Dagur - 25.03.1918, Side 1

Dagur - 25.03.1918, Side 1
DAGUR kemur út tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. Gjaldd. 1. júlí. 0 SASUS AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Lárus J. Rist. Talsími 31. Ráðhússtíg 4. „ Ritstjóri: Ingimar Eydal. I. ár. Akureyri 25. mars 1918. 4. blað. Hálfa miljónin. Margir standa í þeirri meiningu, að 5 — 600000 kr., sem ekki var hægt að gera grein fyrir í landsreikningn- um 1014—15, standi í landsversl- uninni. Oísli Sveinsson heidur þessn fram í ísafoid nýlega. Einar Arn- órsson hafði aidrei iátið gera landa- versiunar-reikninginn upp, meðan hann sat að vöidum. Pessvegna varð þessi misfella ekki augljós fyr en í maí 1917, þegar Þórður Sveins- son var búinn að endurskoða allar bækur Olg. Friðgeirssonar. Pá fyr- irfanst hvergi þessi hálfa miljón eða vel það, sem á vantaði. End- urskoðun F*. Sv. virðist því hafa lokað þeim sundum, að upphæðin standi í versluninni. »Tíminn« benti rækilega á þessa óreiðu í reikningunum á síðasta sumri og heimtaði þetta rannsakað og fært í lag. Öll hin blöðin stein- þögðu um þetta, þar til G. Sv. óð fram í ísafold. Hann viðurkeBfl- ir, að um »talsvert mikinn rugliug í réikningsfærslu« sje að ræða, en ekki nokkurn skapaðan hlut annan, en fúkyrðin og ofsinn yfir því að á þennan ialsverða rugling hafi bent verið og að honum fundið, geta komið þeim grun inn, aðhjer sje um eitthvað meira að ræða. Lík- lega er þó sá grunur ástæðulaus. Ritstjóri Tímans, Tryggvi Rór- haHsson, vill ekki ræða tnálið við Gísla, af því að ritháttur hans sje neðan við alment velsæmi; færir Tr. rök fyrir því að svo sje. En að öðru leyti heldur Tíminn áfram að ræða um reiknings-óreiðuna. Pað er því fjarri sanni, sem »Norður- land« segir 12. mars s.l., að Tíminn hafi runnið af hólmi t þessu máli. Hann einn blaðanna hefir þorað að ganga á hóiminn og þarf ekki af honum að víkja, af því að óreið- an er sönnuð fyrir öllum landslýð. En undariega sviður blöðum Hægri- manna undan þessu. Hvað veldur því? Gísli Sveinsson og fjelagar hans eru ekki enn búnir að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli. Pjóðin á heimtingu á að málið sje rannsakað, þar til fundið er hvernig stendur á »skakkaföllunum«. Frá útlöndum. Mörg eru veðrin á Rússlandi. Um eitt skeið sagt að kominn væri á allsherjar friður milli Rússa og Miðveldanna, en síðar sagt frá mikl- um bardögum þeirra á milli. Talið er þó líklegt að fullnaðarfriður kom- ist þar á, áður en Iangt um líður, Japanar renna ágirndaraugum til Síberíu, en Bandaríkjamenn láta brúnir sig út af því. Helst þykir það tíðindum sæta, að Bretar hafa farið fram á það að fá skipastól Hollendinga til flutninga. Hafa Hollendingar verið tregir til og í miklfim vanda staddir, því Þjóðverjar hafa hótað þeim öllu illu, ef þetta yrði að samningum, en Bretar á hinn bóginn gengið fast eftir. Af síðustu fregnum má þó ráða, að Bretar fái þessum kröf- um st'num framgengt. Finnlendingar hafa nú loks unn- ið sigur á óaldarflokknum þar í landi, »Rauðu hersveitinni« svo- nefndu. Látlausar stórorustur eru sagðar að vestanverðu og gengur þar þó hvorki nje rekur. Síðustu fregnir herma, að Þjóð- verjar hafi tekið borgina Odessa og náð þar í ógrynni af kornvöru. Bérsýnilega tekst bandamönnum aldrei að svelta Þjóðverja til friðar eins og tilætlunin var. Áhyggjuefnin. Margt er áhyggju og umhugsun- arefni okkar svéitakarlanna um þess- ar mundir; fyrst þessi ósköp, sem á ganga úti í veröldinni, sem veld- ur manni hugarhrellingar og nýrra og nýrra vandræða. Þar næst hamgangurinn í nátt- úrunni með ísinn og byljina, hörk- una og jarðbönnin, sem þrengir æ meir og meir að mönnum og skepn- um, enda minka stabbarnir óðum, og haldist þetta tíðarfar fram á sum- ar, verður margur bóndinn hart úti, þvf þó fjenaður gangi sæmilega und- an, sem jeg vona að verði hjer í sýslu, er það þegar sjeð, að fóðrið kostar alt að V8 meira en venja er til, og er það allþungur skattur með öðru góðu. Þriðja áhyggjuefnið er hvernig þingi og stjórn þessa lands muni takast að ráða fram úr vand- ræðum þessa ógnatíma, sem yfir stendur. Til að afstýra eða draga úr verstu afleiðingutn stríðsins á þjóðfjelag okk- ar hafa verið valdir hæfustu mennirn- ir, þeir að minsta kosti, sem al-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.