Alþýðublaðið - 11.08.1968, Side 5

Alþýðublaðið - 11.08.1968, Side 5
Vegraþjónustubíll frá F.f.B. aðstoð'ar illa staddan bílstjóra. ir að hafa einu sinni notið aðstoð ar og hjálpar félagsins. Þeir, sem nutu þjónustu F. í. B. um helgina, hefðu ekki notið hennar, ef ekki væru fyrir menn, sem byggt hcfðu upp þessa þjónustu með því að vera félagsmenn í F. í. B. — Hvernig stendur félagið straum af kostnaði vegna vega þjónustunnar? , •( — Rúmlega 14 þúsund félags menn eru á skrá hjá’ F. í. B., en þeir, sem ekki greiða ársgjald þess, sem er 400,00 krónur á’ ári, teljast auðvitað ekki félagsmenn. Vegaþjónustan kostar félagið ár lega hundruði þúsunda króna og eru það félagsgjöldin, sem standa undir þessum kostnaði. Hið félagsþroskaða fólk í fé- laginu hefur í rauninni byggt þetta upp. Þetta fólk hefur skil. ið þörfina á því að auka tölu fé lagsmanna stöðugt. Þess er að geta, áð félagið hjá’lpar fólki hvort sem það er í félaginu eða ekki — eins og áð ur hefur komið fram. Munurinn á þjónustunni við félagsmenn og aðra, sem ekki eru félagar, er sá, ; að t. d. fær félagsmaður hjálp- ina fyrstu klukkustundina -endur gjaldslaust, og cf ekki er hægt að gera við bílinn á þessari fyrstu klukkustund og um meiri háttar viðgerð er að ræða, þá getum við dregið bílinn til næsta viðgerðar staðar. Þá’ borgar félagsmaður ekkert fyrir fyrsf.u 30 kílómetr ana, sem hann er dreginn, en síð an verður hann að greiða fyrir það, sem umfram er. Við rekum stöðugan áróður fyrir því, að ökumenn hafi ætíð með sér í bílum sínum helzíu varahluti, svo sem viftureim, platínur, kveikjulok, kveikjuham ar og ýmsa aðra hluti, sem sér stakir eru fyrir hverja tegund bíla, að ógleymdum varahjól- barða á felgu Ef ökumaður hef- ur það ætíð hugfast að hafa í bíl sínum nauðsynlegustu vara- hluti, tekur aðstoðin miklu skemmri tíma en ella. — Kunnið þið ekki einhverja dæmisögu frá helginni? — Jú, einhver F. í. B. bíllinn hjálpaði einum og sama bifreiða stjóranum fimm sinnum á leið- inni frá Hvalfjarðarbotni upp í Húsafellsskóg. Hjólbarði bilaði hjá vesalings manninum fimm sinnum á þessari leið. Það jer því ekki af ástæðu- lausu, að við hvetjum fólk til að hafa ætíð í bílunum hjá sér eina eða tvær varaslöngur. Nú tíðkast það, að í hjólbörðum margra nýrri bíla eru ekki slöng ur og er þá ekki hægt að gera við hjólbarðann nema með því að setja slöngur í þá. — Rekur félagið ekki viff- taeka þjónustu fyrir félags- menn sína? ! — Þegar lögin um ljósaútbún- að bifreiða gengu í gildi á sin- um tíma, þá gerði félagið ráð- stafanir til þess að geta veitt bif reiðaeigendum ljósastillingaþjón ustu. Þá sendum vð menn út um allt land til að aðstoða bifreiða eigendur við ljósastillingu, svo að bifreiðar þeirra gætu fengið fullnaðarskoðun. Fyrsta sumarið, sem við sendum sérfróðan ljósa stillingarmann út á land má segja, að sárafá verkstæði úti á landi hefðu tök á því að stilla ljós. Nú er svo komið, að ekki er þörf á sendimanni frá okkur úti um landsbyggðina, þar sem allflest verkstæði hafa nú bæði tæki og sérstaka réttindamenn til að annast þessa þjónustu. Fé lagið hefur samið við einstök verkstæði víðs vegar um landið til að sjá um ljósastillingu fyr- ir félagsmenn F. í. B. í vor tók til starfa skoðunar- stöð félagsins að Suðurlands- braut 10. og var hún dýr í byggingu. Við fengum hingað til lands danskan verkfræðing frá systurfélagi okkar í Danmörku „Forenede danske motorejere“. Hann þjálfaði bifvélavirkja fé- lagsins í meðhöndlun hinna ýmsu tækja, mælitækja og ann- arra. Nú er hægt að framkvæma í skoðunarstöðinni athugun á 48 mismunandi atriðum og eitt af þeim er Ijósastilling. Að undanförnu hefur stöðin ekki getað annað öðru en ljósa- stillingu til að svara gífurlegri eftirspurn vegna breytinga frá vinstri Ijósum í hægri ljós. Fé- lagið mun auglýsa það, þegar skoðunarstöðin getur hafið full afköst. í sama húsi — að Suðurlands braut 10 — hefur félagið komið Framhald á 14. síðu. STOÐUVAL Ungur maður hefir í hyggju að velja sjer námsefni með tilliti til áikveðinnar starfsgreinar. En hann hefir imiklar áhyggj- ur af því, að hann muni ekki fá tækifæri til þess að leggja stund á það, sem hann lang- ar mest til að nema. Hvernig ó hann að bregðast við þess- um örlögum sínum? Sjálfsagt er þetta ekkert einsdæmi. Fleiri hafa verið undir þessa sök seldir áður fyrr, þegar þjóðin var fátæk- ari og starfshættir miklu fá- breyttari. Jeg. minnist eins smáatviks frá veru minni í menntaskólanum. Kennari, sem við höfðum öll miklar mætur á, þóttist einhverntíma 'v hafa oroið var við fullmikið áhugaleysi. Hann brýndi rödd ina, og sagði með skerpu: „Þið, sem hjer sitjið í dag, ættuð að minnast þess, að það hafa ver- ið til og eru til unglingar, sem hafa grátið yfir því að fá ekki að vera í þessum sætum“. Sá óskaplegi; mennta- og skóla- óhugi, sem hefir gripið um sig á seinni áratugum, er ef til vill fyrst og fremst af því sprottinn, að kynslóð, sem langaði til að læra í skólum, hefir viljað allt á sig leggja til að böm hennar hefðu úr fleiru að velja en hún hafði sjálf „í sínu' ungdæmi“. Jeg þekkti hæfan og ágæt- an lækni, sem sagði mjer, að sig hefði mest langað til að leggja stund á stærðfræði, en þá voru ekki taldar líkur til þess, að stærðfræðingar gæti lifað af vísindum sínum hjer á landi. En um það leyti, sem þessi vinur minn hefði útskrif ast, voru fyrstu leiðir að opn- azt, voru fyrstu leiðir að opn- aða menn í þeirri grein. Þessi læknir hafði stærðfræðina að tómstunda-iðju alla æfi, og veitti ungum mönnum með stærðfræði-áhuga marga gleði- stund. íslenzkur sveitaprestur hafði í æsku sinni mikla löngun til að verða óperusöngvari. Hann hafði ekki möguleika á því námi, en í þess stað lagði hann sig frarn um að láta söfnuði sína njóta sinnar fögru radd- ar, og heima fyrir ljek hann óperulög á orgelið sitt, til gleði fyrir sjalfan sig að aðra. Vitur maður hefir sagt: ,,Það er ekki mest undir því komið, hvort þú færð það, sem þú vilt, heldur hinu, hvort þú vilt það, sem þú færð“. Sjálf- sagt eru þeir ekki margir, sem geta fengið allt, sem þeim ikynni að koma til hugar að óska sjer. En flestir hafa ein- hverja möguleika, — eiga ein hverra kosta völ. Og «r þá ekki skynsamlegasta sjónarmiðið að velja þarcn kostinn, sem liggur einna næst því, sem hug urinn þráir mest. Sem betur fer geta söm.u hæfi.leikarnir 'komið að gagni í margskonar starfi. Loks er á það að líta, að margir unglingar, sem velja sjer nám og lífsstarf, hafa í rauninni ekki athugað sjálfa sig til hlítar, heldur velja meira eða minna út í bláinn, jafnvel eftir tízku og aldar- anda Þegar ti:l kastanna kem- ur, eru þeir bundnir af fljót- færnislegum ákvörðunum, og hljóta að gera eitt af tvennu, að gefast upp við áformin eða leggja sig fram um að skyggn- ast dýpra inn í viðfangsefnið. Og sem betur fer, eru þess mörg dærni, að fólki hafi tek- ist að verða svo tengt verk- efnum, sem það hafði ekki sjerlega mikinni áhuga á um tíma, að áhuginn jókst og starfsgleðin að sarna skapi. Á öld sjerhæfni og sjerfræði er mikið um það rætt, að nauð synlegt sje að menn sjeu sem yngstir, er Þeir hafa lokið hinum almenna undirbúningi lundir sjergreinar, t.d. að menn verði sem yngstir stúdentar. Þessu er erfitt að mótmæla, en þá verður sú spurning harla áleitin, hvort menn sjeu orðn- ir nógu þroskaðir að skapgerð og hugsun til að taka ákvarð- anir um sjernám. Æskuskeið- ið er tímabil stormvinda og •sviftibylja, hugur og tilfinn- ingar óstöðugar, lífsskoðunin á reiki. Auðvitað er ekki al- veg sama, hvers eðlis viðfangs efnin eru. Það er hægt að leggja fyr'r sig stærðfræði- nám, eðlisfræði og tungumál, án þess að valið sje háð lífs- skoðun mannsins út af fyrir sig. En enginn getur sett sjer fyrir að búa sig undir prests- starf, nema hann hafi gert upp við sjálfan sig afstöðu til trúar og lífsskoðunar. Þess vegna eru okkar á meðal lærð dr Jakob Jónsson tóö prejst ir menn, sem vel hefðu átt heima í prestsstöðu, en fundu ekki sjalfa sig fyrr en eitt- hvað annað hafði orð’ið fyrjr valinu. Urðu kannske stúdent- ar of snemma. Á hinn bóginn 1 hlýtur lífsskoðunin þó að eiga sinn þátt í öllu námsvali og stöðuvali. Jeg heyrði einu sinni gamlan mann segja: „Jeg valdi mitt starf vegna þess, að jeg hafði trú á, að það myndi gera mig að betri manni“. Það er töluverður munur á lífs skoðun þessa manns og hins, sem spyr aðeins, hverju hann hafi mest upp úr, hvernig - hann geti rakað saman fje. Og sá, sem aðhyllist kristna trú og lífsskoðun blýtur að leggja mest upp úr því, hvernig hann geti starfað öðrum til góðs, — Og hjer kem jeg að niðurstöðunni: Sá, sem ekki fær tækifæri til þess, sem hugur hans stefnir til í dag, — hann ætti að rannsaka sjalf an sig, og spyrja síðan, hvort einhverjir þeir hæfileikar, sem hann langar mest til að hag- nýta, geti ekki verið gagnleg- ir í öðrum verkahring, til góðs fyrir samfjelagið. Og tak ist honum að finna jákvæða lausn á því máli, má vel svo fara, að hann sjái aldrei efti * því, þó að óskir hans til eii - hvers annars hafi ekkl verið uppfylltar. Jakob Jónsson. 11. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.