu ekkert launung armál, að ég hef kynnzt svip uðu út í Bandaríkjunum svo að þetta er alls ekki nýtt af nál inni. En vel á minnzt, nú er að koma kvöldmatur og ég ætla að taka þig með mér út í mötu- neytið svo þú getir séð, hvern ZANUSSI Vanfar sálfræbskennsiu Við Herbjörg Pétursdóttir röltum saman um túnið kring um skólabyggingarnar. Hún er í fyrsta bekk frá Vesímanna- eyjum, hýrleg með spékoppa í kinnunum. —• Saknarðu ekki Eyjanna? — Kannske örlítið fyrst, en hér er allt svo frjálst og nóg að gera svo maður hefur eng an tima til að láta sér leið- ast. —• Fannst þér ekki viðbrigð in mikil að koma úr landsprófi ■ í menntaskólann? — Jú nokkur, en mennta- skólanámið er líka bæði léttara og skemmtilegra og svo gerir ánnakerfið þetta mikið auð veldara, færri greinar og eng in upplestrarfrí. Maður verð ur áð Iesá jafnt og þétt allan veturinn, ef maður ætlar að Herbjört Pétursdóttir- ná árangri, getur elcki treyst á að gera einhver kraftaverk í þrófunum. — En ef þið fallið á próf- um? — Þá eru endiu’tekningar- próf. —• Finnst þér vanta ein- hverjar námsgreinar? —• Já, helzt sálfræði. Ég hef svolítið gluggað í hana og fékk áhuga. — Ætlarðu kannske að stú dera sálffæði að afloknu stúd entsprófi? —Ég veit ekki. Ég er ekki ákveðin, en mig langar. Verst'er að háskólinn liér hef ur enga sérstaka sálfræði- deild. Ætli ,ég hafni ekki í Kennaraskólanum, það er líka ágætt. — Og í hvaða prófi varstu í mol’gun? —• Eðlisfræði og ég vona að það liáfi gengið sæmilega. ig fólkið gengur að mat sín- um. Litast um á staðn- um. — Á leiðinni út í mötuneyt- ið segist meistara svo frá: Þau borða ekki öll í mötuneytinu krakkarnir. Allstór hópur sagði sig úr fæði eftir hátíðir í vetur og var það bæði spamaðarráð- stöfun og svo þessi venjulega unglinga sérvizka, sem þú þekk ir. Það er dálítið spaugilegt, að einn af þeim, sem er í sjálfs- mennskunni er tíður gestur í eldhúsinu hjá konu minni til að fá lánaðan buffhamar. En að eigin sögn krakkanna, sem malla sjálf ofan í sig, þá telja þau það ódýrara og fæðan nægi lega staðgóð. Auðviíað var það sett að skilyrði, að þess yrði gætt að hlifa skólanum við því að þurfa að senda frá sér ein- hverjar beinagrindur að aflok- irtni verunni hér. í mötueytinu er hnífaglamur og skvaldur og þó það sé sunnu dagur og meira að segja sjálfur H-dagurinn, þá eru mötunautar ekki í neinum sunnudagsfötum þetta er augsýnilega fólk, sem kemur beint úr púlinu enda svífur andi prófs og annarra við lika óþæginda yfir vötnunum. Brytinn Ingi Sigmundsson kemur að borðinu til okkar og þeir ræða vandamál mötuneyt- isins skólameistari og hann og virðist ríltja góður skilningur og gagnkvæmur milli þeirra. Á leiðinni heim skýrir meist ari mér frá byggingarfram- kvæmdum: — Við leggjum aðaláherzlu á heimavistina og þessi álma, sem er nú í byggingu verður ekki komin í gagnið í haust. ZANUSSI þvotíavélin er cin af mcst seldn þvottavélum á Norðurlöndum í dag. Gæði hennar og.fjölhæfni ásamt Sérstaklega hagstæðu verði hafa rutt henni braut inn á heimsmark- aðinn. Kynnizt ZANUSSf. IMyiKirlUWl E Snorrabraut 44. Sími 16242 ZANUSSI inn á ' hvert heimili IV Nú þegar hafa veriS byggðar tvær álmur af nýju vistinni og þar eru stúdentaefni til húsa bæði piltar og stúlkur og að auki fleiri nemendur. Við skoðum skólahúsnæðið en þar á efri hæðinni er gamla vistin og er þar æði þröngt búið. Piltar eru verstan megin og sum staðar fjórir í herbergi. — Hér er þegar orðið allt of þröngt um okkur, segir meistari, þegar hann sýnir mér skólastof urnar —• en framtíðin er að koma upp fagstofum þ.e. að hver grein hafi sína stofu, en það getur ekki orðið að veruleika fyrr en byggt hefur verið nýtf húsnæði fyrir raungreinarnar, en hvenær það verður er ekkj gott að segja. Undir risi í skólahúsinu er eins konar baðstofa fyrir nera endur og í kjallara salur með leiksviði, og þar er bókakostur skólans geymdur. Bak við leik sviðið er herbergi, sem ætlað er fyrir búningsklefa en í þrengslunum hefur það verið tekið undir kennslustofu. Spjallað á síð- ! kvöldi. I Við sitjúm yfir kaffibollum | skólabústaðnum og spjöllum: — Ertu ekki með einfaverjar nýjungar á prjpnunum, Jóhann? — .Tú, og það skemmtilega við það er, að ég var rétt í þessu að fá staðfestingu á breyt ingartillögum mínum frá mennta málaráðuneytinu. Hugmyndin er að koma upp takmörkuðu. val- frelsi á næsta hausti, og þá er Ííka ætlunin að bæta við einnl gréin, seni ég satt að segja veit varla, hvað ég á að kalla en á að vera sumpart menningar. saga og sumpart heimspeki. En ég vil undir ein;s undirstrika, að með valfrelsinu verður engin gerin felld niður, — nemendum »:

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.