Alþýðublaðið - 01.06.1968, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Qupperneq 4
4 Hvítasunnublað $ LAUGARVATN... hVontor elliheimili á stabinn Framhald af 3. síðu. —- Nú sé ég, að þýzka er felld niður sem skyldugrein í 4. bekk í báðum deildum, hvernig verð ur því við komið? — Það er gert ráð fyrir, að nemendur þreyti stúdentspróf í þýzku undir eins í 3. bekk og ein mitt í fyrramálið fara 3. bekk- ingar í sitt stúdentspróf í þýzku og er það í fyrsta sinn, sem sá'. háttur er hafður á. Ef nemendur óska þess geta þeir fengið við-. bótarnám í þýzku í fjórða bekk eftir valleiðinni. Ég er á þeirri skoðun, að nemendur séu meiri áhugamenn en þeir halda og að þeir fái ekki fullnægju í námi innan lokaðs ramma. En hitt liggur svo í augum uppi, að ekk ert getur dæmt um þessa nýju tilraun okkar nema reynslan. En umfram allt hér ér engu fórnað og að mínu viti er skyldan nægi leg fyrir hvem hóp og gefur boð legt stúdentspróf fyrir hvaða há skóla sem er. • • i- Handíeiðsla og próf. — Jæja, Jóhann, þá komum við að handleiðslunni. Nú brosir skólameistari breitt og svarar hlæjandi: — Ég vei't raunar ekkert um þetta nema það, sem allir ættu að vita og slegið hefur verið föstu fyrir löngu. Þegar rætt er um handleiðslu í stað lokaprófa, þá er átt við, að fylgzt sé gaumgæfilega með nemendum í gegn um skólann og álit einstakra kennara látið gilda í stað lokaprófa. Og þá eru það lokapróf eða með öðrum orðum dómpróf, sem eru felló niður en alls ekki upplýsingar- prófin, þau verða látin halda sér. Sem sagt hugmyndin um próf. sem eins konar þrekraun hverf ur.. Og auðvitað er hvortveggja vel hugsanlegt bæði handleiðsla og próf og ætti það hæglega að geta farið saman. — Hvað um landsprófið? Ég er út af fyrir sig með mæltur því. En það þarf að breyta prófforminu og sú breyt ing er þegar að nokkru orðin að veruleika. Breytingar mega bara ekki vera meiri en svo á’ hverj- um tíma að almenningur eigi gott með að skilja markmiðin, sem í þeim eru fólgin. Ég vil að það komi skýrt fram, að skoðun mín er sú, að við það skipulag í. skólamálum, sem við búum nú við, þá er engjn ás.tæða til að fella landspróf niður. sem slíkt, ne.ma þá að gerð yrði rót- tæk og algjör bylting á' öllu. kerf inu fyrir ofan landspróf. Það er nefnilega staðreynd, að verulegar breytingar á iægra skolastigi kalla á stórbreytingar á æðri stigunum. Þegar ég tala um róttæka bylt ingu á skólakerfinu á ég t d. við það, sem ég teldi kannski æski /egast, að menntaskólarnir yrðu frjálsir eða öllu heldur opnir framhaldsskólar með svipuðu sniði og bandarísku „high- schools" og með því myndi sá vinningur fá'st, að breyta yrði öllu fyrirkomulagi í Háskólan- um, sem ég tel að sé knýjandi þörf á. En hinu má heldur ekki gleyma, að það er ætíð mikið vandamál að gjörbreyta því, sem fólk hefur vanizt. Við verðum að gera okkux' Framhald v 5. síðu. Mánudagsmorgunn og próf í öllum bekkjum nema fjórða bekk. Ég gríp tækifærið og næ tali af fyrrverandi stallara skólans, Kristján Ingólfssyni, sem er Suður —• Þingeyingur að ætt og uppruna. Kristján býr í nýja heimavistarhúsinu, eins og aðrir fjórðu bekking- ar og nýtur þeirra forréttinda vegna starfs síns í þágu skól ans, að hann er einn á her- bergi. Á herbergjunum x nýju vist unum er öllu sérlega hagan- lega fyrir komið, og efast ég um að í þeim efnum finnist nokkuð eins skemmtilegt hér lendis og jafnvel Iþó víðar væri borið niður. — Hvað segirðu mér um embættiskipan í skólanum, Kristján? — í fyrsta lagi þá er ár- lega eða í febrúar kjörinn for maður skólafélagsins. Segja má að starf hans sé aðallega innhverft, þ.e.a.s. hann ber á- byrgð á öllu félagsstarfi og er eins konar yfirnefndaformað- ur. Síðar á skólaárinu eða við dimission tekur formaður nem endafélagsins einnig við starfi stallara, en bæði þessi störf eru á höndum sama manns frá dimmission og þangað til í febrúar næsta skólaár. Embætti stallara svipar til starfs inspectors scolae í hin um menntaskólunum og er út Ihverft, með öðrum orðum er stallari í forsvari fyrir nem endur gagnvart skólameistara Kristján Ingólfsson. og kennurum. Það er mikill hægðarauki af að skipta starfinu niður á tvo á miðjum vetri, bæði gott að létta á þeim sem er fyrir og svo líka, að þeir geta fylgzt að meðan sá nýi er að aðlag ast og kynnast starfinu. — Er þá stallari ekki kos- inn? — Nei, hann er raunar sjálf kjörinn eftir að hafa verið kjörinn formaður skólafélags- ins. — Beitir skólameistari á- hrifum sínum við kjöpð? — Nei, alls ekki, kemur ekki nálægt því. Annars eru samskipti nemenda, skólameist ara og kennara hér mjög náin eins og gefur að skilja bæði vegna einangrunarinnar og fæðarinnar. Og satt að segja er bilið svo skammt milli nem enda og kennara, að stundum jafnvel gleymist það. Og ég get sagt þér það, að kennaram ir þekkja okkur orðið svo ná- ið, að þeir vita svo til nákvæm lega, hvað hver einstakur nem andi kann og veit, svo að af 'þeim ástæðum mætti gjarnan fella niður prófin. — Hvernig er svo innbyrðis samkomulag hjá nemendum? — Einn af kostum svona skóla tel ég, að nemendur læra að taka tillit hverjir til ann- arra. — Er ekki erfitt að hafa þessi störf á liöndum auk náms ins? —. Jú auðvitað er erfitt að láta það fara saman að vinna vel og lesa vel. Annars finnst mér, að ég hafi fengið stærri skammt af bókstaflegri mennt un fyrir tilstilli félagsstarfsins en lærdómsbókanna. Hvað ætlar þú að stúdera eftir prófið? —• Guðfræði. ■—. Qnnur áhugamál? — Já, ég er illa haldinn af einni bakteríu, segir Kristján - og það er ættfræði, og það veit trú mín, að ég hlakka til að komast til Reykjavíkur þar sem nógu er úr að moða í grúsk inu. — Hvers saknar þú mest hér? — Fullorðins fólks til að tala við. Annars kom skóla- meistari með ágæta hugmynd í því sambandi og það er að stofna bara elliheimiU hér á staðnum. Eftir dr. Jakob Jónsson Það vakti töluvert umtal hér á dögunum, að bítlarnir séu að iðka andlegar hugleiðingar hjá indverskum jógum. Fólk spyr, hvort eitthvert vit sé í slíku uppá tæki. Þegar á þetta var minnzt við mig fyrir skömmu, kom mér til hugar að ræða lítillega um þetta hér í blaðinu. Satt að segja lít ég á þessa blessaða bítla sem skrítninga, er ekki sé of mikið mark á takandi. Margt virðist sjúklegt í fari þeirra, en stundum geta þeir, sem eitthvað eru undarlegir, sýnt eðlilegar tilhneigingar og þarfir í ýktri mynd. Og. kannske þurfum við á svona skrítningum að halda til að rifja eitthvað upp fyrir okkur, sem gleymzt hefir í okkar núgildandi menningu. Mér skilst, að þeir hafi farið í austurveg til að leggja stund á andlegar æfingar, hugleiðslu og íhugun. — Bendir þetta ekki til þess, að meðal hinnar yngri kyn slóðar sé að vakna þörf fyrir „andlegt“ líf, kyrrláta hugar- starfsemi og rækt við sinn innri mann. En þurfa menn endilega að fara til Indlands til að læra slíkt? Ég þekki ekkert til hins andlega fræðara, sem bítlarnir hafa leitað til, og læt alveg liggja milli hluta, hvernig hann kann að vera. Á hinu langar mig til að vekja athygli, að svo virðist sem trúarbragðafræðing- ar hér á vesturlöndum séu í vax andi mæli farnir að veita hinni austrænu reynslu athygli. Ann- ars hefir trúarsálfræðmni verið sinnt allt of lítið, saman borið við ýmsa aðra þætti guðfræðinn ar. Svíar hafa þó nýlega myndað sérstakt prófessorsembætti við Uppsala-háskóla fyrir dr. Hjalm ar Sundén, en hann hefir meðal annars ritað merka bók, er nefn ist „Religionen og rollerne". Þó að sú bók fjalli ekki sérstak- lega um austræn fræði, kemur þar glöggt í ljós, að vísindalega rhenntaður trúarsálfræðingur fyrirlítúr ekki þær heimildir, sem felast í jógafræðunum eða mystiskri reynslu yfirleitt. Þegar menn hafa gert saman burð á austrænum og vestræn um heim, og málað með sterk um og einföldum dráttum, hefir jafnan verið látið svo heita, að á Indl. hafi menn lagt rækt við hið innra, andlega líf, en hér á vesturlöndum og norðurlöndum hafi hugurinn eingöngu beinzt að því efnislega. Þess vegna hafi Indverjar orðið á efíir í verkleg um og félagslegum framförum, en Evrópuþjóðirnar andlausar og lífsleiðar. Eitthvað er satt í þessu. Nokkuð á þetta rót sín að rekja til trúarbragðanna. í hin um austrænu trúarbrögðum hef ir það orðið mjög mikið ofan á, að efnið væri í sjálfu sér lítils virði og snertingarinnar við guð dóminn skyldi leita með því að hverfa frá efninu og til andans. En kristindómurinn leggur á- herzluna á, að andinn eigi að starfa í efnisheiminum. Það er einmitt hið sérstaka innihald í boðskap hvítasunnunnar. En seint á 19. öldinni fer efnis- hyggju-heimspekin fyrir alvöru að festa rætur, og kristindómur- inn er smám saman látinn víkja fyrir heimshyggju, sem gengur út frá, að efnið sé allt. Tilveran og mannlífið með öðrum orðum andlaust efni. Áhuginn á efninu. hefir haldizt, en uppspretta hins andlega lífs vanrækt. Og þá kem ur lífsleiðinn. En þetta er ekki af því, að við eigum ekki tæki til andlegrar * *ír -'i'f*'- ræktar. Við eigum t. d. guðsþjón ustuna, bænarstundir £ einrúmi, og getum leitað kyrrðar fyrir hugann, oftar en við gerum. Og ég sé ekkert á móti því að læra hugleiðslu- og jóga- aðferðir af Indverjum, ef skynsamlega er að farið. En ég held, að við ættum að byrja á að endurnýja notkun þeirra tækja, sem við höfum á vegum kirkjunnar. Ég hefi ein hvern veginn þóst finna, að eink um meðal ungs fólks sé sú skoð un ríkjandi, að guðsþjónustan eigi einkum að vera til að veita huganum kyrrð. Ef til vill hefir einmitt kynslóð bítlannna fund- ið sérstaka þörf fyrir hina inn- á því, að hana eigum við að geta ri rósemi, — og enginn vafi er fundið í þeirri bænagjörð, sem kirkjan hefir innrætt okkur, en þrátt fyrir allt má ekki gleymast sem kristin trú felur sér- staklega í sér, að hið andlega líf á að bera áyöxt í efninu og efnis . heiminum. Þegar við hálf öf- undum (mér liggur við að segja) vora indvérsku bræður a£ Framhald á 5. síðu. frí

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.