Alþýðublaðið - 14.02.1969, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 14.02.1969, Qupperneq 5
ALÞYÐUBLAÐH) 14. febrúar 1969 S Stjórnunarfélag íslands leggur höfuðið í bleyti: Hvað er Brain storm- ing? Þetta er hugtak, sem er þekkt erlendis og hefur nú á íslenzku ver- ið nefnt „hugmynda- flug“. Stjórnunarfélag íslands hyggst beita slíku „hugmynda-flugi“ og komast til botns í því hver sé hinn eiginlegi vandi, sem nú er við að fást í atvinnulífinu, ef þess er nokkur kostur. í fréttatilkynningu frá Stjórnun- arfélagi Islands segir, að sé reynt að skoða ástandið, sem nú ríkir } atvinnulífinu, komi í ljós að kaup sé lægra en launþegar geti sætt sig við og um leið er afkoma fyrir- tækja almennt léleg. Stjórnunarfé- lag Islands telur hugsanlegt að gera megi breytingar til góðs með því að gera sér sem allra bezt grein fyrir frumorsökum vandans. Slík greining er í sjálfu sér ekkert töfra lyf, en þó er hún grundvallarskýr- ing á þeim yfirburðum sem Banda- ríkjamenn hafa yfir Evrópumenn í margs konar atvinnurekstri. Þessi mál verða rædd á ráðstefnu, þar sem SFI vonast eftir að sem flestir hugmyndaríkir og hugsandi menn sæki. Ráðstefnan fer fram miðviku- daginn 19. og 26. febrúar kl. 15.50 —22.00. Fyrri daginn setur Jakob Gíslason, orkumálastjóori ráðstefn- una, en Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Breiðholts h.f. og Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri kynna verkefni og vinnuaðferðir ráðstefnuiinar. Síðan verður þátt- takendum skipt í umræðuhópa og að lokum verður almennur fund- ur þar sem gcrð er grein fyrir nið- urstöðum umræðphópanna um or- sakir vandans. , Síðari ráðstefnudaginn verður rætt um leiðir til úrbóta. Arangur ráðstefnunnar verður fólginn í áðurnefndum skrám um( orsakir vandans og samsvarandi til að tuæta honum með aðgerðum sem fólgnar eru í betri stjórnun fyrirtækja eða samfélagsins. Skrár þessar gætu orðið grunnur að nýrri stefnu í fyrirtækjum og íhugunarefni í sambandi við stefnn mörkun stjórnmálaflokka og sam- taka atvinnurekenda og stéttarfé- laga. Alla vega mundi ráðstefnatl; gefa SFÍ vísbendingu urn þau verk- efni, sem félagið ætti einkum aÖ beina kröftum sínum að. 1 Frumvarpinu um land- grunnið fagnað á þingi Reykjavík H.P. Lagafrumvatpið um yfirráðarétt íslenzka ríkisins yfir land- grunninu var til fyrs'u umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Utanríkisráðherra Emil Jónsson mælti fyrir frumvarpinu. Utanríkisráðherra sagði, að það mætti e.t.v. spyrja, hvers vegna Is- lendingar hefðu ekki sett slíka lög- gjöf fyrr, en því væri þá til að svara í fyrsta lagi, að eftir að Genfarsamkomulagið 1958 um heim ild strandríkja y'fir landgrunninu var það skoðun íslenzku nefndar- innar að Island gerðist ekki að svo Stöddu aðili að samkomulaginu, vegna þess að Islendingar vildu fá hvort tveggja í einu fiskveiðiréttinn óg landgrunnsréttinn. Annað atriði væri og einnig það, að ekki hefði Verið talið að um eftirsóknarverð jarðcfni vrfri að ræðrt. Hins végár væri nú kornið á daginn, að verð- mæt jarðefni fyndust á ólíklegustu stöðum á landgrunnssvæðum 3.s. í Norðursjó. Flefðu Englendingar og Flollendingar t.d. fundið jafðgas og Norðmenn hefðu náð mjög athygl- isverðum árangri í jarðborunum eftir olíu. Flér. við lartd hefðu ekki verið framkyæmdar neinar... rannsóknir, og því'ekki vitað, hvort um nokkur yei'ðmæti Vferi hér. að væða á-.land- grunmnu. Ríkisstjórnin hefði þó talið rétt, að við helguðum okkur það svæði, cr lágt vteri til í frumvarpinu. farið saman, en að því mundi þó unnið í framtíðinni eins og hingað til. Til máls tóku einnig Eysteinn Jónsson (F) og Magnús Kjartans- son (Ab) og lýstu ánægju sinni með þetta frumvarp. Emil Jónsson •■ 't ■ ■■■■".•■'■ ' ■ ■ ' !•'• Utanríkisráðherra kvað Ijóst, eins og nú stæði, að fiskveiðilínan og þeási möfk lándgru'niíJins gættl ekki Bnnbrot Framhald af 3. Síðu. komizt áður í kast við lögregluna, eins og fyrr segir, en hana grunaði ekki fyrst í stað annað en, að þarna hefðu verið þrautþjálfaðir þjófar að verki. Eins og skýrt var frá í gær, urðu miklar skemmdir þar sem brotizt var inn, og hafa piltarnir fengið á si'g skaðabótakröfu, sem hljóðar upp á 50.000 kfónur, og eftir að þeir höfðu skrifað undir skuldbindingu u'm að ’bofga það, vár þcim sleppt láusuivr, eða laiist efrir kl. 6 í gær. Húsmæður! Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir eggja blettir blóðblettir hverfa á augabragði ef notað er Henk-omat í þvottinn eða til að leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venjulegan hátt úr DIXAN. Henk-omat ÚRVALSVARA FRÁ UO

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.