Alþýðublaðið - 01.06.1968, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Qupperneq 7
Hvítasunnublað 7 Ballet í Þjóðleikhúsinu „Þegar Helga lék var leikur hennar alltaf mjög lifandi og sannur, þótt eitthvað annað kynni að mega að honum finna, iiann var runninn beint frá' upp runans æð. Flestir vilja eiga sér „örlítið leynihólf innst“ sem þeir kjósa helzt ekki að ljúka upp fyr ir neinum. Helga átti það án efa, ekki síður en aðrir, því hún var að jafnaði dul um innstu tilfinn ingar sínar. En ef leikpersóna sem hún var að gefa líf, krafðist þess af henni að hún opnaði laun lielgar sínar, hlýddi hún án und anbragða af fullri einurð og list- rænum heiðarleik. Yfirburðir hennar í þessu efni vöktu oft virðingu mína og aðdáun.“ Helztu hlutverk Helgu Valtýs- dóttur á seinni árum voru Marta í Iiver er hræddur við Virginíu Woolf, líklega hennar fremsta verk, og Mutter Courage eftir Brecht. Mutter Courage lék hún nýstaðin upp úr örðugum veik indum, undirbúningur sýningar innar fór í handaskolum í leik- húsinu og sjálf varð sýningin harla umdeild sem kunnugt er. Á frumsýningu þótti mér skiln- ingur hluíverksins orka meir en lítils tvímælis eins og leiksins í heild, og saknaði hins venjulega óbilandi þróttar Helgu Valtýs- dóttur; það var eins og hún megnaði ekki að fylgja hlutverk inu fram til fullnustu Ég sá' leik inn að nýju, síðusíu sýningu hans, þegar komið var undir vor, og eftir sem áður þótti mér skiln ingur og meðferð hans harla vafa söm. Engu að síður var þetta ólíkt áhrifameiri sýning hinni fyrri. Mutter Courage sjálf hafði tekið stakkaskiptum, eða réttara sagt: hún var komin ljóslifandi á sviðið og hreif áhorfanda nauð ugan, viljugan með sér. Á því var alls enginn vafi hvort sem þetta var ,,rétt“ eða ,,röng“ Mutter Courage. Engan bilbug var að sjá á Helgu Valtýsdóttur í henn- ar síðasta hlutverki, móðurinni í Hunangsilmi fyrir ári síðan. En þá sýningu fengum við ekki að sjá að nýju í haust eins og til stóð. gslenzk leikrit voru alltíð á leiksviði í vetur, eins og raunar fiest hin seinni ár, og þar á með al nokkur ný af nálinni. Jökull Jakobsson virðist ekki hafa unnið hylli áhorfenda þetta sinn og galt án efa verkfallsins þegar leikur hans var frumsýnd ur; Sumarið 37 er ef til vill ekki heldur fallið til almenningshylli. En ótvírætt virtist mér það á- hugavert verk, nýr áfangi í leik- ritun Jökuls. Hann er að móta sér samræðustíl, leikritunarað- ferð sem er líkleg til að láta brátt uppi frumiegri og varan- legri lífsýn en leikir hans til þessa. Almenningshylli bregzt hinsvegar ekki Jónasi Árnasyni, enda leggur hann allt kapp á að viðhalda henni , skemmta mönn- um hvað sem það kostar, hvort heldur hann semur leikrit, ævi- sögur vinsældalegs fólks, eða tek ur þátt í þjóðmálabará'ttunni og heldur ræður á alþingi, dyggi- lega prentaðar í Þjóðviljanum á næstu dögum. Ég er ekki frá því að árátta Jónasar að skemmta fólki, vera nú alveg áreiðan- lega nógu fyndinn, spilli fyrir leikþáttum hans sem Leikfélagið lék í vetur, drepi á dreif efni og hæfileikum sem í rauninni eru markverðari en þessir leikir urðu. Félag íslenzkra leikritahöf- tinda hefur verið í verkfalli und anfarið og eru verk félagsmanna ekki flutt í útvarp meðan ósamið er um betri kjör en þar hafa boð izt til þessa. Ekki skal því góða félagi láð þessi barátta; útvarp ið hefur vanrækt stórlega skyldu sína við nýjar innlendar bók- menntir aila sína tíð af eintóm um smásálarskap. En tók nokk- ur eftir þessu verkfalli, sem nú hefur staðið í heila níu mánuði, fyrr en því var slegið upp með stóru letri í Tímanum? Áreiðan- Iega voru þeir ekki margir. Og sú eina staðreynd segir upp langa sögu um nærfellt fjörutíu ára starf útvarpsins að því að byggja upp útvarpsleik og leik ritun sem frumlega innlenda list grein. En hvernig skyldi sjónvarp ið ætla að standa sig að sínu leyti? Um það verður víst fátt sagt að sinni, sjónvarpið gætir þess að fara sér nógu hægt í list og menntum; dýrlingur og harð- jaxl, harðjaxl og dýrlingur er þess daglega fastafæða sem eng um bregzt. En sjónvarpið hefur að vísu sýnt athyglisverða er- lenda sjónvarpsleiki og kvik- myndir með hinu. Og þar hefur verið fitjað upp á tveimur eða þremur innlendum leiksýning- um. Því miður sneri Jökull Ja- kobsson upp sinni lökustu hlið simpillar tilfinningasémi í sjón- varpsleik sínum í vetur, Romm handa Rósalind. En Þorsteinn O. Stephensen sýndi að þessi nýi miðill lætur honum ekki lak ar en útvarr>olPikur oem hann hefur einn íVlo-.r.-., intirm a^rf U.-f clnní. ^ð líkindum verður alllangt að bíða þeirrar nýjungar að upp komi sérstakur leikfl. fyrir út- varp, bæði hljóðvarp og mynd- varp; engu að síður mun aug- ljós þörf fyrr eða síðar knýja fram stofnun hans. Er ekki jafn gott að gera sér strax grein fyr ir þessari þörf? Raunar er eng in ástæða til að lasta leikflutn- ing í útvarp það sem hann nær, þó að útvarpsleikir og annar skáldskapur fyrir útvarp sé furðu frumstæð bókmennta grein á íslenzku; útvarpsleikrit in eru oft á tíðum áheyriieg af- þreying og stundum miklu meira verð; það er skemmst að minn- ast flutnings útvarpsins á Und- er Miik Wood eftir Dylan Thom as í þýðingu Bjarna Bjarnason- ar sem var með markverðari leik listaratburðum í vetur. En sjón varpið á sinn hlut eftir að mestu. Sjónvarpinu var tekið með mikl um fögnuði þegar það hófst hér á landi og vann sér strax vin- sældir; engu var líkara en það eitt þætti aðdáunarvert að raun verulega skyldi vera unnt að út varpa myndum á íslandi. En þeg ar nýjabrumið er af fyrirtækinu verða gerðar nýjar, auknar og fjölbreyttari kröfur til sjónvarps ins — þar á meðal krafa um beina og frumlega hlutdeild að innlendu menningarstarfi. Ekki var til sjónvarps stofnað í því skyni einu að það leysti Kefla víkursjónvarpið af hólmi sem miðill erlendrar afþreyingar. Og áreiðanlega er það misskilningur hjá forsetaefni voru, Kristjáni Eldjárn, í hans diplómatíska við tali við Morgunblaðið á dögun um að metnaðarástæður einar hafi gert það knýjandi að Kefla- víkursjónvarpinu væri lokað, löngu fyrr en raun varð á. Þvert á móti: það eru brýnar hagsmunaástæður að veita ekki neinum erlendum aðilja forrétt- indaaðstöðu til að reka hér á landi áhrifamesta menningar- tæki samtíðarinnar, rjúfa náttúr legt samhengi þess við annað innlent menningarstarf. Slíkra forréttinda nyti Keflavíkursjón varpið enn í dag væri það rekið í „frjálsri" samkeppni við ís- lenzka sjónvarpið. 1 |^|vað sem þessu líður: helzta nýjungin í starfi leikhúsanna í vetur var viðleitni þeirra að leyfa yngstu leikurum sínum að starfa upp á eigin spýtur, undir búa og halda eigin sýningar. Helztu rök leikhúsanna fyrir þessari nýbreytni voru að þau hefðu nú á að skipa ungu og efnilegu fólki, nýútskrifúðu úr leikskólum sínum, sem þörf væri að æfast við störf á' leik- sviði í framhaldi skólagöngunn- ar, í annan stað væri nú slikt f jöl menni orðið í leikarastétt að hið unga fólk kæmist vart eða alls ekki að reglubundnum sýning- um leikhúsanna. Eflaust eru þessi rök rétt, og ekki verður annað sagt en sýningar nýlið anna, þrjár í Lindarbæ, ein í Tjarnarbæ, hafi verið ánægjuleg ar það sem þær voru. Ýmsir á- litlegir ungir leikarar hafa óneit anlega komið fram í vetur, þar Framhald á bls. 9. Úr óperunni Brosandi land

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.