Alþýðublaðið - 01.06.1968, Side 6

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Side 6
6 (*•*. W ff' * (i w ..ihm'n Hvltasunnublað lokið Ólafúr Jónsson rilar nm lelkhúsin á liðnum vetri ^að er margt líkt með skyld- um, Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu, nú síðast afleit mistök beggja leikhúsa með „kassastykki“ sín undir vorið. Þjóðleikhúsið sýndi amerískan hlátursleik af allra óverulegasta tagi þannig lagaðri sýningu að mistókst að mestu að vekja hlát- ur. Tiltæki Leikfélags Reykjavík ur, að vekja upp hálfþrítugan farsa úr Fjalakettinum, var á- líka misráðið og líklega enn ó- skemmtilegra; það kann þó að vera til þess fallið að færa nær réttu lagi hugmyndir manna um „gullöld" reykvískrar revíu og skopleikja í fyrri daga. Ætli Ijómi þeirra hafi ekki einkum stafað af fáeinum afburða-skop- leikurum sem þá voru uppi á ís lenzku leiksviði, en enginn jafn ast nú á við né á lengur sam- bærileg ítök í áhorfendum? Þar fyrir kynni að vera vert að taka saman einhverskonar syrpu, sam fellda dagskrá fyrir leiksvið, með efni úr fornum revíum og gamanleikjum sem helzt þætti vænlegt til ánægju og fróðleiks enn í dag. Það kynni að vera vert, — en ekki væri mikið að sækja að því tagi í Leynimel 13. £n leikhúsin líkjast ekki ein asta að því leyti sem miður fer. Oft og einatt velja þau sér, eða þeim veljast mjög sambærileg, hliðstæð viðfangsefni — þó ekki sé um að ræða neina beina sam- keppni þeirra í milli sem líka ber við, Beztu sýningar leikhús- anna í vor tefldu báðar fram mik iihæfum, vaxandi leikkonum í veigamiklum hlutverkum, leikj- um sem beinlínis fjalla um kon ur, sálfræði og siðfræði þeirra og stöðu kvenna í samfélaginu; Hedda Gabler og Vér morðingj ar voru líka að líkindum beztu verk leikhúsanna í vetur. Helga Bachmann vann að mínu viti sinn mesta leiksigur til þessa í hlut verki Heddu, tókst lýsing henn ar til meiri hlítar en Höllu í fyrra í Fjalla-Eyvindi, hennar helzta hlutverk á undan þessu; Helga kom ennfremur fyrir í vet ur í veigamiklu hlutverki í hinu nýja leikriti Jökuls Jakobssonar. Enn meira var lagt á Krist- björgu Kjeld í Þjóðleikhúsinu. Og að mínu viti vann hún sam- bærilegan frama í hlutverki Normu í Vér morðingjar sem var furðu snjöll og þrótímikil kvenlýsing, og einkar næmlega gerð. Kristbjörg kom fyrir í tveimur stórum hlutverkum öðr um í vetur sem hún leysti af hendi með sóma, einkum þó Ví ólu í Þrettándakvöldi; það sem kann að hafa þótt aðfinnsluvert við það hlutverk og við Stein- unni í Galdra Lofti má hafa ver ið að kenna tvídægri og blend- inni leikstjórn ekki síður en frammistöðu leilckonunnar. Vér morðingjar og Hedda Gabler verða mér minnisstæðastar, svip mestar leiksýningar frá vetr- inum, og þær nutu tvímælalaust vönduðustu leikstjórnar vetrar- ins, hvor í sínu húsinu, þeirra Benedikts Árnasonar og Sveins Einarssonar. J^jannfall hefur orðið í leikhús- unum í vetur, Haraldur Björns- son, Lárus Pálsson og Helga Val- týsdóttir hurfu af sviðinu og varð skammt í milli þeirra. Har aldur var að vísu orðinn aldrað ur maður og farinn að kröftum hin seinni ár, en hann lék fram á sína síðustu stund, bókstaflega talað, og frá seinni árum hans í Iðnó er ýmislegt minnisstætt; ég nefni af handahófi hlutverk borg arstjórans í Heimsókninni eftir Diirrenmatt. Lárus Pálsson var ekki gamall maður og virtist nú í þann veginn að færast í fang stærri verkefni á leiksviðinu en um langt skeið. Skammt er að minnast stjörnuleiks hans í Jeppa á Fjalli í fyrra sem hann var sæmdur silfurlampa leikdóm enda fyrir, seint og um síðir; og frá seinni árum hans mætti nefna mörg „minni“ hlutverk sem hann gerði einkar eftirminni leg skil, Jakob Engstrand í Afíur göngum, Pólóníus, svo eitthvað sé nefnt. Og Helga Valtýsdóttir hvarf á braut í blóma lífsins með nokkur helztu hlutverk sín skammt að baki. Þorsteinn Ö. Stephensen minnist Helgu í leik skrá Leikfélagsins, grein sem er miklu meira verð en gerist um eftirmæli, og segir þar meðal annars: „Engum leikara hygg ég að sé meiri vandi á herðar lagður en þeim sem ár eftir ár á að leita að og finna í hlutverkum sínum hina fíngerðustu þætti skapgerð ar, undir hrjúfu og sviplíku yfir- bragði, og láta þessa þætti birt ast með svo skýrum innri drátt- um að hér sé án alls efa komin ný og gerólík manneskja hinum fyrri. Þetta krefst í senn strang ari vinnu, skarpari skilnings og auðugra ímyndunarafls en þau verkefni sem eru af augljósari þáttum ofin. Slík þraut var Helgu oftar boðin en öðrum leik konum okkar sem kunnugt er. Var unun að sjá hvernig hún ag aði og fágaði listgáfu sína x hverri slíkri raun.“ Ennfremur segir Þorsteinn;

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.