Alþýðublaðið - 24.08.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.08.1968, Qupperneq 5
MÓTMÆLI OG FUNDIR Stjórnir ýmissa félaga hafa sent frá sér ályktanir og samþykktir Stúdentafélagið í mótmælaskyni vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. Þá boffa . nokkur önnur félög til funda í sama tilgangi. Hér á eftir birtastl ntotmselir nokkrar tilkynningar sem blaðinu hafa borizt. Biskup óskar fyrirbæna Biskup íslands óskar að Tékkóslóvakíu sé minnst í kirkjum á sunnudaginn og að beðið sé fyrir þjóðinni í raun um hennar, fyrir frelsi henn- ar og friði í heiminum. — Biskup íslands. Alþýðuban dal agið mótmælir Eftirfarandi samþykkt var gerð einróma á fundi fram- kvæmdastjórnar Alþýðuþanda lagsins á fundi hennar þann 21. ágúst: Tilefnislaus innrás herja Sovétríkjanna og bandingja þeirra innan Varsjárbanda- lagsins í Tékkóslóvakíu er níðingsverk, sem hlýtur að vekja hryggð og reiði hjá öll um sem unna þjóðfrelsr og sósíalisma. Grið eru rofin á sjálfstaeðu ríki í því skyni að svifta það sósíalistiskri for- ustu, sem sýnt hefur að hún nýtur fádæma hylli og stuðn ings þjóðarinnar. Með þessu athæfi eru helgustu hugsjón- ir þjóðfrelsis, sósíalisma og alþjóðahyggju troðnar í svað ði. Framkvæmdastjórn Alþýðu bandalagsins fordæmir árás- ina á þjóðir Tékkóslóvakiu, á kommúnistaflokk landsins, á málfrelsi oig skoðanafrelsi, á fullveldi þjóðanna. Framkvæmjdastjórnin lýsir yfir dýpstu samúð með Tékkó slóvökum í þrengingum þeirra, fullviss um að þessi marg- reynda þjóð mun standast þessa þungu raun eins og svo margar aðrar sem yfir hana hafa dunið. Rithöfundar á fundi Rithöfundasaimband íslands heldur almennan félagafund um Tékkóslóvakíumálið þriðju daginn 27. ágúst klukkan 3,30 síðdegis í Tjarnarbúð uppi. Formaður Stúdentafélags Háskóla íslands afhenti í gær fulltrúum í sovézka sendiráð inu ályktun, sem fordæmir í- hlutun erlendra ríkja í innan ríkismál Tékkóslóvakíu. Veittu fulltrúar í sendiráðinu álykt- uninni mótöku og komu afar kurteisislega fram viff for- mann stúdentafélagsins, er hann afhenti mótmæli félags síns. Ályktun stjórnar stúdenta- félagsins var afhent fulltrú- um í sendiráffi Tékkóslóvakíu hér á landi eínnig og þökkuffu fulltrúar sendiráffsins stúd- entum fyrir samúð þeirra meff tékknesku þjóffinni. Ályktunin var einníg afhent Emil Jónssyni utanríkisráð- herra. Ályktun stjórnar Stúdenta- félags Háskóla íslands er á þessa leiff: „íslenzkir stúdentar for- dæma íhlutun erlendra ríkja í innanríkismál Tékkóslóvakíu og lýstu yfir einlægri samúff meff þjóðum landsins. Þessi atburffur er ótvírætt brot á stofnskrá Sameinuðu þjóffanna, og er skorað á ríkis stjórnina að stuðla að upp- töku málsins á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og lausn þess í anda samtakanna.“ S j ómannaf élagið mótmælir Stjórn og trúnaðarmannafé- lag Sjómannafélags Reykja- víkur gerði á fundi sínum 22. þ.m. svohljóðandi samþykkt, vegna innrásarinnar í Téékó- slóvakíu: Stjórn og trúnaðarmanna- ráð Sjómannafélags Reykjavik ur telur, að hverri þjóð beri réttur til að ráða sjálf sínum innri málum á lýðræðislegan hátt og mótmælir því harð- lega og fordæmir jafnframt hinni hrottalegu og þó tilefn islausu innrás fimm Varsjár- bandalagsríkja í Tékkósló- vakíu og handtöku og brott flutning þeirra forystumanna þjóðarinnar er hún hafði sjálf valið sér. Sjómannafélag Reykjavíkur vottar tékknesku þjóðinni sam úð í þeim hörmungum er hún á nú við að búa og skorar á allar frelsisunnandi þjóðir að gera allt er þær mega, til þess að tékkneska þjóðin fái end ur heimt frelsi sitt. Samtök um vestræna samvinnu mótmæla Yfirlýsing frá Samtökum um vestræna samvinnu: Stjórn Samtaka um vestræna samvinnu fordæmir tilefnislausa árás Sovétríkjanna og bandingja þeirra í Varsjárbandalaginu á Tékkóslóvakíu og lýsir yfir dýpstu samúð með baráttu Tékkóslóvaka fyrir frelsi, full- veldi og lýðræðislegum stjórnar- háttum. Jafnframt harmar stjórn in þær auknu viðsjár í alþjóða- málum, sem þessi svívirðilega árá's mun hafa í för með sér, og þann viðgang afturhaldsafta í heiminum, sem hún stuðlar að. Árásin er freklegt brot 'á Stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna, sem hljóta að láta málið til sín taka og gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að stórveldi og leppríki þeirra fái þannig fótum troðið sjálfs- ákvörðunarrétt og fullveldi smá- þjóða. NORRÆNA HÚSIÐ POHJOLAN TALO NORDENS HUS Komið hingað og notið húsið. Nor- ræna húsið er yðar hús. Norræna húsiff — yðar hús — verffur vígt í dag, þann 24. ágúst 1968. □ Þar meff er opnuff fyrsta sameiginlega menningarmiffstöff sinnar tegundar á Norffurlöndum. □ Norræna húsiff er reist og rekiff af ríkisstjórnum Danmerkur, Flnnlands, íslands, Noregs og Svíþjóffar. □ Norræna húsiff á aff vera tengi- liffur milli íslands og hinna Norffnrlandanna. □ Norræna húsiff miðlar upplýsingnm og áhrifum frá ís- landi til hinna Norffurlandanna, bæffi meff hjálp f jölmiðlunartækja og eftir öðmm þeim leiðum, er hentugar þykja. □ Norræna húsið vinnur meff öll im þeim islenzkum stofnunum, er óska samvinnu, svo og öffrum norrænum affilum, er vinna aff mennlngarmálum. □ Norræna félagiff íslenzka hefur aff- setur í húsinu. □ Norræna húsiff veitir þjónustu til fundahalda norrænna samtaka, eftir því sem hús- rými og önnur starfsemi leyfir. □ Bókasafn Norræna hússins er nú í hraffri uppbyggingu og verffur tilkynnt um opnun þess síffar. Norræn tímarit og dagblöff — sem koma meff flugi — munu liggja frammi í lestrarsalnum, sem fyrst um sinn verffur opinn frá kl. 17 - 21. □ Ekkert jákvætt norrænt málefni á aff vera Norræna húsinu óviðkomandi éffa lítilsvert. Þaff er því mjög mikilvægt, aff þér not- færiff yffur sem bezt húsiff og þá starfsemi, sem þar verffur rekin. Vér tökum meff þökkum á móti nýjum hugmyndum! Hand- og listiðnaöarsýníng Öllum landsmönnum er hoðið að skoða stóra samnorræna hand- og list- iðnaðarsýningu („hrukskunst“, „kunst hándverk", ,,hemslöjd“) frá og með miðvikudeginum 28. ágúst og dag- lega kl. 17 - 21. 24. ágúst 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.