Dagur - 03.07.1918, Page 3

Dagur - 03.07.1918, Page 3
DAGUR. 43 Fáein orð um Tjörnesnámuna. íslendingur flytur 31. f. m. langa og merkilega grein um Tjörnes- námuna. Rar er sögð allgreinilega saga námunnar frá upphafi til 9. marz s. 1., og virðist hún, í fljótu bragði, vera nákvæm og áreiðanleg, og munu þeir sem málinu eru ó- kunnugir, vera bæði hryggir og reiðir yfir því að landið skuli hafa tapað á rekstri námunnar, yfir hundrað þúsund krónum. — í þess- ari fyrnefndu grein — er leitast við að sýna sem greinilegast hvernig andstæðingar stjórnarinnar líta á málið —■ er einhver kuldarýgur til verkstjóra og verkamanna, sem mun stafa af ókunnug-leika. Par stendur t. d. að húsið sem bygt var við námutja, sje með torfveggjum. En sannleikurinn er, að húsið er ein- göngu reist úr timbri. Ró að Iandið hafi tapað — á pappírnum — rúml. hundrað þús. kr. á rekstri námunnar, þá er það ekki svo mikið,- borið saman við það, sem hefot’ orðið, ef engin kol hefði verið tekin upp úr námum þessum. í fyrra vor, — þegar byrjað var að vinna í námunni, — var fyrir- sjáanlegt að eldsneytisskortur mundi verða stórkostlegur, ef ekki yrði bætt úr því, annaðhvort með því að kaupa útlend kol á kr. 300,00 smálestina, eða vinna kol hjer á landi, og mun engum blandast hug- ur um að heppilegri leiðin hafi verið valin, og á stjórnin miklar þakkir skilið fyrir framtakssemi og dugnað í þessu máli. Ef hin leiðin hefði verið farin, og landið keypt útlend kol — (sem ef til vill hefðu ekki fengist), mundi tapið hafa orðið nokkuð meira. Jeg áætla að ein smálest af útlendum kolum jafngildi tveimur smál. af Tjörneskolum, og hefði því þurft að kaupa 743^2 smál. af útl. kol- um, á mót því sem upp hefir ver- ið tekið í námunni, og hefði kost- að kr. 223,050,00. Verð hinna upp- teknu kola kr. 52,045,00 dregst hjer frá, og verður þá mismunur- inn kr. 171,004,99, eða kr. 68, 843,16 meiri en tapið á rekstri nám- unnar, sem er taliðkr. 102,161,83. Að þessu athuguðu, sjestað stjórn- in hefir gert það heppiiegasta sem hún .gat í þessu máli, og tapið er hreint ekkert, þar eð engir pening- ar hafa farið út úr landinu, sem orðið hefði ef hin leiðin hefði ver- ið farin. Fyrir nokkru síðan sendi vega- málastj. G. G. Zöega hingað sænsk- an námuverkstjóra, Alf. Olsen að nafni, og segir íslendingur að hann eigi »að koma fullu lagi á alla vinnuna«. Lítið gagn virðist vera að stjórn hans, því mikið minna hefir verið tekið upp af kolum, síð- an hann fór að láta vinna með sínu sænska vinnulagi, en áður var. Jón- as Þorsteinss., sem verið hefir verk- stjóri við námuna frá því fyrsta, hefir sýnt sjerstakan dugnað og á- huga á því að láta verkið ganga sem best. Undir hans stjórn voru teknar upp 49 smál. á hálfum mán- uði. En næsta hálfan mán. tóku jafnmargir menn upp 26 sinál. með aðferðinni, sem þessi nýji verkstj. er að kenna verkamönnum. Sú að- ferð er bæði óþokkaleg, heilsuspill- andi og alveg óviðeigandi hjer á landi og væri því óskandi, að hinn háttvirti vegamálastj. sendi hann heim til sín sein fyrst, til þess að landið þurfi ekki að kasta út þeim kr. 500,00 sem honum eru borgaðar mánaðarlega fyrir ekkert. Ritað 15. júní 1918. Ö. * * * * Dagur hefur verið beðinn fyrir ofanritaða grein um Tjörnnesnám- una til birtingar — Hún erskrifuð af manni stöddum þar norður frá, gagnkunnugum öllum vinnubrögð- um og verkstjórn í námunni. Ekki er ástæða til þess að efast um að það sje rjett sem maðurinn telcur fram, að seinna gangi að vinna lcolin með hinni nýju vinnuaðferð og undir nýrri verkstjórn, en áður. En einkennilega kemur það fyrir. Vera má að því sje um að kenna, að verkamennirnir sjeu þessari nýju vinnuaðferð óvanir, lcunni ekki tökin á hinum nýju verkfærum, og að þau séu eklci reynd til hlýtar. Þá getur það verið skiljanlegt að minna vinnist í byrjun. Andstæðingaþlöð stjórnarinnar hafa að undanförnu mikið um Tjörn- esnámuna rausað, og brígslað stjórn- inni um slælegt eftirlit með nám- unni, um hneykslanleg vinnubrögð, hneykslanlega verkstjórn o. s. frv. En reynist það rétt sem maður- inn heldur fratn að minna vinnist af kolunum undir stjórn þessa nýja verkstjóra, sem fengið hefur sjer- staka æfingu í því að vinna þetta verk, og hefur að sjálfsögðu meiri og betri verkfæri, en áður voru notuð, þá verður óhætt að segja að alt þetta fjas blaðanna sje stœrsta hneykslið. En vonandi kernur það ekki fyrir. Aðalfundur Ræktunarfjelags Norðurlands var haldinn að Skinnastað í Öx- arfirði 21.—22. f. m. Voru þar 30 fulltrúar mættir. Fundarstjóri var Benedikt bóndi Kristjánssoji á Rverá. Umræður voru fjörugar báða dag- ana. Ársarður fjel. var 2766,90. En hrein eign við árslok talin 57,137,76. Var hagur af rekstri tilraunastöðvar- innar á Akureyri á þessu ári í fyrsta skifti síðan byrjað var á rekstri hennar. Að fundarmálum loknum voru fluttir 5 fyrirlestrar. Pessir menn fluttu erindi: S. Sigurðs. skólastj. Hólum: Jarðrækt. Einar Jósefs. Vatnsl.: Nýjar stefnur. L. Rögnvalds. Hlíðarenda: Vatnið. Kr. Jónsson Nesi: Búsathuganir. Sig. BaldvinS. Akureyri: Heimasiðir. Að fyrirlestrum loknum voru og nokkur erindi flutt. Skemti Indriði Porkelsson á Fjalli með sinni al-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.