Alþýðublaðið - 24.12.1968, Síða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1968, Síða 5
24. desember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Madras 9. 12. 1968. EFTIR nærri fjmm ár er ég aftur kominn til Indlands. Ekki er hægt að segja að allt sé óbrcytt. Þjóðin hefur gengið í gegnum erfiðan tíma, en horfir (nú fram til batnandi afkomu. Margt hefur verið gert þótt margt sé ógert, verksmiðjur risið, hús verið byggð. Samt er Indverjinn alltaf eins, kyrrlát- ur maður með þetta sérkenni- lega sorgblíða augnaráð. Yið komum með skipi til Bombay, en frá þeirri höfn fór- um við fyrir nærri fimm árum. Þá voru nokkrir bæklaðjr betl- arar á hafnarbakkanum, þejrra á meðal drengur sem varla var á nokkur mannsmynd. En nú isást Þar enginn betlari, þar var meira um vel klædda menn, kúlíamir voru hreinlegri og af- greiðsla skipsins gekk greitt. Auðvitað rakst maður á betlara inni í borginni, en þeir virtust alls ekki svangjr og umkomu- lausir, sumir voru meira að segjia feitir og pattaraiegir, lifa sjálfsagt góðu lifi á smágjöfum erlendra ferðamanna sem alltaf er mikið um í Bombay. Bombay er nýtízkulegasta toorg landsins. Þar er að rísa hver skýjakljúfurinn af öðrum. Hún er enda ríkust allra ind- verskra borga, það sést glöggt þótt menn gruni naumast hversu miklu ríkust hún er. Hún er nefnilega svo miklu ríkust að helmingurinn af öllum tekju- skatti sem greiddur er jnd- verksa ríkinu kemur frá henni. Oft hef ég tekið eftir því heima á íslandi að borinn er á borð fyrir almenning einhver fróðlejkur um Indland og látið sem átt sé við all-t landið þegar aðeins er um að ræða lítinn hluta þess. Slfltf ætfi þó ekki að blekkja sæmilega menntað- ®n miann því allir vita að þetta land er eins og hei-1 heimsálfa, hér gefur ekki eitt átt við all-a. Mikið hefur verið tal-að um hve hungtirsneyðin fyrir tveimur þremur árum hafi verið óskap- leg, en um það er sjaldnar getið 'að hún náði ekki yfir -nema fá ríki landsins iþótt af eðlile-gum óstæðum setti hún allt á annan endann með þjóðinni í heild. Þessi ríki voru Bihar, Vesur- Bengal og Oriss-a. Annars stað- ar var ekki beinlínis skortur og ier yfirleitt ekki nein hætta á skorti. Bihar varð langharðast úti. Það er geysiþéttbýlt og afkoma fólks byggi-st á því að hver ein- asti akurblettur fáj va-tn. Ef monsúninn bregzt skortir va-tn, ef -liann reynist of kröftugur koma flóð ei-ns og í haust. En nú gengur allt betur en áður. Síðasta ár var metupp- sker-a um allt Norður-Indland bæði af því þá féll nægt regn og eins af hinu að nýlega er farið að sá nýrri hveititegund sem gefur miklu meiri upp- skeru við indversk skilyrði en aðrar. Uppskera þessa árs er ekki enn komin und-ir þak, en því er tr-eyst að hún verði í góðu meðallagi. Sum rild Indlands eru aftur á móti alltaf vel sett. Auðug- ast er þó eitt minnsta ríkið, Gujurat, Þar hafa allir nóg, enda eru þar olíulindir og iðn þróun komim vel á veg. Næst- auðugast er svo Maharasthra með Bombay, en Madras er þriðja í röðinni. Álitið er að eftir 10—20 ár verði komið sæmilegt lag á hlut-iinia í þessu stóra landi, af- koma- orðin þokkaleg og mennt un nokkuð almenn. Sama var að vísu sagt fyrri fimm árum, en nú held ég, að fólk sjái bet- ur hvað að er, a.m.k. þessi hóp ur menntaðra manna sem mað ur vonar að eigi etir að ráða í landinu. Indland þarf -að fá frið. En !það hefur engan frið feng ið seinus-t-u ár. Ég undraist löngum mest af öllu þegar ég er staddur í hin um svokölluðu vanþróuðu lönd um ,að nokkuð aninað skuli kom ast að -hjá góðum þegnum þeirra en það að laga til. Það er þó vitað að hægt er iað koma því til leið-ar á nokkrum tíma að þau verði engu lakar-i' en þokkaleg Evrópuríki. Þess í stað sýnist mér víða >að alls kon ar heimskulegur metnaður ráði meira en framfaraviljinn. Flest ný ríki leggja eins mikið upp úr nýtízku hergögnum og nú- tíma m-enntunarskilyrðum, byss ur éru í eins miklúm metum og br-auð, stundu-m . jaínvel meiri. Það gerir tortryggnin. Allir tortryggja einhvernt og flestir tortryggja alla. Það er rót meins- ins. Þess vegna nægir ekki að semja frið, því þetta sem við köllum frið í daglegu tali er stríð, stríð, sem háð er með viSskiptabrögðum, áróðri og jafn vel með svokölluðum góðverk- um. Friður sem því nafni ætti að nefna er aðeins sá friður sem ekki þarf að semja um. Indland hefur engan frið annan en þann, sem það semur um. Þess vegna þarf það að eyða fé og afli í hergögn sam- tímis því sem það keppist við að rétta efnahaginn við, því það tortryggir bæði Pakistan og Kína og Kína og Pakistan tortryggir það. Ég skal láta ósagt hver á upptökin í deilunum milli Pak- istan og Indlands. En Indland hefur a.m.k. ekkert gert á hluta Kína annað en það eitt að vera til. Það meira að segja gekk svo langt í friðsamlegri afstöðu sinni til Kína, að það lagði 1 fyrstu blessun sína yfir töku Tí- bets þótt segja megj að það hafi reynzt óviturleg afstaða. Ég er samt ekki að gefa í skyn að Kína ætli í stríð við Ind- land, og varla mun Pakistan heldur gera það. Ef svo fæi'i stæði það í beinu sambandi við refskák stórveldanna á þessum hnetti. En bæði þessi ríki líta á Indland sem lamaðan risa, sem alls ekki megi öðlast mátt, þá geti hann orðið háskalega stór og sterkur. Friður sem er enginn friður er líka hættulegur. Indverjar Ekkerf vanþróað land er jafn fjölmennt og Indland. óttast að á landamærunum verði haldið uppi nægilegri ó- k.vrrð til þess að þeir megi al- drei slaka á hernaðarlegum víg- búnaði. Þeir eru að vísu ekki sterkir hernaðarlega, en þeir eiga góða hermenn. Þar að auki eru óeirðir og uppreisnartil- raunir Kína-kommúnista ekki ó- algengar. Nú alveg nýlega hafa verið skærur í Kerala, og áður var barizt nálægt Naxalbari í Bengal, eins og getið hefur ver- ið í fréttum. Það fer ekki leynt að uppivöðslumenn þessir hafa beint samband við Kína. Samt er ekki talið að Kina sé að reyna að hrinda a-f stað almennri bylt ingu þótt ekkert væri því kann- ski kærara. Hversu mikil hætta er á því veit ég ekki, það veit víst enginn. En þess þarf ekki með. Rússar skerast heldur varla í leikinn meðan ekki er allt opinberlega í báli. Og það er nóg að halda risanum áfram lömuðum, hann má ekkj fá næði til að safna kröftum. Indverjum cr oft legið á hálsi fyrir það hve allar framfarir ganga seint. En þeir sem það gera vita ekki alitaf við hvað er að berjast. í rauninni er Ind- land stærsta vandamál nútím- ans sem reynt er að leysa með friðsamlegum bætti. Ekkert van- þróað land er jafnfjölmennt, en um leið er þar meira lýð- ræði og frelsi en í flestum þró- unarlöndum. Einmitt vegna frelsisins lítur það út fyrir að vera veikara heldur en önnui* lönd sem líkt er ástatt um. Og ef Indland; tekst að vernda lýðræði og frelsi og koma á mannsæmandí kjörum. or einn af stærstu sigrum nú- tímans unninn. — Sigvaldi. Austur-Þjóðverjar % Frambald af bls. 3 flutt yfir á agrar plötur, sem seldust í risaupplögum, aðallega í Vestur-Þýzkalandi. Ekki ósjaldan kemur það fyrir, að fréttir berast af því að Bier- mann sé sýndur ýmiss.sómi. Þeg ar bandaríska mótmæla- og þjóð vísnasöngkonan Joan Baez; kom til Austui'-Beriínar til hljóm leikahalds leitaði hún Biermann uppi og tók -hann með sér til hljómleikanna og vís-aði honum þar til sætis á fremsta bekk. Þetta gerðist fyrir framan á aug un á valdhöfunum, sem þar með fengu að læra að það getur ver ið viðurhlutameira að ætla sér að þagga niður í Hstamönnum en leyfa þeim að koma fram. Nuna lifir Biermann kyrrlátu lífi í lítilli íbúð í Austur-Berlín. Iíann liefur ekkj miklar tekjur, en hann heldur áfram að yrkja kvæði og lög, Fái hann góða vini í heimsókn getur skeð að hann taki gítarinn fram og syngi nýlegar vísur, en annars fer skáldskapurinn nú orðið að mestu leyti í skrifborðskúffuna. Ennþá hefur Biermann ekki verið varpað í fangelsi, en hann liefur til skiptis verið skammað- ur á kerfisbundinn liátt eöa reynt að þcgja hann í;hcJ..Æsku lýður Austur-Þýzkalands læíur hann liins vegar ekki gleymást, og gerir sitt til þess að lcoma verkum Biermanns á framfapri við austur-.þýzku þjþcSina. Ólög- mæt útgáfa og dreifing verka hans jókst tjl að .mypda mjög í haust, er innrásin í Tókkóslpv- akíu var gerð. Það er þá dreif- ingu sem yfirvöldin hafa verið að. reyna að stöðva með; dómþn- um yfir ungíihgúriúm sjö. (Endursagt frá A-Pressen)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.