Alþýðublaðið - 01.06.1968, Síða 9

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Síða 9
H vítasu n n u blag 9 Leikhús SAAB er framleiddur af verksmiðjum, sem framleiða þotur fyrir meira en tvöfaldan hljóðhraða. >f x- x- Ef þér eruð örugg í slíku farartæki, hvað þá með SAAB fólkshifreiðina, sem hefur hámarkshraða undir 200 km. SAAB er einn af öruggustu bílum sem völ er á, vegna þess að yfirbyggingin þolir árekstur og jafnvel veltur 0G VERNDAR YÐUR SAMT. Góðir aksturseiginleikar, sérstaklega í lausri möl, það gerir framhjó iadrifið. Bremsukerfið er TVÖFALT. Hjóiin eru 15“- Benzíntankur er á öruggasta staðn um, milli afturhjólanna. Fáanlegur með sparneytinni og kraftmikilli V4 vél. Einnig með hinni viðurkenndu og þrautreyndu SAAB 2T vél. Allir SAAB bílar eru 4ra gíra. !’ yiM i r.jÍ'M \ SÖLUUMBOÐ AKUREYRI: SAAB-þjónustan, sími 21090. SVEINN BJÖRNSSON & Co Skeifan 11 — Sími 81530- Framhald af 1. síðn. og annarGstaðar, Sigurður Skúla son, Hákon Waage, Jónína H. Jónsdóttir,, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Edda Þórar- insdóttir, Anna Kristin Arngríms ■dóttir. Þar með er ekki sagt að slíkar sýningar séu frambærileg vara á almennum leiklistarmark aði. Þær sem bezt tókust að mínu viti voru Tíu tilbrigði eftir Odd Björnsson í Lindarbæ og söng- dagskrá Leikfélagsins í Tjarn arbæ — beinlínis af því að mest nýjabragð var að þeim. En eftir tektarvert er að með tilkomu þess ara nýju leikflokka tekur fyr- ir sjálfstætt starf annarra ungra leikara, nema náttúrlega mennta skólanema á' Herranótt sinni; Gríma hafði ekki nema eina sýn ingu í vetur, snemma hausts. Rétta .leiðin væri auðvitað að reyna til að sameina kraftana í stað þess að sundra þeim, stofna sameiginlegan leikflokk ungra leikara þar sem hæfileikar þeirra fengju að njóta aga og þjálfunar eiginlegs leikhússtarfs, og sem gæti, ef vel tækist, aukið tilbreytni og nýjungar í leiklist- arlífi bæjarins, aukið það nýjum brag æsku og dirfsku. Þjóðleik húsið er vitaskuld réttur aðili til að greiða, fyrir slíku leikstarfi og Lindarbær eðlilegur vettvang ur þess; leikflokkur sem þessi mundi að sjálfsögðu starfa í ná inni samvinnu við sameinaðan leikskóla beggja leikhúsanna, ef til hans kæmi, sem veitti meiri og fullkomnari leikmenntun en hingað til hefur boðizt hér á landi. t>jóðleikhúsið lauk leikári sínu með danssýningu nemenda úr Listdansskóla Þjóðleikhúss ins á laugardaginn var, undir stjórn Fay Werner sem veitir skóla þessum forstöðu. Forði mér allir heilagir frá því að fara nú að ,,dæma um“ dansmennt ofan á’ annað. En því verður ekki neitað að fjölmenn atriði stat- ista og kórs, dans og látbragð, sviðshreyfingar svokallaðar, allt þetta hefur undanfarið virzt næsta veikur þáttur í síarfi Þjóð leikhússins, og er óperettusýn- ing þessi í vor, Brosandi land, síðust til marks um það; en þessi efni hafa undanfarið ein att heyrt undir Fay Werner. En áðalstarf hennar er að sjálf- sögðu dansskólinn, og að líkind um hefur sýningin á laugardag veitt sanngjarna hugmynd um starf, getu og afköst hans. Æf- ingar þær sem sýndar voru í fyrscu sögðu leikmanni, saklaus um af allri þekkingu á þessari list, að vísu ekki mikið um skól ann; en seinni hluti dagskrár innar var fjölbreyttur og víða fallegur óskóluðum sjónum. Eink um þótti mér ánægjulegir nútíma dans við tónlist bítlanna sem hinir eldri nemendur sýndu og leikdansar yngstu nemend- anna, Blöðrudans og Öskupokarn ir, tveir þeir fvrrnefndu eftir Fay Werner sjálfa, sá síðast- nefndi eftir Ingibjörgu Björns dóttur sem er ein af nemend- um skólan. Og sýningupni var ljómandi vel- tekið af nær fúll- setnu húsi áhorfenda þar sem margt var af ungum og fallegum stúlkum. Sýnilega er með list- dansskólanum sjálfum að vaxa upp hópur áhugasamra og velvilj aðra áhorfenda hans. Undanfarið hefur nokkuð ver- ið rætt um óperufluíning Þjóð- leikhússins í tilefni óperettusýn ingarinnar í vor. Aðalsöngvarar hennar hafa ilýverið viðrað af sér gremjuna yfir umsögnum blaða um sýninguna í blaðavið tölum; og við upphaf sýninga tí undaði þjóðleikhússtjóri verk- Þjóðleikhússins á þéssu sviði í blaðagrein og sendi blaðamönn- um um leið tóninn fyrir fullkom ið þekkingarleysi á störfum leik hússins; þeir virðast ekki vita að Þjóðleikhúsið hafi nokkurn tíma flutt óperur, sagði þjóðleik hússtjóri. Þrátt fyrir þetta mun aðsókn og undirtektir áhorf- enda að Brosandi landi hafa ver ið í dræmara lagi og skal þeim ekki láð; áreiðanlega er sýning in í hópi hinna misráðnu og mis heppnuðu söngleikja Þjóðleik hússins sem orðnir eru fleiri en einn og fleiri en tveir. Enginn neitar því þar fyrir að Þjóðleik húsið hefur margt unnið þarf- legt á þessu sviði og rutt braut óperuflutningi á íslandi. Hitt er út í hött að halda fram þessu starfi leikhússins til að andmæla eðlilegu framhaldi þess: að stofn að verði til reglubundins óperu flutnings sem fyrst og fremst byggist á innlendum söngkröft um og leikforustu. Vísir að slíku starfi var hafinn í Tjarnarbæ í haust, þar sem samtök söngv- ara sem nefnast Óperan sýndu Ástardrykkinn eftir Donizetti; nú er boðuð ný sýning í Tjarnar bæ í næstu viku og jafnframt frá' því sagt að hafnar séu um leitanir um samstarf við Þjóð- leikhúsið. Það er vonandi að þetta viti á gott, áhugi og hæfi leikar söngvaranna fái senn að njóta sín í Þjóðleikhúsinu þar sem þeim bjóðist viðunandi starfsskilyrði. Undirtektir þær sem sýning Óperunnar fékk í Tjarnarbæ í haust munu hafa sýnt, að áhugi almennings er raunverulegur fyrir þessu starfi og vilji til að gangast undir ein. hverskonar áskriftar- og styrktar mannakerfi til að kosta það. Ö.J^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.