Dagur - 23.04.1918, Síða 4

Dagur - 23.04.1918, Síða 4
24 DAGUR. Ámboá fást í Kaupfjelagi Eyfirðinga. Bæjarstórn Akureyrar hefir ákveðið að bjóða út v i n n u við aðgerð á vatnsveitunni í innanverðu Aðalstræti. Peir, sem kynnu að vilja gjöra tilboð í þessa vinnu, snúi sjer til vatnsveitunefndarinnar fyrir 27. þ.m. Þeir fjelagsmenn, sem ekki hafa enn gjört hustpöntan hjá Kaupfjelagi Verkamanna Akureyrar, verða að hafa skil- að henni til deildarstjóranna fyrir lok þessa mánaðar. Akureyri 23. apr. 1918. Erlingur Frið/ónsson. ekki 7 kr. á tunnu, heldur 15 kr. Lagarfoss tók fyrir Norður- og Aust- urlandi yfir 7000 tunnur af kjöti. Gróðinn því að þessu leyti orðið yfir 100,000 kr., samanborið við að selja Englendingum. Ró að ísl. þyki þetta ef til vill ekki mikil fjár- uppliæð, mun þó almenningur líta svo á, að það hefði verið fremur óhyggilegt að láta þennan gróða ganga úr greipum sjer alveg að þarflausu. Út af skrafi ísl. um fjártap land- sjóðs í þessu sambandi, var gerð fyrirspurn tii landsverslunarinnar. Svarið var, að óhœtt mœtti fullyrða að landið hagnaðist á kjötflutning- num. Hve miklu sá hagnaður mundi nema, var látið ósagt, en þó talið líkl. að hann næmi alt að 50 þús. Hversu mikill búhnykkur það hefði verið, út af fyrir sig, að láta Lag- arfoss fara tóman hjeðan frá Norð- urlandi, eítir að hafa flutt vörurnar hingað, geta þeir dæmt um, sem hafa einhvern snefil af búmannsviti. Af þessu er það bert orðið, að íslending hefir hent sú leiðinlega skyssa að fara með tómar staðleys- ur í þessu máli; munu þær sprotn- ar af ófyrirgefanlegri fljótfærni, löng- un til að hefja árásir í vissar áttir og skorti á ábyrgðartilfinningu, því vorkunnarlaust mátti blaðinu vera að leita sjer upplýsingar um þessi atriði í tíma. Gera verður ráð fyrir, að ísl. leiðrjetti sjálfur þessar villur sfnar að fengnum þessum upplýsingum. Rað mundi hver sómakær blaða- maður gera. Sitt frá hverjum. Samvinnutsefnunni koma nú víða mjúkmæli og viturlegar bendingar í blöðum kaupmannasinna. Tónninn í Nl. er alþektur. ísafold reyndi í sumar að sanna, að samvinnan væri aðallega fyrir kaupstaðarbúa og hlyti að eyðileggja bændur. í vetur hefir íslendingur haldið fram gagnstæðri skoðun, samvinnan væri góð fyrir bændur, en miður vel viðeigandi fyrirkaupstaðarbúa. Land- ið reynir fyrir skömmu að sanna (fyrir munn B. Kr. ?), að samvinnu- menn hafi fyrirgert öllu lánstrausti. Bankarnir eiga svo sem ekki að bæta úr þeirra þörfum. Að síðustu rekur Lögrjetta lestina með því að kalla samtök auðvirðiiegustu fjár- dráttarmanna samvinnufjelög. Pað á svo sem að prýða nafnið. Þannig kemur sitt frá hverjum. Alt mælt af jafnmiklum heilindum. Bann. Hjer með er öllum stranglega bönnuð öll umferð yfir girðingu þá, er tilheyrir Glerárbakka, ásamt umferð um tún mitt að sumarlagi. Glerárbakka, 22. april 1918. Ólafur Þorsteinsson. Prenlsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.