Dagur - 25.03.1918, Blaðsíða 4
16
DAQUR.
En hefir ísl. ekki verið helst til
veiðibráður? Sigurfrjeltir hafa stund-
um verið sendar of fljótt. Ein slík
frjett var fyrir rúmri öld borin til
Parísar — frá Waterloo.
Gíúmur.
Ný stjórn.
Jeg sje að í »íslendingic er bent
á ný ráðherraefni. Jeg vil bæta
við eftir mínu höfði.
Jeg get ekki felt mig við Klem-
ens, sr. Sigurð og Flygenring og
ætla því að leyfa mjer að benda
á aðra þrjá og þeir eru þessir:
Jón Stefánsson ritstjóri, Einar á
Stokkahlöðum og »hinn sanni ís-
lendingur«, sem nú er endurfædd-
m í ísafold.
Ef menn geta ekki felt sig við
hinn sfðastnefnda, þá get jeg til sam-
komulags fallist á að taka »Óla« í
hans stað, tel þá báða nokkurn
veginn jafnsnjalla.
Jón vil jeg að komi í stað nafna
áns og verði forsætisráðherra, fell-
ur þá í hans hlut að varðveita rjett-
lætið í landinu. Einar tel jeg vel til
þessfallinn að verðafjármálaráðherra,
treysti jeg honum til að sjá um, að
Stefán í Fagraskógi verði að gefa
landinu þingfararkaup sitt í næstu
tíu árin. »Óli«, eða »hinn sanni
íslendingur,* er sjálfsagður að hafa
verslunarmálin með höndum, bæði
til þess að hann geti »fundið upp
púðrið*, og þó einkum ef landið
skyldi taka einkasölu á steinolíu.
Þristjóraslnnl.
Umhyggjan.
Hún er að verða alveg óskiljan-
leg þessi mikla umhyggja, sem sumir
menn bera fyrir kaupfjelagsstefnunni.
Ekki mega verkamenn vera í kaup-
fjelagi, til þess það geti haldist ó-
spilt. Ef andað er á kaupmenn, þá
ar alt í voða með kaupfjelagsskap-
inn. Kaupmenn eru nauðsynlegir, til
þess að samvinnufjelögin fari ekki
í hundana, Eftir því sem þessum
samvinnuvinum farast orð, má ekk-
ert blað halda stefnunni fram, því
þá er glötunin vís. Alt er að var-
ast, ef að kaupfjelagsskapnum á að
vera borgið, Nærri má geta að það
er talinn beinn háski fyrir hann, ef
þau ósköp koma fyrir, að einhver
viðurkendur samvinnumaður kemst
í ráðherrasæti. Þá er og talið best
fara á því, að kaupfjelagsstjórar sjeu
dulumenni og að yfirstjórn kaupfje-
lagsmála sje í höndum allra fjelags-
manna jafnt. Annars sje ekki um
sanna samvinnn að ræða. En nauð-
synlegast af öllu er þó talið, að
kaupfjelögin vaxi ekkert úr þessu,
annars geti hlaupið í þau ofvöxtur,
en hitt geri minna til, þó þau gangi
ofurlítið saman.
Og svo eiga allir að geta sjeð,
að þessir menn sjeu svo sem ekki
á móti sannri kaupfjelagsstarfsemi,
þeir sjeu einmitt tryggir vinir henn-
ar og beri hag hennar mjög fyrir
brjósti.
Pessi makalausa umhyggja fyrir
kaupfjelagsskapnum er að verða eitt-
hvað áþekk umhyggju stjúpunnar,
sem var tröllkona í drotningargervi.
Straumar.
ii.
Gleði og sorg.
Styrjöld geisar. Menn eru drepn-
ir í hrönnum. Hungur vofir yfir
helmingi mannkynsins. Sorgarefn-
in eru æ fleiri og fleiri. Er þá
gleðinni alveg útrýmt úr hugum
manna. A hún nokkurn rjett á sjer
nokkurstaðar? Jafnvel á friðartím-
um, þegar flest Ijek í lyndi, héfir
okkur verið talin trú um, að þessi
heimurværi »eymdadalur«, og eina
huggurrin var þokukend von um
sælu annars heims fyrir suma.
Er þetta ekki döpur lífsskoðun?
Með öllu ósamboðin kristindóm og
sannleika? Vissulega. Að vísu eru
sorgarefnin mörg og sár. En mein-
ið er, að við festum hugann við
Tímarit
kaupfjelaganna
II. ár 2. hefti,
IV. ár 3. hefti.
kaupir
V. P. Pór.
Tryggið líf yðar í
„DANMARK“
Allar upplýsingar gefur
Lárus /. Rist.
þau, þar til þau skyggja á alt ann-
að. Gætum þess vel, að sorgina
skortir lífsþrótt. Barn deyr. Yndi
mömmu. Hún situr eftir í djúpum
sorgum. Eitt ár líður. í stað sárr-
ar sorgar er komin þýð angurblíða.
Nokkur ár enn, og hrygðin er
horfin. Tíminn læknar sorgir. Öðru-
vísi er þessu farið með gleðina.
Móðirin hættir ekki að elska barn
sitt, hve lengi sem hún hefir það
hjá sjer. Það er henni sifelt gleði-
efni. Sorgir eru dægurflugur. Gleð-
in er veruleg ogmætiross í hverju
lífsspori. Bara að við höfum aug-
un opin. Fegurð náttúrunnar, hvert
einasta smáblóm, sönglag og bros
spegla gleðina í augum þeirra, sem
temja sjer að sjá hana i öllum verk-
um guðs.
Lauslega þýtt.
Radíumstofnun til lækninga er
í ráði að komið verði á fót í Reykja-
vík. Gangast Oddfjelagar fyrir því.
Mlklar fjárupphæðir hafa einstakir
menn lagt fram í þessu augna-
miði.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.