Dagur - 03.07.1918, Side 1
DAGUR
kemur út tvisvar í mán-
uði og kostar 2 kr. árg.
Gjaldd. 1. júlí.
DáSDR
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
AFGREIÐSLU-
og innheimtumaður:
Lárus /. Rist. Talsími 31.
Ráðhússtíg 4.
I. ár.
Akureyri 3. júlí 1918.
II. blað.
Sfld.
Þegar fregnir bárust hingað nú
fyrir skömmu um árangurinn af
sendiför fulltrúa landsstjórnarinnar
á fund Breta, til þess að semja um
verslun landsins, þótti það einna
mestum og verstum tíðindum sæta
hjer á Akureyri og annarsstaðar,
þar sem síldarútvegur er rekinn, að
Bretar neita að kaupa íslenska síld
fyrir nokkurt verð. Neita sömuleið-
is að leyfa útflutning á síld til ann-
ara landa, í Norðurálfu, nema 50
þús. tunnum til Svíþjóðar.
t*að er ekki að undra, þótt út-
gerðarmönnum og síldarkaupmönn-
um, þætti þetta ill tíðindi, því að
til munu vera tunnur og salt og
útbúnaður allur til að salta alt að
300 þús. tunnum. Mest af þessu
keypt fyrir afarverð og því 'hætta á
stórtapi vegna verðfalls þegar stríð-
inu linnir, auk þess sem tunnurnar
skemmast mjög og rýrna í verði
við að geymast tómar, ef til vill
um margra ára bil.
Síðan þessar illu frjettir bárust
hingað, hafa komið fram ýmsar til-
lögur til bjargráða í þessu máli,
ráð til þess að bjarga útgerðar-
mönnum og síldarkaupmönnum frá
því tapi, sem vofir yfir þeim, og
helst tryggja þeim nokkurn hagnað
af atvinnurekstrinum. Hníga tillög-
urnar allar í þá átt, að Iandssjóður
taki síldarverslunina í sínar hendur,
kaupi alla síld, sem frarnleidd verð-
ur, eða þá einlivern ákveðinn tunnu-
fjölda, fyrir fastákveðið verð, og
selji síldina aftur, 50 þús. til Sví-
þjóðar og annars þar sem best
gegnir. En það sem ekki selst, á
landið að eiga og geyma annaðhvort
til betri tíma eða þangað til síldin
verður orðin ónýt. Með öðrum orð-
um tilætlunin er sú, að landssjóður
taki áhættuna af útgerðarmönnunum
og leggi hana á sitt breiða bak.
Tillögur í þá átt, sem að ofan
greinir, hafa verið fluttar í blöðum
hjer Norðanlands og nefnd manna
kosin af útgerðarmönnum hjer og
vestan- og sunnaniands til þess að
koma þeim á framfæri,við stjórnina
og þingið. En ekkert hefir borið á
mótmælum móti þessum bjargráðum.
Þegar alt þetta er athugað, hljóta
menn að taka eftir tveimur atriðum
í málinu, sem bæði eru mjög svo
undraverð. Fyrst það, að hjer er
um að ræða nýja landsverslun, þar
sem landssjóður á að taka í sínar
hendur alla verslun með eina aðal-
vörutegund landsins, og þó verður
engin hvellur. Enginn hrópar nú
upp um einokun, eða skerðing at-
vinnufrelsisins, landssjóðsbrask til
stórtjóns fyrir þjóðina, fjárhagsvoða
landssjóðs o. s. frv. — Hitt atrið-
ið, sem er undravert, er það, að
tillögurnar um þessa stórkostlegu
landsverslun eru komnar frá kaup-
mönnum og útgerðarmönnum. Eng-
ir hefðu trúað því til skamms tíma,
að þeir mundu beita sjer fyrir auk-
inni landsverslun, þeir sömu menn,
sem fram að þessu hafa haft þungar
áhyggjur útaf framtíð þjóðarinnar,
þegar landssjóðs- og kaupfjelags-
braskið væri búið að grafa undan
máttarstöðum þjóðfjelagsins, þeim
sjálfum kaupmönnum, útgerðarmönn-
unum, stórgróðamönnunum. En
svona breytast tímarnir og mennirn-
ir með kringumstæðunum. Og þeg-
ar betur er að gáð, hverfur undrun-
in og alt verður ofur eðlilegt. Síld-
arkaupmennirnir vilja þessa nýju
tegund landsverslunar, af því að
hún tekur ekki frá þeim sjálfum
neinn gróða, en á að verja þá fyr-
ir sjáanlegu tapi. Landsverslunin á
að »hlaupa í skörðin« versla þar
sem tapið vofir yfir, en þegar gróða-
von er, þá eiga »máttarstoðir þjóð-
fjelagsins« að taka á sig sfnar þungu
byrðar.
Auk síldarkaupmanna og útgerð-
armanna, kemur mál þetta við verka-
menn og sjómenn þá, sem mundu
vinna að síldarútgerð ag söltun.
En frá þeim eða þeirra fulltrúum,
hefir lítið borið á kröfum um lands-
sjóðskaup á síld. Enda mun verka-
fólk ekki mikils í missa, þó að síld-
arútgerð verði Iítil, að minsta kosti
ef kunnugt væri í tæka tíð, að litla
atvinnu yrði þar að fá. F*að er eng-
inn skortur á góðri atvinnu um
hásumartímann. Bændur standa víða
uppi ráðþrota vegna skorls á vinnu-
krafti, og hafa aldrei boðið jafn-
hátt kaup og nú. Peir framleiða
vörur, sem alstaðar koma að gagni,
utanlands og innan, en fyrir síld-
inni liggur ef til vill ekki annað en
grotna niður og verða ónýt -vara.
Það virðist svo Iítil hagsýni, á þess-
um tímum, að landssjóður leggi í
hættu miljónir króna til þess að
halda síldarútgerð í horfinu, draga
vinnukraftinn frá nytsamri fram-
leiðslu til þess að geta framleitt
meira af ónýtri vöru.
F>ví verður varla neitað, að §jld-