Dagur - 03.07.1918, Qupperneq 4
44
DAGUR.
kunnu list, bæði í bundnu og ó-
bundnu máli og sungið á milli og
fór sú skemtun hið besta fram.
Voru þá fundargestir um 250 auk
fulltrúanna.
Móttaka gestanna og stjórn fund-
arins fór að öllu vel úr hendi.
Sunnudaginn, næstan eftir fund-
ardaginn var fundur í Asbyrgi. Var
þá veður eitt hið fegursta. Rar voru
samankomin um 300 manns. Kynt-
ust fundargestirnir þar hinni al-
kunnu gestrisni Norður-Þingeyinga,
sem ekki Ijetu sjer nægja að veita
góðgerðir heldur og einnig sam-
hliða þeim ýmiskonar fróðleik og
skemtun. Mun margur gestur Iengra
til minnast dvalarinnar í Asbyrgi
með hreinni ánægju. Gat sá, er
þetta ritar, ekki látið um leið hjá
líða að hann naut þessa alls, að
bera saman í huganum mannkyns-
hörmungina miklu, stríðið og þjóð-
irnar þar, við vellíðan og gleði alls
þessa vel búna og myndarlega fólks.
Og þá sjer maður að gott er að
lifa á íslandi.
Fundarmaður.
Sambandsflindur
Norðlenskra kvenna.
Sambandsfjelag norðlenskra kvenna
hjelt ársfund sinn á Akureyri 23.,
24. og 25. júní s.l.
Fundurinn var sóttur af konum
úr öllum sýslum í Norðlendinga-
fjórðungi. Úr Austfirðingafjórðungi
komu og konur til að sitja fundinn
og kynnast hinum norðlenska fjel-
agsskap. Frá því á síðasta sambands-
fundi höfðu þessi fjelög bætst í
sambandið: Kvenfjel. Svalbarðs-
strandar, Ristilfjarðar og Siglufjarð-
ar. — Fjelagar nú á 5. hundrað.
Mál þau, er fundurinn hafði til
meðferðar voru:
Iðnaðarmál.
Hjúkrunarmál.
Garðyrkjumál.
Tilþrifa mesta ályktun gerði fund-
urinn í hjúkrunarmálinu. Svohljóð-
andi tillaga samþykt:
»Sökum þess hver vágestur berkla-
veikin er og hve miklum erviðleik-
um það er bundið að senda sjúkl-
inga frá Norðurlandi til Reykjavík-
ur, skorar fundurinn á allar norð-
lenskar konur að hefja nú þegar
fjársöfnun til stofnunar berklahælis
á Norðurlandi.* Til joess að hrinda
málinu áfram, var kosin 9 kvenna
nefnd, 3 konur úr hverju kvenfje-
lagi á Akureyri.
Fundarkonur skutu saman 100
kr. í því skyni að stjórnin fengi
vel færa konu til að ferðast um
fjelagssvæðið, halda fundi með kon-
um, starfa að stofnun fjelaga og
sýslusambanda o. s. frv.
Fjelagskona.
Samtíningur.
— Ritstjórinn, Ingimar Eydal brá
sjer til Reykjavíkur með frú sína,
sem veiktist mjög snögglega.
— Mótorbátur, eign Lofts Rögn-
valdssonar á Böggversstöðum, sökk
við Hvanndalabjörg drekkhlaðinn
fiski. Á bátnum voru 3 menn, sem
allir björguðust. Tveir þeirra höfðu
sofið en sá þriðji var við stýri, en
verið þreyttur og sofnað. Báturinn
hefur náðst allmjög skemdur.
— Seglskip hlaðið kolum er ný-
komið til hinna sameinuðu íslensku
verslana.
— Hin stærri 'veiðiskip, sem
stundað hafa þorskveiði hjer að
undanförnu, eru nú hætt þeirri veiði,
en fara að búa sig út til síldveiða
þó alt sje enn óvíst með sölu á
síldinni. Ró þorskveiðin hafi gengið
vel, telja útgerðarmennirnir engan
hag, en jafnvel skaða á þeirri veiði
af því að alt sem til útgerðarinnar
þarf er svo dýrt, en fiskverðið of
lágt. -
— Sú frjett hefir borist að fjelag
Dansk-íslenskra kaupmanna í Höfn
hafi krafist þess af ríkisþingi og
stjórn, að þeir fengju að velja full-
trúa í sendinefndina til íslands!
En Thor E. Tulinius, sem oft áð-
ur hefir haldið uppi máistað ísiend-
inga, mótmælir því, að þessu sé
sint, kveður þá ekkert tilkall eiga
til þess, þeir beri ekki skyn á þau
mál, sem fyrir liggi; og viti einnig
að sá fulltrúi, sem þeir hafi huga
á að senda, sje miður þokkaður á
ísland.
— Haraldur Níelsson professor
kom hingað með Sterling síðast fyrir
áskorun fjölda Akureyringa til þess
að halda hér fyrirlestra. Tvo langa
fyrirlestra liefir hann flutt hér á Ak-
ureyri í fundarsa! bæjarins og var
hinn síðari fratnhald af þeim fyrri.
Húsið mátti heita troðfult í bæði
skiftin. Efni fyrirlestrarins var: »Á-
hrif úr ósýnilegum heimi,« og gekk
hann mikið út á það að skýra frá
vísindalegum ranrisóknum sálarrann-
sóknarfjelagsins í Ameríku.
Rannsóknir þessar hafa orðið til
þess að leiða ýmislegt nýtt ‘í ljós
og skýrist við það margt í ritning-
unni, sem áður hefir verið óskiljan-
legt og jafnvel af stranglega trúuð-
um guðfræðingum talið sém hjátrú
og fjarstæða. Fyrirlesturinn var bæði
skemtilegur og lærdémsríkur, enda
var hinn besti rómur gerður að
honuin.
— Iðnaðarsýning hefur verið hér
í fjórum stofum í barnaskólahúsinu
síðastliðna viku. Mikill fjöldi var
þar af haglega gjörðum munum og
má óhætt segja að hún hafi verið
til mikils sóma fyrir Heimilisiðnað-
arfjelag Norðurlands sem’hafði for-
göngu hennar, og þá ekki síður fyrir
einstaklinga, sem unnið hafa munina.
— Aðalfundur Eimskipafjelags
íslands hefur staðið yfir í Rvík nú
seint í Júní. Hreinn ágóði af rekstri
skipanna síðastliðið ár, var 3/i milj.
Ákveðið að borga hluthöfum 7°/o.
Gjalddagi blaðsins
var 1. júlí.
Áskrifendur mega skrifa andvirði
blaðsins inn í reikning þess í
Kaupfjelagi Eyfirðinga.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.