Alþýðublaðið - 11.08.1968, Side 15

Alþýðublaðið - 11.08.1968, Side 15
Hún óskaði þess, a3 hún væri jafnþaulvön hestum og Ajlsa, þá hefði hún verið helmingi fljótari. Nú var komið að hádegi og sólin komin hátt á himin. Hitinn var ósegjanlegur. Lands- lagið glitraði í hitamóðunni, en hún bjóst við að hún færi að koma að fljótinu. Að lokum lét hún hestinn um að rata meðan hún hugsaði um brottför sína frá „Rauða landi“ og ást sína á Símoni. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að hún vær; hætt að elska hann, en óttaðist hann aðeins. Hún efað ist ekki um, að hann hefði reynt að neyða hana til að giftast sér. Ekki vegna óttans heldur vegna þess valds, sem hann hafði yfir henni. Hann þurfti aðeins að taka hana í faðm sér til að hún missti vald á sér. Þess vegna flýði hún. Hún flýði undan áhrifa valdi hans. Undan áhrifavaldi manns, sem Iét stjórnast af þrá' sinni eftir „Rauða landi“. Þrá, sem var svo sterk að hann hafði framið . . . morð! Andartak lok- aði hún augunum, en svo hætti hún að gráta. Hún varð að kom- ast á brott. Skömmu seinna heyrðj hún hófaslátt að baki sér og hróp- að. Þegar hún leit við, fraus blóðið í æðum hennar, því að hún þekkti manninn, sem þaut þarna áfram að baki hennar um- vafinn reykskýi. —Stanzaðu, June! Símon hafði komizt að því, að hún ætlaði að fara og nú ætlaði hann að koma í veg fyrir það. Hún greip svipuna. Hún gæti aldrei sloppið, en einhver æsing- ur neyddi hana til að halda áfram. Það heyrðist svipusmell- ur, en andartaki síðar kom Símon upp að kerrunni og hann kallaði: — Þú verður að nema staðar í guðánna bænum! Þú ert að koma að fljótinu! Nú sá hún fljótið, því að kerr- SVEINN H. VALDTMARSSON hæstaréttarlögmaSur. Sölvhólsgata 4 (Samhandshús, 3. hæð). Símar: 23338 — 12313. BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði Bernliarðs Hanness., Suðfurlandsbrajut 12. Súni 35810. WHlJYMÍ? TREYSfÍ- itli.X.Íi ÍekéMM J i:-:. *:• Attöh: 22. HLUII an var komin upp á litla hæð og þaut nú niður að ólgandi vatn- inu. Hún greip aftur svipuna uin leið og Símon rétti fram höndina til að grípa í hana. Hann ætlaði að sveifla sér upp í kerruna, en mistókst og um stund leit helzt út fyrir að hann dytti niður undir kerruna. Svo fann hún sér til skelfing- ar, að hún réði ekki lengur við hestinn. Hún tók í taumana, en það var ekki til neins og þegar hún reyndi að hemla voru taum- arnir rifnir af henni. Hún veinaði: — Símon! Þar sem hún var hrædd um, að barnið hentist út úr kerr- unni, þrýsti hún honum að sér. ’ Síðan leit hún við og sá, að Símon hafði rétt sig upp í hnakknum og nú reyndi hann aftur að ná henni. Nú voru þau komin að fljót- inu, en í þetta skipti tókst Sím- oni að komast upp að hestinum, hann greip í taumana og nú hófst áköf barátta milli manns og hests. Fljótið var aðeins fáeina faðma undan, þegar kerran loks nam staðar og Símon stökk m‘ður af kerrunni að löðursveittum hesfc- inum og róaði hann. Síðan tók hann June niður af kerrunni: — Litla asnakolla! Hana langaði til að hrópa að honum, en hún gat aðeins stunið upp sundurlausum orðum, síðan brast hún í grát. Hann tók Toby af henni og meðan hann hélt á honum á öðrum handleggnum greip hann utan um hana með hinum. Hann beið, þar til að og sagði svo: __ Hvers vegna varstu að hlaupast á brott? Hún starði tárvotum augum á hann. Andlit hans var þakið ryki og óhreinindum og henni fannst hann svo ógnvekjandi, að hún reyndi að slíta sig lausa. — Þarftu að spyrja um það? spurði hún. Hann leit út á fljótið. — Þú veizt víst ekki, hvað hefði komið fyrir, ef þú hefðir haldið út í fljótið. Þú hefðir drukknað. Hér er ekkert vað og áin afar straum hörð. — En Ailsa sagði . . . Hann tók fastar utan um hana. — Sagði Ailsa, að þetta væri leið in inn í bæinn? Þegar hún kínk- aði kolli, hélt hann áfram: Sagði hún þér að þú ættir að fara hérna yfir fljótið? — Já. Hann sleppti henni, en hreyf- ingar hans voru rólegar og á- kveðnar. Svo rétti hann henni barnið svipbrigðalaus, hjálpaði henni upp í kerruna, spennti hest sinn fyrir hana og greip taumana. Rödd hans var kulda- leg þegar hann sagði: — Við för- um heim að „Rauða landi". Þegar hún reyndi að mótmæla, sagði hann. — Við tölumst seinna við. Það var ekki fyrr en þau sáu heim að búgarðinum að hann talaðj aftur við hana: — Farðu inn með Toby og komdu svo og talaðu við mig. Raddblær hans sýndi glögglega, að hann myndi ekki hlusta á nein mótmæli og auk þess var hún alltof þreytt til að hugsa. Hún háttaði Toby litla inni í barnaherberginu svo að hann gæti fengið sér blund með pel- ann sinn og eftir að hann hafði sofnað fór hún niður. — Hr. Símon er inni á skrif- stofunni, sagði Mammy. Hann sat Við skrifborðið sitt, þegar June kom inn og hún gat ekki lesið neitt úr svipbrigðum hans. — Á morgun förum við bæði til lögfræðingsins í Boraville, sagði hann. — Ég skal sjá' svo um, að þú getir farið til Englands með Toby. Hann hlaut að hafa tekið eftir því, hvað henni brá mikið. — Færðu þá ekki það, sem þú vilt? spurði hann og bætti svo við, þegar hún svaraði engu: — Færðu það ekki? Hún gekk að glugganum og horfði út yfir sléttuna meðan hún heyrði Símon ganga nær. — Eða viltu það ekki lengur? spurði hann. Þá leit hún við og aftur jafn- aði hún sig. — Því sagði Ailsa mér að fara þarna yfir fljótið, Símon? spurði hún. — Hvers vegna? — Hvers vegna sagði hún þér allar hinar lygasögurnar? svar- aði hann. — Hún hlýtur að hafa logið að þér og rægt mig, annars hefðir þú ekki breytzt jafnmik- ið í minn garð og þú hefur gert á fáeinum tímum. Hann horfði á hana. — Hvað sagði hún þér um bílslysið? Að ég hefði valdið því? June kinkaði kolli. — Talaðu þá við Mammy Brown, sagði hann stuttur í spuna. — Hún getur sannfært þig um að ég var í fleiri mílna fjarlægð héðan og hafði alls ekkj verið á' „Rauða landi“ í fleiri daga. Hann sá undrunar- svipinn í augum hennar. — Hvað sagði hún fleira, June? Eitthvað um nautin, sem fæld- ust? Að það hefði líka ver- ið mér að kenna? Þegar June leit í hreinskiln- ingsleg, opinská og þó reiðileg augu hans, skildi hún, hvað henni hafði skjátlazt. — Hvernig gat ég trúað þessu? hvíslaði hún. Hann sneri sér frá henni. — En þú trúðir því án þess að gefa mér færi á að verja mig. Svo mikils virði var þá ást þín, June. Hann hafði aftur setzt við skrifborðið og nú sagði hann: — Ég legg til að þú takir til dótið þitt. Eftir þetta tók hann upp skjalahrúgu og fór að vinna. June skildi fyrr en skall í tönn- um og hún fór upp til sín, settist á rúmstokkinn og starði út í blá- inn. Hún blygðaðist sín. Ást hennar á Símoni Conrad hafði ekki venið nægilega heit. Hún hafði trúað lygurai Ailsu. Hún andvarpaði þreytulega og tók fram töskuna sina — hún hafði tekið svo lítið með sér, þegar hún fór til BoravUle og meðan hún lét niður í töskurn ar reyndi hún að hugga sig við, að það yrði skemmtilegt að kom ast aftur í leikhúsið og hitfca alla sína fyrri vini. Hún gæti án efa fengið einhvern til að líta eftir Toby, þegar hún tæki aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Hún hafði notið þess að leika áður og hún gæti lært að gera það á nýjan leik. En hún settist áður en hún var hálfnuð við að taka saman dótið sitt. Var hægt að snúa við eftir að hafa kynnzt lífinu eins og það hafði verið þessa mánuði? Eftir að hafa kynnzt ástinni? Hafi ást hennar á Símoni verið of veik áður hafði hún núna styrkzt að mun. Hana langaði til að fara til hans, biðja hann fyr irgefningar og að leyfa henni að reyna að sanna, að hún væril hans verð. En hann fyrirgæffj henni aldrei — um það var hún! sanfærð. ■< * — Það getur ekki verið satt, sem hr. Símon segir, sagði hún.! — Þér eruð ekki á förum. Þér getið ekki farið. Hér eigið þér heima. Nú gat June ekki lengur hald ' ið aftur af tárunum og það hugg ’ aðj hana að finna haldið utan i um sig. Það leið góð stund áður | en hún mátti mæla aftur. ,j — Mig langar ekkert til að j fara, Mammy. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIP SNACK BÁR Laugavegi 126, sími 24631. Sendisveinn óskast Unglingsdrengur með mótorhjól getur fengið vinnu nú þegar, til ýmissa sendiferða, gott kaup. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ. 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.