Dagur - 25.03.1918, Qupperneq 3
DAGUR.
15
— Aðalfundur Kaupfjel. Eyfirð-
inga hefst á morgun og stendur
yfir í tvo ,daga-
— Hallgr. Kristinsson erindreki
kom með Lagarfossi frá Rvík., til
þess að sitja aðalfund Kaupfjel. Eyf.
— Hægrimanna-blaðið ísafold
heilsar Degi með því að tylla sjer
á óæðri endann og spangóla. Petta
er eðlishvöt blaðsins.
Of veiðibráður.
Pví miður hefir sá kvíði, sem
borinn var fyrir því, að íslendingur
væri nú snúinn á sveif kaupmanna-
valdsins, reynst bygður á rökum.
Má heita að í hverju blaði birtist
nú einhliða og stundum ósvífnar
greinar frá því sjónarmiði (Ó!i, hinn
sanni ísl. etc.). En mestu öfgarnar
síðan prentaðar upp í helstu kaup-
mannamálgögnunum'syðra, Vísi og
ísafold.
Út af grein minni um »fjöregg
íslendinga«, hafa bæði hr. S. E. og
annar maður, sem virðist standa
kaupmönnum enn nær en ritstjórinn,
ritað alllangar greinar í íslending.
Hvorugur þeirra fjelaga ber við að
hrekja rök mín, þau að án laiids-
verslunar með matvöru hefði nú á
þessum tímum orðið vöruskortur á
mörgum stöðum og hærra verð á
erlendri nauðsynjavöru. Peir minnast
ekkert á hina órjettmætu hækkun í
stríðsbyrjun, vöruskort stórverslana,
ogalgerðauppgjöf sumra þeirra.Peir
verjast allra frjetta hvernig farið hefði
um samgöngur og sjávarútveg, ef
landsstjórnin hefði ekki dregið að
landinu kol, salt og olíu, fyrir margar
miljónir króna. Ekki tala þeir heldur
neitt um það, hvers vegna tilfinnan-
Iegur skortur er á flestöllum þeim
vörutn, sem landsstjórnin verslar
ekki með, og sem kaupmenn gœtu
sýnt mátt sinn og dregið að. Og
þó eru þetta einmitt þær vörurnar,
sem minst skiprúm þurfa, og mest-
ur hagur er að versla með. Par að
auki eru ýmsar slíkar vörur oft seld-
ar með neyðarverði, t. d. Iampaglös
á meira en krónu hvert, súkkulaðe
á 5 kr. pd., kaffi á 2,50 pd., þar sem
þurð hefir orðið á landssjóðskaffi
o. s. frv.
Pað er óneitanlega mikil vöntun,
að þeir fjelagar skuli ekki koma inn
á þessi atriði. Á þeim og öðrum
þvílíkum staðreyndum byggist lands-
verslunin. Hún er gerð á ábyrgð
alls þingsins og allrar stjórnarinnar,
af því að annars vofði yfir vöru-
skortur og kúgunarkjör í verslun
víða um land.
Aftur á móti fræðir Óli lesend-
ur íslendings um, að allflestir bænd-
ur sjeu miklu meiri kúgarar en
kaupménn. Slæmt fyrir hann að P.
Z. er ný verið búinn að sanna, að
framleiðsla bænda hefir ekki stigið
nema um 100°/o síðan í stríðsbyrj-
un, en erlend nauðsynjavara um
hálfu meira. Ennfremur ber Óli á
móti því, að afturhaldsflokkur sje
í myndun og kaupmenn þar kjarn-
inn. Par var Nl. skygnara. Pað fagn-
aði iSjálfstjórn«, sem byrjun að
stuðningsverðum framtíðarflokki. Og
í verki reka Norðurland og íslend-
ingur jafntrúlega erindi þessarar nýju
stefnu, eins.og Sjálfstjórnarblöðin
í Rvík. Norðurland á jafnvel þann
heiður skilið að hafa fyrst allra þess-
blaða ratað inn á hægri manna
brautina.
Hr. S. E. þykist sjá fyrir, að lands-
verslunin muni nú í þann veginn
að deyja f höndum hins nýja versl-
unarráðs. Ber fyrir sig ummæli
hr. Á. Flygenrings við Lögrjettu,
sem lúta í þessa átt. Væntir hr. S. E.
mikils sigurs fyrir kaupmannavaldið.
Pykist sjá hættulegan keppinaut
hverfa.
Ummæli Flygenrings bera það
með sjer, að hann veit ekkert um
skoðun hr. M. Kr. á málinu. Nið-
urlagning verslunarinnar ætti því að
vera fullráðin af hinum tveimur, áð-
ur en einn stjórnandinn kemur á
vettvang. Pegar þess er gætt, að
hr. H. Kr. lofaði í upphafi aðeins
því, að vera 2—3 mán. við versl-
unina, meðan hann væri að kynna
sjer fyrirkomulagið, svo að hann
gæti þá gert tillögur um breyting-
ar, er bersýnilegt að hann er hafð-
ur fyrir rangri sök. Tillögur sínar
hefir hann auðvitað ætlað að leggja
fyrir þing og stjórn, sem nú mun
og gefast tækifæri til í aprílbyrjun.
En bersýnilega hefir l.ann viljað
vera laus allra mála um for-
stöðu verslunarinnar framvegis, ef
honum líkaði ekki sú stefna, sem
þing og stjórn kunna að ákveða í
þessu máli.
Og svo mikið er öhætt að fuH-
yrða, að hr. H. Kr. hefir allsekk-
ert tilefni gefið til Lögrjettugrein-
arinnar. Ummœli Á. Fl. gefa eng-
an lykil að hans skoðun á málinu.
Óneitanlega er það ekki nein smá-
ræðis bíræfni, sem hr. Á. Fl. hefif
gertsig sekan í gagnvait tveim starfs-
bræðrum sínum. Látið sina skoðun
verða að allsherjarskoðun þeirra
allra, þó að annar hefði ekkert um
málið sagt, og hinn alls ekki það,
sem honum er eignað. Gæti svo
farið að þessi framhleypni Á. Fl.
yrði honum til IftiIIar gleði, ef hin-
ir tveir yrðu eftir ált saman svo
hlálegir að vilja ekki drepa lands-
verslunina, meðan ekki sjer fram úr
stríðshörmungununv
Ekki verður hjeðan af langt að
bíða þess að þeir H. Kr. og M.
Kr. leggi fram tillögur sínar, og
vafalaust ekki í hendur Jóns Por-
lákssonar. Pá fyrst er tími til fyr-
ir hr. S. E. að hrósa sigri fyrir
hönd kaupmanna. Dálítil bending
um varasemi er það, að sumir hægri-
menn á Akureyri, og þar á meðal
sá, sem á undanförnum árum hefir
lotið lægst fyrir M. Kr., eru nú farn-
ir að anda kuldalega i garð þing-
manns Akureyrar. Peir virðast ótt-
ast það, að hann líti fremur á þjoð-
arheill en gróðamöguleika fámenn-
rar stjettar— á kostnað almennings.
»ísléndingur« hefir nú sent sig-
urfrjett. »Fjöregg þfóðarinnar«
á að vera brotið í höndum þeirra
manna, sem falið var að gœta þess.