Alþýðublaðið - 24.08.1968, Síða 11

Alþýðublaðið - 24.08.1968, Síða 11
— Brúðkaup? spurði Jean skelk- uð. Hún hafði steingleymt því vegna áhyggna sinna yfir Pukk, Don greip um hendur henn- ar. - Þú mátt ekki láta taug- arnar fara með þig, elskan mín. Litli innfæddi drengurinn hefur áreiðanlega hlaupizt eitthvað og sofnað. Þegar hann finnur ilm- inn af brúðkaupsmatnum kemur hann hlaupandi. Svona .... brostu nú. Don hafði tekið undir hökuna á Jean og leit nú fram- an í hana - Keyndu að vera dá- lítið glaðari og ánægðri brúður, sagði hann biðjandi. Nú reyndi Jean að jafna sig, því að vitanlega hafði Ðon á réttu að standa og hún gat alls ekki verið þekkt fyrir að haga sér svona. Eftir að hún hafði baðað sig, fór hún í síðan ball- kjól úr hvítri blúndu, sem hún hafði tekið með sér frá' Englandi til að nota við sérstök hátíðleg tækifseri. Henni fannst vígsluathöfnin óraunverulegur draumur. Þó að viæri liðið að kvöldi var steikj- andi molluhiti og loftið var höf- ugt af ilmi stórra blómvanda liljuhvítra blóma, Jean svaraði spurningum prestsins rétt. Presturinn var iíti'll visinn maður, sem hafði setzt að á Tarkóa eftir að hafa verið herprestur í fjöldamörg ár. Hann var langt frá því að vera virðulegur og athöfnin var heldur ekki virðuleg, því að hann stamaði og hikstaði á þeim fáu setningum sem áttu að sam- eina Jean Stevens og Don Brad- BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði Bernharðs Hanness., Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. shaw að eilífu. Jean. fannst hún vera vélbrúða, sem gerir það, sem ætlazt er til að hún geri, en sem hefur hvorki sjálf- stæðan vilja né óskir sjálf. Á meðan varð sífelit heitara og heitara. Loks þrýsti Jean höndunum að brennheitu enni sínu. Don hvíslaði glaðlega að henni: -Keyndu að þola þetta, litla vina. Þessu er brátt lokið. Og þá ... Hann lauk ékki við setning- una, því að brúðkaupsgestirnir viku til hliðar, þegar að inn kom stynjandi, ungur innfæddin-. mað ur, sem var aðeins klæddur í lendarklæði. Hann hljóp til Dons og það skein óttí úr augum hans. —' Kabúla! sagði hahn styhjándi Kobúla og menn hans eru komn- ir hingað. Eftir það ríkti ringulreið ,, , , 7. KAFLI. Jean hné þreytt og ringluð niður í hægindastól. Nú fann i'ún hvtergi til framar. Fyrir fram »n hana stóð Carter Sims og hellti ' iskíi í glasið sitt. Þau voru tvö inni. Aðeins ilmurinn frá lilju- hvítu blómunum minnti Jean stríðnislega á þá' staðreynd, að hún var brúður, sem hafði verið yfirgefin á brúðkaupsnóttina. Hún leit á rjótt andlit Carter Sims og spurði: ___ Hvers vegna urðu allir svona hræiddir, þeijar þedrf þetta nafn? Hver er,,, — Kabúla? greip Sims fram í fyrir henni og hló hásum hlátri. — Þeir urðu hræddir og brúð- guminn ekki síður. — Don varð ekki hræddur, sagði Jean í mótmælaskyni. En hún mundi bara alltof vel eftir skelfingarsvipnum á andliti Dons. þegar hann hafði snúiö sér frá henni til að skipa innfæddu mönnunum stuttlega fyrir. Síðan hafði Don farið út og innfæddu konurnar höfðu elt menn sína. Don hafði aðeins getað kysst Jean léttlega og sagt: — Mér finnst þetta afar leitt, elskan mín. En einhver hefur kveikt í einstakalega dýrmætum varn- ingi. Við verðum að bjarga vör- unum, ef unnt er... og finna afbrotamanninn og refsa honum. Við höfum átt erfitt með að finna hann fyrr. Það var eitthvað í raddblæ Dons og augnaráði, sem gerði það að völdum, að það fór hroll- ur um Jean. — Hver er Kabúla? spurði hún Carter Sims. Hann fékk sér sopa af viskíinu áður en hann svaraði: — Hann er - eða var - sonur gamla höfð ingjans á Tarakóa sem dó á leyndardómsfullan hátt skömmu eftir, að við Bradshaw komum hingað. Það er sagt, að Kabúla hafi myrt föður sinn. Hann flýði að minnsta kosti upp í fjöllin, þar sem vinir hans komu til hans. Áf og til ráðast þeir inn í þorpin, ræna og kveikja í húsunum. — Svo er hann morðingi, sagði Jean. Hún var náföl og ságði ásakandi: — Hvers ,vegna ;fóruð þér ekki með Don, hr. Slms? Hann hló stuttlega. — Ég hef aldrei verið fyrir mannaveiðar. Og með tilliti til manns yðar, ' skal ég fullvissa yður um það, að Don er einfær um að gæta sín og sinna. hagsmuha. Ef það er einhver sem ég kenni í brjósti um ér það hinn ungi fífldjarfi liugsjónamaður, Kaþúla. Hann lyfti glasinu, Ieit þegj- andi á Jean og augu hans leiftr- uðu undiarlega. Síðan bar hann glasið að vörum sér. Jean fór að hátta skömmu síðar. Hún lagðist upp í rúmið og bað til guðs. í bæn sinni bað hún um, að ekkert kæmi fyrir Don. Svo minntist hún allt í einu Púkks, sem e.kki hafði sézt. Hafði eitthvað komið fyrir drenginn? Loksins heyrðist fótatak fyrir utan og Jean spratt á fætur. 'Vsjt- þetía 'maðuriinn þfeinHar?' Hjartað barðist í brjósti hennar af gleði, þegar hún heyrði fóta- takið nálgiast dyrnar. — Don! hvíslaði hún hrifin. En það var Bruce Mason og Púkk stóð við hliðina á honum. Jean svimaði og henni tókst' að stama upp: — En Bruce ... hvað ertu að gera hérna? Hann gekk nær henni og aug- un brunnu í náhvítu andliti hans. — Þú sendir eftir mér, Jean, og ég kom. Þú vissir að ég myndi aldrei svíkja þig elskan mín, þegar Púkk kæmi með þennan til mín. Og hann rétti henni innsiglis- hringinn með stóra,,M” inu greiptu í svartan steininn. Jean starði um stund mállaus á hann og svo niður á' sakbitið andlit Púkks. Hann hlaut að hafa stolið bát og farið til Flamingó- eyju, þar sem hann hafði sýnt Bruce hringinn og sagt, að hún þarfnaðist hjálpar hans. — Ég vissi alltaf, að þú hefðir ekki farið til Tarakóa af fúsum vilja sagði Bruce og greip um axlir hennar. — Komdu nú, Jean... við förum saman heim Hún sleit sig lausa og sagði eins rólega og henni var unnt: — Púkk isfkjátlaist. Ég bað þig ekki um að koma. Drengurinn hefur fundið upp á þessu sjálfur. Mér líður ágæt'lega hérna. Ég ... Hún lyfti upp hægri höndinni og slétti gullhringurinn. sem Don hafði sett á' fingur hennar fáeinum klukkustundum áður, glampaði í ljósunum. Bruce greip andann á lofti. -Þú ... þú getur ekki .. ertu gift? Eitthvað í svip hans vakti meðaumkun Jean og hún sagði blíðlega: —Jú, ég er gift, Bruce. Púkk átti að sækja þig. Ég elska Don og... Hún þagnaði, því að hljóðlaust og algjörlega óvænt, féll Bruee meðvitundiarlaus á gólfið. Hann hafði verið alltof veikur til að þola ferðina og tíðindin. Púkk hjálpaði Jean til að setja Bruce upp í rúmið. Hann vakn- aði við það að hún gaf honum koníak og , hvíslaði: — Þá er ég aftur orðinn hjálparvana sjúklingur í þínum höndum, elskan mín. Síðan sofnaði hann. Don kom ekki aftur fjrrr en daginn eftir og hann tók því mun betur að hafa Bruce Mason á heimilinu, en Jean hafði búizt við. Hana grunaði ekki, að Don vær himinlifandi yfir að hafa óvininn á sínu valdi. Heldur ekki, að Bruce vissi í hvílíkri hættu hann var staddur, því að hann sýndi það ekki. Don krafðist þess eins, að Bruce færi þegar á brott' og hann lét gestinn fá bát og einn trygg- an fylgismann sinn með sér. Jean bjóst við, að Púkk færi með „stóra Túan” en innfæddi dreng urinn var kyrr og viðurkenndi fyrir henni, að hann gerði það hðeins vegna þess„ að Túan Mason hefði sagt honum 'að vera á Tarakóa og gæta frk. Jean fyrir hann. Þetta var mikil huggun fyrir Jean, því að brottför Bruce — jafn óskiljanlegt og það nú var — hafði mikil áhrif á hana og gerði hana niðurdregna og sorgmædda. Don lagði aftur af stað. Upp- reisnarforinginn Kabúla lék enn lausum hala en það var vitað, að hann hafði fengið skotsár í fótinn og gat því ekki komizt langt undan. Það var búizt við því, að hann feldi sig í frumskóginum um- hverfis þorpið. Don fullvissaði hana um að hann kæmi fljótlega aftur. En allur dagurinn leið án þess að til hans sæist. Það var tunglsljós inni hjá Jean, þegar hún fór að hátta. Hún lá í rúminu og það fór hroll- ur um hana, þegar henni datt í hug, að nú væri Don kannski aleinn, særður já, jafnvel deyj- andi úti í hinu ógnvekjandi, græna víti. Taugar hennar voru þandar til hins ýtrasta, þegar hún heyrðl hljóð við hlið sér. Hún opnaði munninn til að hrópa, en hönd tók fyrir varir hennar og í tungls ljósinu sá hún andlit, sem hún þekkti þó að það væri nú af- skræmt af hatri og hræðslu. — Hvar er hann? hvíslaði Sara hásum rómi. —Segðu mérþað strax, eða ég... hönd hennar nálgaðist hálsinn á Jean og hún tetidrfrtók: — HVar er stjóri Túan? Nú var röðin komin að Jean áð verða hrædd. —Er hann ekki löngu kominn til Flamingó- eyju? hvíslaði hú^A ^rHIann fór í dag. Don maðurinn minn ... Túan Bradshaw á ég við — sá um það. — Maðurinn þinn. Sara tók höndina til sín og hló fyrirlit- lega. — En hvað þú ert vitlaus. Veiztu ekki sannleikann enn? Veiztu ekki, að sá, sem þú kallar manninn þinn er ... Meira sagði Sara ekki, því að nú sást silfur blika á lofti og það lenti í brjósti hennar. Hún féll þvert yfir rúmið og stundi. Tuglið skein á silfurrýt- ing, sem stóð í baki hennar. Jean starði skelfingu lostin á msm M mmw 24. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIð

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.