Alþýðublaðið - 24.08.1968, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.08.1968, Qupperneq 6
álað á rúður í holtsstræti Einhverjir, sem viljað hafa sýna andúð sína í verki á inn rás Sovétmanna og bandalags Síldin færir sig í vestur Síldin hefur nú fært sig aö- eins vestar og í fyrrakvökl fékk eitt síldvt'iðiskip sæmi- legt kast á 8undu gráðu A.I., sem er það vestasta svæði sem síld hefur veiðst á í sumar. Önnur skip komu á svæðið í fyrrinótt og fengu einnig sæmileg köst, en erfitt var að fást við viðarnar vegna kviku. í gærmorgun voru komin SV 3 vindstig á veiði- svæðinu. Kunnugt var í gær- morgun um afla 8 skipa með samtals 590 lestir síldar. Skip in eru þessi; ísleifur IV. VE 170 lestir, Héðínn ÞH 90, Fíf ill GK 50, Hrafn Sveinbjarn- arson GK 80, Barði NK 15, As- berg RE 35, Guðbjörg ÍS 90 og Jón Finnss. GK 60 lestir. ríkja þeirra í Tékkóslóvakíu, máluðu í fyrrinótt rúður og veggi hússins númer 27 við Þingholtsstræti með rauðri málningu. Einnig klíndu þeir málningu á gangstéttina fram an við húsið. í húsi þessu hef ur MÍR, Menningarsamband íslands og Ráðstjórnarríkj- anna, aðsetur. í sýningarglugg um á neðstu hæð hússins get ur að líta myndir og upplýs- ingar um Sovétríkin. í gaermorgun, þegar fólk fór á stjá í Þingholtsstræti, blöstu við því rauðar máln- ingarklessur á rúðunum í sýn ingargluggunum, á veggjum og á gangstéttinni framan við húsið. Augljóst er, að einhverjir, sem viljað hafa andmæla að- gerðum Sovétríkjanna í Tékkó slóvakíu hafa þarna átt hlut að máli. Lögreglan hafði í gær ekki hugmynd um, hverjir þarna höfðu verið að verki. Ljósmyndari blaðsins kom að MÍR-húsinu skömmu eftir hádegið í gær og voru menn þá í óða önn að hreinsa hina rauðu málningu mótmælenda af rúðum og veggjum. Forseti kvaddur „til samninga Svoboda forseti Tékkóslóvakíu var í gær kominn til Moskvu „til samninga" að því er sagt var. Þegar þetta er ritað er enn ekki vitað hver verður niðurstaða farar hans eða hvort haim á í bráð afturkvæmt til heimalands síns. En það hefur komið fyrir áður í tékkneskri sögu að forseti Tékkóslóvakíu væri kvaddur t'il höfuðborgar voldugs grannríkis „til samn- inga“, og það getur verið lærdómsríkt að sú saga sé rifjuð upp nú. Fyrir réttum 30 árum 1938 hófu Þjóðverjar, sem þá lutu stjórn Hitlers, mikið tauga- stríð gegn Tékkóslóvakíu og beittu nazistarnir fyrir sig í byrjun þýzkumælandi minni- hluta í landinu sjálfu, Súdet> unum svonefndu. Þeir voru látnir gera kröfur um víðtækt sjálfsforræði og gæta þess þó jafnframt að spenna bogann ætíð svo hátt' að útilokað væri að tékkneska stjórnin gæti samið við þá. Þessi krafa um sjálfsforræði innan Tékkó- slóvakíu breyttist þó von bráð ar í kröfu um innlimun Sand- svæðanna, sem Súdetar byggðu aðallega, í Þýzkalandi, og féll ust vesturveldin Bretland og Frakkland á þá kröfu á Miinch- enarfundinum 29. september 1938. Tékkar sjálfir áttu ekki fulltrúa á þeim fundi, en urðu nauðugir að beygj'a sig fyrir þeim ákvörðunum sem stór- veldin komu sér þar saman um. Eftir Miinchenarfundinn urðu talsverðar breytingar á stjórn Tékkóslóvakíu. Benes forseti landsins, sem hafði ver ið Þjóðverjum sérstaklega mik ill þyrnir i augum, lét af em- bætti og fór landflótta til Bret- lands, en í staðinn varð for- seti Emil Hacha, roskinn lög- fræðinguf, sem naut góðs á- lits, en þafði aldrei haft nein afskipti af stjórnmálum; Rud- olf Berán varð forsætisráð- herra og við embætti utanríkis ráðherra tók Chalkovsky, at- vinnudiplómat sem hafði verið sendiherra í Berlín og Róm og var kunnur fyrir samúð með Þýzkalandi og Ítalíu. Það kom hins vegar brátt í ljós að Hitler kerði sig ekki ánægðan með þær sneiðar sem hann hafði fengið af Tékkó- slóvakíu á Miinchenarfundin- um. Hann stefndi að því að ná' öllu landinu undir sig. Til þess að ná því marki ýttu nazistar undir aðskilnaðarstefnu Sló- vaka í austurhluta landsins. Strax eftir Munchenarfund- inn hafði verið mynduð sér- stök slóvakísk ríkisstjórn und-. ir forsæti Josefs Tisos. Stjórn hans krafðist aukins sjálfsfor- ræðis, en ýmsir ákafir þjóðern issinnar í landinu vildu að Sló vakía lýstl yfir fullu sjálf- stæði. Þjóðverjar gáfu til kynna að þeir litu á þetta mál, sem tékkneskt innanríkismál, og svaraði stjórnin í Prag þá kröfunum frá Slóvökum með því að setja stjórn Tisos af. Sidor var þá útnefndur for- sætisráðherra nýrrar stjórnar í Slóvakíu, og skömmu eftir að hann tók við fékk hann heim- sókn frá þýzkum gestapómanni. Sidor neitaði, og hann neitaði enn 11. marz 1939, er Seyss Inquart', höfuðkvislingurinn í Austurríki, heimsótti hann á- samt fimm hershöfðingjum og krafðist hins sama. Sidor kvaðst verða að ræða málin við stjórn ina í Prag. Hernaðarástandi var lýst' yfir í Slóvakíu, og sumir öfgafyllstu aðskilnaðarsinnar flúðu til Vín arborgar, þar á meðal Ferdi- nand Dureansky, en hann sendi þaðan áskorun til Hitlers þar sem hann var beðinn að styðja sjálfstæðisviðleitni Sló- vaka. Undir þessa áskorun rit aði hann eigið nafn og auk þess nöfn þeirra Tisos og Sidors. Þeir vildu þó hvorugur kannast við að hafa átt þátt í áskorun- inni, og gripu Þjóðverjar þá' til sinna ráða. Árla morguns 13. marz var Tiso vakinn með fyr- irmælum um að fara strax til Rerlínar. Ef hann færðist und an, þá voru tvær þýzkar her- deildir tilbúnar við landamær nn, en Tékkum yrði sýnd mildi, ef þeir veittu ekki mótspyrnu, og fengju að halda takmark- aðri sjálfstjórn. Þeim félögum varð að vonum hverft’ við þessi tíðindi, en strax og Hitler hafði lokið máli sínu var þeim ýtt inn í annað herbergi, þar sem Ribbentrop og Göring þjörm- uðu að þeim. Meðal annars hót aði Göring því að Prag yrði lögð í rúst með loftárásum, ef þeir gengju ekki til samvinnu við Þjóðverja. Þetta var meira en Hacha þoldi og féll hann í ómegin í fundarherberginu, en líflæknir Hitlers, sem varð viðstaddur brá skjótt við og kom honum til meðvitundar aftur. „Þetta hefur líka verið erfiður dagur fyrir þetta gaml »n mann“ heyrði túlkur Hitlers ers Göring segja við þetta tækifæri. Þegar Hacha hafði náð sér aftur eftir áfallið, talaði hann í síma við samstarfsmenn sína í Prag og ritaði síðan undir skjal, þar sem stóð ,,að hann treysti foringja Þýzkalands fyr ir örlögum tékknesku þjóðarinn ar.“ Um leið var tékkneska hernum fyrirskipað að verjast ekki. Þegar Tékkarnir tveir gengu út úr kanslarahöllinni í Prag að loknum þessum atburð um, sagði Chalkovsky: ,Þjóðin mun formæla okkur, en við höfum bjargað lífi hennar. Við höfum forðað henni frá hræði- legu blóðbaði." Þessi orð rætt ust að vísu ekki, því að Tékk iar fengu fyllilega sinn skerf af því blóðbaði, sem nazistastjórn Hitlers kom af stað síðar á þessu sama ári, en það er önn ur saga. Belgískt bílnúmer gerði sendiherra kleift að fara in til að hernema Bratislava. Tiso beygði sig fyrir þessum hót unum og í Berlín sagði Hitler honum að Slóvakar ættu um það tvennt að velja að lýsa yf ir sjálfstæði, eða verða innlim- aðir í Ungverjalandi. Tiso lagði málið fyrir slóvakiska þingið 14. marz og það lýsti þá yfir sjálfstæði landsins og bað Þýzkaland um hervernd. En Bæheimur var þá enn eft' ir. 14. marz var Hacha forseti kvaddur til Berlínar á'samt Chalkovsky utanríkisráðherra, og héldu, þeir að ætlunin væri að fá þá til að samþykkja sjálf stæði Slóvakíu. En meðan þeir voru á leiðinni fóru þýzkar hersveitir yfir landamæri Tékkóslóvakíu, og aðfaranótt 15. marz tók Hitler á móti Tékkunum og voru þeir Ribben trop, Göring og Keitel hers- höfðingi viðstaddir þann fund. Htler skýrði frá því að hann hefði gefið þýzkum hersveitum fyrirmæli um að halda inn í Tékkóslóvakíu þá um morgun- ★ Sendiherra Tékkóslóvakíu í Frakklandi kom í gær til París- ar frá heimalandi sínu, en sovézkir hermenn. hleyptu hon- um yfir landamærin til Vestur- Þýzkalands af því að hann ók bíl skrásettum í Belgíu. Sendi- herrann segir að skammt frá landamærunum hafi hann mætt lest um 300 brynvarðra bíla. Sendiherrann var í orlofi ásamt konu sinni skammt frá landa- mærum Austur-Þýzkalands, er honum bárust fregnir af inn- rásinni og ákvað hann þá strax að fara úr landi. Konu sína varð hann hins vegar að skilja eftir, því að hún fékk aðkenn- ingu af hjartaslagi, er hún heyrði um innrásina. € l.4. ágúst 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.